Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 14:01 Nuno Espirito Santo þykir orðinn valtur í sessi en það hefur ekkert að gera með úrslit hjá Nottingham Forest. EPA/VINCE MIGNOTT Þrátt fyrir gott gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta virðist mikið ósætti ríkja á milli eigandans og knattspyrnustjórans Nuno Espirito Santo. Sá síðarnefndi hellti bensíni á bálið á blaðamannafundi í dag og er jafnvel talið að hann verði rekinn. Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto greindi frá því í morgun að gríski eigandinn Evangelos Marinakis væri að íhuga að reka Nuno. Ástæðan er ekki árangur Forest því liðið leikur í Evrópudeildinni í vetur eftir að hafa náð 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, og hóf svo nýja leiktíð á öruggum 3-1 sigri gegn Brentford. Ósættið stafar af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins en Nuno var opinskár í viðtali við Sky Sports í síðustu viku um þessi mál. 🚨 Nottingham Forest are considering 𝗦𝗔𝗖𝗞𝗜𝗡𝗚 Nuno Espirito Santo. There are tensions between the ownership and the manager stemming from the choice of signings during this transfer window.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/jcJ24RCHXz— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 22, 2025 „Við erum ansi fjarri lagi hvað varðar leikmannahópinn. Áætlanir okkar gengu ekki upp. Undirbúningurinn hvað varðar leikmannahópinn var ekki ákjósanlegur. Við vitum ekki hvernig hópurinn verður. Við erum með menn hérna sem vita að þeir fara að láni. Við glímum við stór vandamál,“ sagði Nuno við Sky. Moretto sagði svo í dag að Forest væri að skoða aðra kosti og hefur Ange Postecoglou, fyrrverandi stjóri Tottenham, þegar verið orðaður við liðið. Á blaðamannafundi í dag var Nuno spurður út í orðróminn um ósættið við Marinakis og sagði: „Þar sem er reykur, þar er eldur.“ 🗣️ "It's not so close"Nuno Espírito Santo says his relationship with Nottingham Forest owner Evangelos Marinakis has changed. pic.twitter.com/CwAxmSfnsh— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2025 Það virðist því engu máli skipta þó að Portúgalinn hafi komið Forest í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjátíu ár, og skrifað undir nýjan samning til þriggja ára í júní síðastliðnum. Þeir Marinakis eru hættir að eiga í stöðugum samskiptum eins og áður. „Ég hef alltaf átt í góðu sambandi við eigandann. Á síðustu leiktíð var það mjög náið, nánast á hverjum degi. Á þessu tímabili er það ekki eins gott en ég tel að það sé alltaf best að segja sína skoðun því það sem skiptir mig máli er leikmannahópurinn og tímabilið fram undan, en samband okkar hefur breyst,“ sagði Nuno. Aðspurður hvað hefði breyst svaraði hann: „Ég veit það ekki alveg en ég er hreinskilin með það að sambandið er breytt. Ástæðuna veit ég ekki. Það sem ég sagði í síðustu viku var eitthvað sem ég hef áhyggjur af og ástæður þess. Mitt starf er nefnilega alltaf að reyna að sjá fyrir um hvað bíður okkar, og það er það sem ég sagði og ég sagði það með virðingu,“ sagði Nuno. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto greindi frá því í morgun að gríski eigandinn Evangelos Marinakis væri að íhuga að reka Nuno. Ástæðan er ekki árangur Forest því liðið leikur í Evrópudeildinni í vetur eftir að hafa náð 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, og hóf svo nýja leiktíð á öruggum 3-1 sigri gegn Brentford. Ósættið stafar af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins en Nuno var opinskár í viðtali við Sky Sports í síðustu viku um þessi mál. 🚨 Nottingham Forest are considering 𝗦𝗔𝗖𝗞𝗜𝗡𝗚 Nuno Espirito Santo. There are tensions between the ownership and the manager stemming from the choice of signings during this transfer window.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/jcJ24RCHXz— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 22, 2025 „Við erum ansi fjarri lagi hvað varðar leikmannahópinn. Áætlanir okkar gengu ekki upp. Undirbúningurinn hvað varðar leikmannahópinn var ekki ákjósanlegur. Við vitum ekki hvernig hópurinn verður. Við erum með menn hérna sem vita að þeir fara að láni. Við glímum við stór vandamál,“ sagði Nuno við Sky. Moretto sagði svo í dag að Forest væri að skoða aðra kosti og hefur Ange Postecoglou, fyrrverandi stjóri Tottenham, þegar verið orðaður við liðið. Á blaðamannafundi í dag var Nuno spurður út í orðróminn um ósættið við Marinakis og sagði: „Þar sem er reykur, þar er eldur.“ 🗣️ "It's not so close"Nuno Espírito Santo says his relationship with Nottingham Forest owner Evangelos Marinakis has changed. pic.twitter.com/CwAxmSfnsh— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2025 Það virðist því engu máli skipta þó að Portúgalinn hafi komið Forest í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjátíu ár, og skrifað undir nýjan samning til þriggja ára í júní síðastliðnum. Þeir Marinakis eru hættir að eiga í stöðugum samskiptum eins og áður. „Ég hef alltaf átt í góðu sambandi við eigandann. Á síðustu leiktíð var það mjög náið, nánast á hverjum degi. Á þessu tímabili er það ekki eins gott en ég tel að það sé alltaf best að segja sína skoðun því það sem skiptir mig máli er leikmannahópurinn og tímabilið fram undan, en samband okkar hefur breyst,“ sagði Nuno. Aðspurður hvað hefði breyst svaraði hann: „Ég veit það ekki alveg en ég er hreinskilin með það að sambandið er breytt. Ástæðuna veit ég ekki. Það sem ég sagði í síðustu viku var eitthvað sem ég hef áhyggjur af og ástæður þess. Mitt starf er nefnilega alltaf að reyna að sjá fyrir um hvað bíður okkar, og það er það sem ég sagði og ég sagði það með virðingu,“ sagði Nuno.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira