Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Lovísa Arnardóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 23. ágúst 2025 14:41 Húsnæðið sem hraðbankinn var í skemmdist verulega við þjófnaðinn enda var gröfu ekið á það. Vísir/Anton Brink Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fjallað var um það í gær að kona á fertugsaldri og karlmaður á fimmtugsaldri væru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var staðsetningarbúnaður í hraðbankanum. Þjófarnir notuðu gröfu og komu aftan að bankanum með slíkum látum að búnaðurinn skemmdist. Hann hefur því ekki nýst lögreglu við leita að bankanum sem enn er ófundinn. Hjördís vildi í samtali við fréttastofu ekki staðfesta að fleiri hefðu verið handteknir eða að staðsetningarbúnaður sem var í hraðbankanum hefði skemmst þegar honum var stolið. Hjördís segist ekki hafa neinar upplýsingar um að málið tengist öðrum málum sem séu til rannsóknar eða hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Lögregla leitaði til almennings Lögregla kallaði í vikunni eftir aðstoð frá almenningi í leit sinni að myndefni í Mosfellsbæ og við Hafravatn þaðan sem gröfunni var stolið. Er horft til tímabilsins 3:30 til 6:00 aðfaranótt þriðjudags. Hún segir lögregluna hafa fengið töluvert af myndefni frá almenningi og það sé gríðarlegt magn myndefnis í skoðun hjá lögreglunni. Hjördís hvetur almenning til að hafa samband við lögregluna hafi það einhverjar upplýsingar um málið. „Við erum þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum, stórt sem smátt.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Mosfellsbær Tengdar fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29 Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fjallað var um það í gær að kona á fertugsaldri og karlmaður á fimmtugsaldri væru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var staðsetningarbúnaður í hraðbankanum. Þjófarnir notuðu gröfu og komu aftan að bankanum með slíkum látum að búnaðurinn skemmdist. Hann hefur því ekki nýst lögreglu við leita að bankanum sem enn er ófundinn. Hjördís vildi í samtali við fréttastofu ekki staðfesta að fleiri hefðu verið handteknir eða að staðsetningarbúnaður sem var í hraðbankanum hefði skemmst þegar honum var stolið. Hjördís segist ekki hafa neinar upplýsingar um að málið tengist öðrum málum sem séu til rannsóknar eða hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Lögregla leitaði til almennings Lögregla kallaði í vikunni eftir aðstoð frá almenningi í leit sinni að myndefni í Mosfellsbæ og við Hafravatn þaðan sem gröfunni var stolið. Er horft til tímabilsins 3:30 til 6:00 aðfaranótt þriðjudags. Hún segir lögregluna hafa fengið töluvert af myndefni frá almenningi og það sé gríðarlegt magn myndefnis í skoðun hjá lögreglunni. Hjördís hvetur almenning til að hafa samband við lögregluna hafi það einhverjar upplýsingar um málið. „Við erum þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum, stórt sem smátt.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Mosfellsbær Tengdar fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29 Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23
Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29
Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17