Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. ágúst 2025 14:30 Jóhanna af örk frosin að vetri til með þrjár örvar í búknum og sverð fyrir framan sig. Still Vivid Hlynur Pálmason, leikstjóri og myndlistarmaður, sýnir tvær kvikmyndir í keppni kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastián og er jafnframt heiðraður með einkasýningu á Tabakalera, alþjóðlegri miðstöð samtímalistar í borginni. Nýjasta kvikmynd Hlyns, Jóhanna af Örk, sem er 62 mínútna löng mynd og gerist í sama heimi og Ástin sem eftir er, verður heimsfrumsýnd í Zabaltegi-Tabakalera-flokki kvikmyndahátíðarinnar. Einnig verður Ástin sem eftir er sýnd í Perlak-flokki hátíðarinnar, sem samanstendur af bestu myndum ársins til þessa sem enn hafa ekki verið sýndar á Spáni. Meðal annarra leikstjóra sem eiga myndir í Perlak-flokki ársins eru Richard Linklater, Yorgos Lanthimos, Joachim Trier og Noah Baumbach. Samhliða sýnir Tabakalera einkasýningu á innsetningum Hlyns, Harmljóð um hest, Eins Vetra og Upphaf og Endir, verk sem undirstrika feril hans sem leikstjóra og myndlistarmanns. Jóhanna af Örk byggð upp og skotin niður „Mér er mikill heiður sýndur, að fá boð um að taka þátt á San Sebastián hátíðinni með tvær kvikmyndir og listsýningu. Þetta er tækifæri til að sýna hvernig vinna mín á mörkum kvikmynda og myndlistar talar saman og opnar nýja frásagnarmöguleika“ segir Hlynur Pálmason. Jóhanna af Örk fjallar um þrjú börn sem smíða riddarafígúru til að nota sem skotmark fyrir örvar. Í gegnum árstíðirnar sjá áhorfendur þau byggja upp og rífa niður þetta einstaka sköpunarverk sitt. Hlynur hefur áður notið velgengni á San Sebastian hátíðinni, sem er ein af stærstu og virtustu kvikmyndahátíðum Evrópu. Síðasta mynd hans, Volaða Land (2022), hlaut Zabaltegi-Tabakalera verðlaunin árið 2022 og stuttmynd hans Hreiður var einnig sýnd á hátíðinni. Jóhanna af Örk er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir STILL VIVID á Íslandi, í samstarfi við Katrin Pors fyrir Snowglobe í Danmörku. Með helstu hlutverk fara þau Ída Mekkín Hlynsdóttir, Þorgils Hlynsson, og Grímur Hlynsson en öll þrjú eru börn Hlyns. Hlynur fór með síðustu kvikmynd sína, Ástina sem eftir er, á Cannes í maí og hefur síðan þá farið víðar með hana. Kvikmyndagerð á Íslandi Spánn Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. 21. ágúst 2025 07:02 Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Saga Garðarsdóttir fylgdi eftir heimsfrumsýningu Ástarinnar sem eftir er í Cannes um helgina. Hún drakk stjörnuorkuna í sig á rauða dreglinum og sló Bill Murray henni gullhamra. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og leiki sér að mörkum raunsæis og súrrealisma. 22. maí 2025 14:08 Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar. 4. júlí 2024 20:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Nýjasta kvikmynd Hlyns, Jóhanna af Örk, sem er 62 mínútna löng mynd og gerist í sama heimi og Ástin sem eftir er, verður heimsfrumsýnd í Zabaltegi-Tabakalera-flokki kvikmyndahátíðarinnar. Einnig verður Ástin sem eftir er sýnd í Perlak-flokki hátíðarinnar, sem samanstendur af bestu myndum ársins til þessa sem enn hafa ekki verið sýndar á Spáni. Meðal annarra leikstjóra sem eiga myndir í Perlak-flokki ársins eru Richard Linklater, Yorgos Lanthimos, Joachim Trier og Noah Baumbach. Samhliða sýnir Tabakalera einkasýningu á innsetningum Hlyns, Harmljóð um hest, Eins Vetra og Upphaf og Endir, verk sem undirstrika feril hans sem leikstjóra og myndlistarmanns. Jóhanna af Örk byggð upp og skotin niður „Mér er mikill heiður sýndur, að fá boð um að taka þátt á San Sebastián hátíðinni með tvær kvikmyndir og listsýningu. Þetta er tækifæri til að sýna hvernig vinna mín á mörkum kvikmynda og myndlistar talar saman og opnar nýja frásagnarmöguleika“ segir Hlynur Pálmason. Jóhanna af Örk fjallar um þrjú börn sem smíða riddarafígúru til að nota sem skotmark fyrir örvar. Í gegnum árstíðirnar sjá áhorfendur þau byggja upp og rífa niður þetta einstaka sköpunarverk sitt. Hlynur hefur áður notið velgengni á San Sebastian hátíðinni, sem er ein af stærstu og virtustu kvikmyndahátíðum Evrópu. Síðasta mynd hans, Volaða Land (2022), hlaut Zabaltegi-Tabakalera verðlaunin árið 2022 og stuttmynd hans Hreiður var einnig sýnd á hátíðinni. Jóhanna af Örk er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir STILL VIVID á Íslandi, í samstarfi við Katrin Pors fyrir Snowglobe í Danmörku. Með helstu hlutverk fara þau Ída Mekkín Hlynsdóttir, Þorgils Hlynsson, og Grímur Hlynsson en öll þrjú eru börn Hlyns. Hlynur fór með síðustu kvikmynd sína, Ástina sem eftir er, á Cannes í maí og hefur síðan þá farið víðar með hana.
Kvikmyndagerð á Íslandi Spánn Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. 21. ágúst 2025 07:02 Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Saga Garðarsdóttir fylgdi eftir heimsfrumsýningu Ástarinnar sem eftir er í Cannes um helgina. Hún drakk stjörnuorkuna í sig á rauða dreglinum og sló Bill Murray henni gullhamra. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og leiki sér að mörkum raunsæis og súrrealisma. 22. maí 2025 14:08 Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar. 4. júlí 2024 20:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. 21. ágúst 2025 07:02
Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Saga Garðarsdóttir fylgdi eftir heimsfrumsýningu Ástarinnar sem eftir er í Cannes um helgina. Hún drakk stjörnuorkuna í sig á rauða dreglinum og sló Bill Murray henni gullhamra. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og leiki sér að mörkum raunsæis og súrrealisma. 22. maí 2025 14:08
Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar. 4. júlí 2024 20:00