Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. ágúst 2025 12:20 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslun áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. Greint var frá því í gær að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins, sem rekur erlenda netsölu með áfengi, vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til sölu áfengis. Ákæran hefur verið í burðarliðnum í um fimm árum. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, sem sér um netverslun áfengis býst við ákæru gegn sér hvað úr hverju sem sé undarlegt. „Það eru yfirgnæfandi líkur að þessu verði annað hvort vísað frá, fyrir dómi, eða að sá sem er kærður sé sýknaður.“ Að hans mati sé það merki um togstreitu innan lögreglunnar að lögreglustjóri gefi út ákæru í málinu skömmu eftir að sviðstjóri ákærusviðs sagði það ekki liggja fyrir. „Það er augljóst að fólk er eitthvað ósátt eða stígur allavega ekki í takt þarna í þessu embætti.“ Hann biðlar til löggjafans og stjórnvalda að vinna í takt við neytendur sem hafi snúið baki við einokun ríkisins. „Þetta er náttúrulega alveg gjörunnið mál. Frelsið sigrar alltaf að lokum. Hins vegar væri ég alveg til í að verja mínum peningum í annað.“ Öllum í hag að fá niðurstöðu í þetta mál Daði Már Kristófersson, fjármála og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að fá niðurstöðu dómstóla í málinu áður en nokkuð er aðhafst sem varðar netsölu áfengis. „Það er mjög mikilvægt að við fáum skýringu á því hvort þetta sé innan heimilda laganna og það á eftir að taka um það umræðu. Það fer þá í meðferð þingsins hvort ástæða sé til að breyta þeim.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Vísir/Ívar Fannar Þetta er einn af þeim málaflokkum sem að er mismunandi sjónarmið í mismunandi flokkum innan ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast sé að fyrirtæki starfi eftir þeirri löggjöf sem sé við lýði. Er það óheppilegt ef að fyrirtæki eða framkvæmdastjóra verði mögulega fórnað á altari lögskýringarsjónarmiða? „Ég lít nú ekki þannig á. Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem þessir aðilar hafa tekið og hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir hafa verið að taka. Ég ímynda mér að þeir séu jafn áfram með það að við fáum skýrt hvort að þetta rúmast innan núverandi löggjafar eða ekki.“ Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Greint var frá því í gær að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins, sem rekur erlenda netsölu með áfengi, vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til sölu áfengis. Ákæran hefur verið í burðarliðnum í um fimm árum. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, sem sér um netverslun áfengis býst við ákæru gegn sér hvað úr hverju sem sé undarlegt. „Það eru yfirgnæfandi líkur að þessu verði annað hvort vísað frá, fyrir dómi, eða að sá sem er kærður sé sýknaður.“ Að hans mati sé það merki um togstreitu innan lögreglunnar að lögreglustjóri gefi út ákæru í málinu skömmu eftir að sviðstjóri ákærusviðs sagði það ekki liggja fyrir. „Það er augljóst að fólk er eitthvað ósátt eða stígur allavega ekki í takt þarna í þessu embætti.“ Hann biðlar til löggjafans og stjórnvalda að vinna í takt við neytendur sem hafi snúið baki við einokun ríkisins. „Þetta er náttúrulega alveg gjörunnið mál. Frelsið sigrar alltaf að lokum. Hins vegar væri ég alveg til í að verja mínum peningum í annað.“ Öllum í hag að fá niðurstöðu í þetta mál Daði Már Kristófersson, fjármála og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að fá niðurstöðu dómstóla í málinu áður en nokkuð er aðhafst sem varðar netsölu áfengis. „Það er mjög mikilvægt að við fáum skýringu á því hvort þetta sé innan heimilda laganna og það á eftir að taka um það umræðu. Það fer þá í meðferð þingsins hvort ástæða sé til að breyta þeim.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Vísir/Ívar Fannar Þetta er einn af þeim málaflokkum sem að er mismunandi sjónarmið í mismunandi flokkum innan ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast sé að fyrirtæki starfi eftir þeirri löggjöf sem sé við lýði. Er það óheppilegt ef að fyrirtæki eða framkvæmdastjóra verði mögulega fórnað á altari lögskýringarsjónarmiða? „Ég lít nú ekki þannig á. Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem þessir aðilar hafa tekið og hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir hafa verið að taka. Ég ímynda mér að þeir séu jafn áfram með það að við fáum skýrt hvort að þetta rúmast innan núverandi löggjafar eða ekki.“
Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira