Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2025 13:15 Magnús Geir þjóðleikhússtjóri ánægður með tilkynningu Loga. Vísir/Viktor Freyr Ríkisstjórnin hyggst fjármagna nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns. Gert er ráð fyrir að byggingin mun kosta um tvo milljarða og að hún geti verið tilbúin árið 2030. Þjóðleikhússtjóri segir bygginguna langþráðan draum. Byggingin mun hýsa nýtt svið, æfingaaðstöðu og búninga- og leikmunasafna leikhússins. Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra, tilkynnti um þetta viðsetningu Menningarnætur í hádeginu í dag. „Það er mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin skuli vera einhuga um þessa skynsamlegu og löngu tímabæru fjárfestingu. Með þessari ákvörðun er Þjóðleikhúsinu gefinn kostur á að vaxa og dafna, auka sértekjur sínar og gera reksturinn hagkvæmari. Þetta er viðeigandi gjöf til þjóðarinnar á þessu tímamótaári lykilstofnunar í íslensku menningarlífi,“ segir Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra, í tilkynningu um málið á vef stjórnarráðsins. Logi Einarsson ráðherra segir viðbygginguna leysa mörg vandamál leikhússins. Vísir/Viktor Freyr Þar kemur fram að frá opnun Þjóðleikhússins árið 1950 hafi íbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins þrefaldast en á sama tíma hafi aðstaða leikhússins lítið breyst. Í um fjörutíu ár hafi verið kallað eftir nýrri viðbyggingu á nærliggjandi lóð sem geti hýst annað leiksvið, svokallaðan „svartan kassa,” sem er sveigjanlegra en hefðbundið leiksvið. Þjóðleikhússtjóri að springa Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir það stórkostlega fréttir að byggja eigi viðbyggingu við Þjóðleikhúsið. Það sé stærsta framfaraskref í sögu leikhússins í 75 ára sögu þess. Nýtt leiksvið bjóði upp á mörg tækifæri. „Við teljum að þetta muni auka tækifæri okkar til að sækja fram, vaxa og dafna, og auðvitað taka á móti fleiri gestum af því að aðsóknin hefur verið gríðarlega mikið.“ Húsið verður reist á Lindargötu, bakvið Þjóðleikhúsið, við hliðina á Kassanum. Vinna hefst þegar í stað við þróun og hönnun og stefnt verður að því að opna og hefja sýningar á nýju sviði fyrir 80 ára afmæli leikhússins eftir fimm ár. „Þjóðeikhúsið er höfuðstofnun í sviðslistaumhverfinu og hefur mikil áhrif á leikhúslífið allt, þannig þetta er fagnaðarefni fyrir leikhúslífið í landinu.“ Magnús segist vera að „springa úr spenningi“ yfir þessum áfanga. Það hafi verið unnið að þessu í mörg ár. Myndin er tekin við setningu Menningarnætur á tröppum Þjóðleikhússins fyrr í dag. Þar tilkynnti ráðherra um viðbygginguna. Eins og má sjá á myndinni er Magnús Geir þjóðleikhússtjóri afar glaður með þessar fréttir. Anton Bjarni Alfreðsson Gert er ráð fyrir að umrædd bygging geti tekið á móti um 250-320 áhorfendum á hverja sýningu með tilheyrandi tekjum fyrir Þjóðleikhúsið. Skortur á slíku rými hefur verið fyrirferðarmikill flöskuháls í starfsemi Þjóðleikhússins sem hefur ekki getað nýtt til fulls innviði sína án slíkrar aðstöðu. Kosti um tvo milljarða Þá segir í tilkynningu að með nýrri viðbyggingu verði leikhúsinu einnig tryggð æfingaaðstaða sem hafi verið skortur á. Viðbyggingin muni þannig hýsa æfingaaðstöðu sem og verðmætt búninga- og leikmunasafni leikhússins sem liggi undir skemmdum í núverandi húsnæði. Frumgreining, sem ráðuneytið lét gera, gerir ráð fyrir að fjárfestingin muni nema um tveimur milljörðum króna og að byggingin verði um 2-3000 fermetrar að stærð. Næstu skref eru samkvæmt tilkynningu að fela Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignir verkefnið og óska formlega eftir að hafin verði undirbúningsvinna og áætlanagerð á vegum stofnunarinnar. Að þeirri vinnu lokinni taka við verklegar framkvæmdir með það að markmiði að viðbyggingin verði tekin í notkun árið 2030, á 80 ára afmæli Þjóðleikhússins. Leikhús Menning Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra, tilkynnti um þetta viðsetningu Menningarnætur í hádeginu í dag. „Það er mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin skuli vera einhuga um þessa skynsamlegu og löngu tímabæru fjárfestingu. Með þessari ákvörðun er Þjóðleikhúsinu gefinn kostur á að vaxa og dafna, auka sértekjur sínar og gera reksturinn hagkvæmari. Þetta er viðeigandi gjöf til þjóðarinnar á þessu tímamótaári lykilstofnunar í íslensku menningarlífi,“ segir Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra, í tilkynningu um málið á vef stjórnarráðsins. Logi Einarsson ráðherra segir viðbygginguna leysa mörg vandamál leikhússins. Vísir/Viktor Freyr Þar kemur fram að frá opnun Þjóðleikhússins árið 1950 hafi íbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins þrefaldast en á sama tíma hafi aðstaða leikhússins lítið breyst. Í um fjörutíu ár hafi verið kallað eftir nýrri viðbyggingu á nærliggjandi lóð sem geti hýst annað leiksvið, svokallaðan „svartan kassa,” sem er sveigjanlegra en hefðbundið leiksvið. Þjóðleikhússtjóri að springa Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir það stórkostlega fréttir að byggja eigi viðbyggingu við Þjóðleikhúsið. Það sé stærsta framfaraskref í sögu leikhússins í 75 ára sögu þess. Nýtt leiksvið bjóði upp á mörg tækifæri. „Við teljum að þetta muni auka tækifæri okkar til að sækja fram, vaxa og dafna, og auðvitað taka á móti fleiri gestum af því að aðsóknin hefur verið gríðarlega mikið.“ Húsið verður reist á Lindargötu, bakvið Þjóðleikhúsið, við hliðina á Kassanum. Vinna hefst þegar í stað við þróun og hönnun og stefnt verður að því að opna og hefja sýningar á nýju sviði fyrir 80 ára afmæli leikhússins eftir fimm ár. „Þjóðeikhúsið er höfuðstofnun í sviðslistaumhverfinu og hefur mikil áhrif á leikhúslífið allt, þannig þetta er fagnaðarefni fyrir leikhúslífið í landinu.“ Magnús segist vera að „springa úr spenningi“ yfir þessum áfanga. Það hafi verið unnið að þessu í mörg ár. Myndin er tekin við setningu Menningarnætur á tröppum Þjóðleikhússins fyrr í dag. Þar tilkynnti ráðherra um viðbygginguna. Eins og má sjá á myndinni er Magnús Geir þjóðleikhússtjóri afar glaður með þessar fréttir. Anton Bjarni Alfreðsson Gert er ráð fyrir að umrædd bygging geti tekið á móti um 250-320 áhorfendum á hverja sýningu með tilheyrandi tekjum fyrir Þjóðleikhúsið. Skortur á slíku rými hefur verið fyrirferðarmikill flöskuháls í starfsemi Þjóðleikhússins sem hefur ekki getað nýtt til fulls innviði sína án slíkrar aðstöðu. Kosti um tvo milljarða Þá segir í tilkynningu að með nýrri viðbyggingu verði leikhúsinu einnig tryggð æfingaaðstaða sem hafi verið skortur á. Viðbyggingin muni þannig hýsa æfingaaðstöðu sem og verðmætt búninga- og leikmunasafni leikhússins sem liggi undir skemmdum í núverandi húsnæði. Frumgreining, sem ráðuneytið lét gera, gerir ráð fyrir að fjárfestingin muni nema um tveimur milljörðum króna og að byggingin verði um 2-3000 fermetrar að stærð. Næstu skref eru samkvæmt tilkynningu að fela Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignir verkefnið og óska formlega eftir að hafin verði undirbúningsvinna og áætlanagerð á vegum stofnunarinnar. Að þeirri vinnu lokinni taka við verklegar framkvæmdir með það að markmiði að viðbyggingin verði tekin í notkun árið 2030, á 80 ára afmæli Þjóðleikhússins.
Leikhús Menning Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira