Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 11:46 Hlynur Andrésson ætlaði sér að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu en það hefur staðið síðan 1993 og er aðeins eldra en hann sjálfur. vísir / bjarni „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. Hlynur kom annar í mark í dag á eftir Portúgalanum Jose Sousa og var tími hans 2:26:51 klukkustundir. Íslandsmet Hlyns er 2:13:37 og hefur staðið í fjögur ár en hlaupið í dag var aðeins annað heila maraþon þessa magnaða hlaupara úr Vestmannaeyjum. Sousa hljóp á 2:23:55. „Ég fékk nokkra hluti á móti mér í dag. Bæði mótvind fyrri helminginn og svo engan í hálfmaraþoninu til að hjálpa mér að sjá um hraðann. Svo var ég með einn útlending á öxlinni á mér allan tímann, eða í þrjátíu kílómetra, sem hjálpaði mér ekkert. Þetta var rosalega erfitt hlaup,“ sagði Hlynur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hlynur svekktur þrátt fyrir titil í maraþoni „Þetta er bara í annað sinn sem ég klára maraþon. Í fyrsta sinn sem ég gerði það sló ég Íslandsmetið og svo er þetta númer tvö. Þetta var að vísu þrettán mínútum hægar þannig að ég get ekki verði mjög sáttur. Maður þarf að halda í það jákvæða. Ég gerði mitt besta og er sáttur við það,“ sagði Hlynur og útskýrði betur hvers vegna aðstæður hefðu verið svo erfiðar í dag, vegna vindsins: „Þú ert svo berskjaldaður úti á Granda, Ægissíðunni og Sæbrautinni. Það er rosalega erfitt að berjast við hann. Það tekur svo mikla orku úr þér,“ sagði Hlynur en bætti við að dagurinn í dag væri engu að síður frábær dagur fyrir íslenska hlaupasamfélagið. Nú ætlar Hlynur hins vegar að taka sér smápásu, meta stöðuna og sjá til hvað næsta ár gæti borið í skauti sér. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Hlynur kom annar í mark í dag á eftir Portúgalanum Jose Sousa og var tími hans 2:26:51 klukkustundir. Íslandsmet Hlyns er 2:13:37 og hefur staðið í fjögur ár en hlaupið í dag var aðeins annað heila maraþon þessa magnaða hlaupara úr Vestmannaeyjum. Sousa hljóp á 2:23:55. „Ég fékk nokkra hluti á móti mér í dag. Bæði mótvind fyrri helminginn og svo engan í hálfmaraþoninu til að hjálpa mér að sjá um hraðann. Svo var ég með einn útlending á öxlinni á mér allan tímann, eða í þrjátíu kílómetra, sem hjálpaði mér ekkert. Þetta var rosalega erfitt hlaup,“ sagði Hlynur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hlynur svekktur þrátt fyrir titil í maraþoni „Þetta er bara í annað sinn sem ég klára maraþon. Í fyrsta sinn sem ég gerði það sló ég Íslandsmetið og svo er þetta númer tvö. Þetta var að vísu þrettán mínútum hægar þannig að ég get ekki verði mjög sáttur. Maður þarf að halda í það jákvæða. Ég gerði mitt besta og er sáttur við það,“ sagði Hlynur og útskýrði betur hvers vegna aðstæður hefðu verið svo erfiðar í dag, vegna vindsins: „Þú ert svo berskjaldaður úti á Granda, Ægissíðunni og Sæbrautinni. Það er rosalega erfitt að berjast við hann. Það tekur svo mikla orku úr þér,“ sagði Hlynur en bætti við að dagurinn í dag væri engu að síður frábær dagur fyrir íslenska hlaupasamfélagið. Nú ætlar Hlynur hins vegar að taka sér smápásu, meta stöðuna og sjá til hvað næsta ár gæti borið í skauti sér.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira