Erlent

Erik Menendez fær ekki reynslu­lausn

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Erik Menendez lýsti yfir óánægju með Netflix þættina sem fjallar um morðið sem hann og Lyle bróðir hans frömdu. Bræðurnir myrtu foreldra sína 1989.
Erik Menendez lýsti yfir óánægju með Netflix þættina sem fjallar um morðið sem hann og Lyle bróðir hans frömdu. Bræðurnir myrtu foreldra sína 1989. Samsett/Getty

Skilorðsnefnd Kaliforníu neitaði í gær að veita Erik Menendez reynslulausn en hann hefur setið í næstum 30 ár í fangelsi síðan hann var sakfelldur ásamt bróður sínum, Lyle Mendez, fyrir að myrða foreldra sína.

Málið er eitt frægasta dómsmál síðari tíma í Bandaríkjunum en margir muna eflaust eftir Netflix þáttunum Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story sem gerði sögu þeirra bræðra skil. 

Þeir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi árið 1996 fyrir að hafa skotið föður þeirra, Jose Menendez, og móður þeirra, Kitty Menendez, til bana í höll sinni í Beverly Hills árið 1989. Þeir voru þá 18 og 21 árs. Verjendur héldu því fram að bræðurnir hefðu gripið til sjálfsvarnar eftir kynferðislegt ofbeldi af hálfu föður þeirra í mörg ár, en saksóknarar sögðu að bræðurnir hefðu myrt foreldra sína með köldu blóði til að komast yfir auð þeirra. 

Erik var í gær neitað um þriggja ára reynslulausn en eftir þann tíma getur hann sótt aftur um hjá nefndinni, að því er Guardian greinir frá. 

Ákvörðun vegna reynslulausnar vegna bróður hans, Lyle, mun væntanlega liggja fyrir síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×