Handbolti

Ís­lenska tríóið grát­lega ná­lægt titli

Sindri Sverrisson skrifar
Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk í dag en það dugði ekki til.
Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk í dag en það dugði ekki til. Vísir

Þýska handboltaliðið Blomberg-Lippe, með þrjár íslenskar landsliðskonur innanborðs, var óhemju nálægt því að landa sínum fyrsta titli í dag en tapaði með eins marks mun.

Blomberg-Lippe náði sínum besta árangri á síðustu leiktíð, varð í 2. sæti þýsku deildarinnar og komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Liðið mætti Thüringer í þýska ofurbikarnum í dag og tapaði á endanum 31-30.

Þarna mættust liðin úr 2. og 3. sæti þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð en meistarar Ludwigsburg spiluðu ekki eftir að hafa lýst sig gjaldþrota í sumar.

Andrea Jacobsen lét mikið til sín taka í ofurbikarnum í dag og skoraði fimm mörk úr sex skotum. Nýi leikmaðurinn, Elín Rósa Magnúsdóttir, skoraði eitt mark en Díana Dögg Magnúsdóttir var ekki á meðal markaskorara.

Blomberg-Lippe var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10, en smám saman jafnaði Thüringer metin, fyrst í 17:17, og komst svo yfir þegar um korter var til leiksloka. Liðið náði mest þriggja marka forskoti, til að mynda í 31-28 þegar um mínúta var eftir en Blomberg-Lippe skoraði tvö síðustu mörkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×