Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 11:46 Hlynur Andrésson ætlaði sér að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu en það hefur staðið síðan 1993 og er aðeins eldra en hann sjálfur. vísir / bjarni „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. Hlynur kom annar í mark í dag á eftir Portúgalanum Jose Sousa og var tími hans 2:26:51 klukkustundir. Íslandsmet Hlyns er 2:13:37 og hefur staðið í fjögur ár en hlaupið í dag var aðeins annað heila maraþon þessa magnaða hlaupara úr Vestmannaeyjum. Sousa hljóp á 2:23:55. „Ég fékk nokkra hluti á móti mér í dag. Bæði mótvind fyrri helminginn og svo engan í hálfmaraþoninu til að hjálpa mér að sjá um hraðann. Svo var ég með einn útlending á öxlinni á mér allan tímann, eða í þrjátíu kílómetra, sem hjálpaði mér ekkert. Þetta var rosalega erfitt hlaup,“ sagði Hlynur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hlynur svekktur þrátt fyrir titil í maraþoni „Þetta er bara í annað sinn sem ég klára maraþon. Í fyrsta sinn sem ég gerði það sló ég Íslandsmetið og svo er þetta númer tvö. Þetta var að vísu þrettán mínútum hægar þannig að ég get ekki verði mjög sáttur. Maður þarf að halda í það jákvæða. Ég gerði mitt besta og er sáttur við það,“ sagði Hlynur og útskýrði betur hvers vegna aðstæður hefðu verið svo erfiðar í dag, vegna vindsins: „Þú ert svo berskjaldaður úti á Granda, Ægissíðunni og Sæbrautinni. Það er rosalega erfitt að berjast við hann. Það tekur svo mikla orku úr þér,“ sagði Hlynur en bætti við að dagurinn í dag væri engu að síður frábær dagur fyrir íslenska hlaupasamfélagið. Nú ætlar Hlynur hins vegar að taka sér smápásu, meta stöðuna og sjá til hvað næsta ár gæti borið í skauti sér. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Hlynur kom annar í mark í dag á eftir Portúgalanum Jose Sousa og var tími hans 2:26:51 klukkustundir. Íslandsmet Hlyns er 2:13:37 og hefur staðið í fjögur ár en hlaupið í dag var aðeins annað heila maraþon þessa magnaða hlaupara úr Vestmannaeyjum. Sousa hljóp á 2:23:55. „Ég fékk nokkra hluti á móti mér í dag. Bæði mótvind fyrri helminginn og svo engan í hálfmaraþoninu til að hjálpa mér að sjá um hraðann. Svo var ég með einn útlending á öxlinni á mér allan tímann, eða í þrjátíu kílómetra, sem hjálpaði mér ekkert. Þetta var rosalega erfitt hlaup,“ sagði Hlynur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hlynur svekktur þrátt fyrir titil í maraþoni „Þetta er bara í annað sinn sem ég klára maraþon. Í fyrsta sinn sem ég gerði það sló ég Íslandsmetið og svo er þetta númer tvö. Þetta var að vísu þrettán mínútum hægar þannig að ég get ekki verði mjög sáttur. Maður þarf að halda í það jákvæða. Ég gerði mitt besta og er sáttur við það,“ sagði Hlynur og útskýrði betur hvers vegna aðstæður hefðu verið svo erfiðar í dag, vegna vindsins: „Þú ert svo berskjaldaður úti á Granda, Ægissíðunni og Sæbrautinni. Það er rosalega erfitt að berjast við hann. Það tekur svo mikla orku úr þér,“ sagði Hlynur en bætti við að dagurinn í dag væri engu að síður frábær dagur fyrir íslenska hlaupasamfélagið. Nú ætlar Hlynur hins vegar að taka sér smápásu, meta stöðuna og sjá til hvað næsta ár gæti borið í skauti sér.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira