Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2025 12:05 Íslandsmeistaramót í hrútadómum fer fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslandsmeistari í hrútaþukli verður krýndur í dag en mikil hrútahátíð fer fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þennan sunnudag. Það verður meira en nóg að gera á Sauðfjársetrinu í dag þar sem árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum fer fram. Auk þess verður opnuð ný sögusýning á Kaffi kind en á henni er fjallað um fjárréttir fyrr og nú, bæði mannvirkið sjálft og einnig um menningarviðburðinn og mannamótið réttir. Íslandsmótið sjálft hefst klukkan 14:00 en þá verða nokkrir hrútar þuklaðir í bak og fyrir af vönum þuklurum annars vegar og hins vegar óvönum. Matthías Sævar Lýðsson er formaður stjórnar Sauðfjársetursins og kynnir dagsins. „Viðburðurinn er ekki endilega að snúast um hver sé besti hrúturinn heldur að hver sé bestur að dæma. Þetta er keppni, þetta er alvöru keppni. Það er keppt í tveimur flokkum, annars vegar í flokki hinna óvönu og hræddu, þar að segja þeir sem eru ekki vanir að stiga hrúta,” segir Matthías og bætir við. „Hinn flokkurinn, það er flokkur þeirra vönu þar sem þeir, sem eru vanir að stiga hrúta. Þeir stiga þá á hefðbundin hátt eins og ráðunautar gera.” Matthías segir að það sé alltaf mikil og góð stemming á Íslandsmeistaramótinu, þangað komi alltaf mikið af fólki til að fylgjast með og fá sér kjötsúpu eða kaupi sér veitingar af kaffihlaðborðinu. „Það er verðlaunað fyrir þrjú fyrstu sætin í flokki hinna óvönu og þrjú fyrstu sætin hinna vönu en í flokki hinna vönu er sá eða sú, sem ber sigur úr býtum krýnd Íslandsmeistari í hrútadómum og fær til varðveislu í eitt ár verðlaunagrip,” segir Matthías.´ Matthías Sævar Lýðsson, sem er formaður stjórnar Sauðfjársetursins og kynnir dagsins.Aðsend Og eru allir velkomnir að fylgjast með? „Því fleiri, þeimur skemmtilegra. Það eru allir velkomnir. Veðrið verður yndislegt eins og það er reyndar búið að vera í allt sumar,” segir Matthías Sævar að lokum. Margir munu eflaust fylgjast með Íslandsmótinu í Sævangi.Aðsend Strandabyggð Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Það verður meira en nóg að gera á Sauðfjársetrinu í dag þar sem árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum fer fram. Auk þess verður opnuð ný sögusýning á Kaffi kind en á henni er fjallað um fjárréttir fyrr og nú, bæði mannvirkið sjálft og einnig um menningarviðburðinn og mannamótið réttir. Íslandsmótið sjálft hefst klukkan 14:00 en þá verða nokkrir hrútar þuklaðir í bak og fyrir af vönum þuklurum annars vegar og hins vegar óvönum. Matthías Sævar Lýðsson er formaður stjórnar Sauðfjársetursins og kynnir dagsins. „Viðburðurinn er ekki endilega að snúast um hver sé besti hrúturinn heldur að hver sé bestur að dæma. Þetta er keppni, þetta er alvöru keppni. Það er keppt í tveimur flokkum, annars vegar í flokki hinna óvönu og hræddu, þar að segja þeir sem eru ekki vanir að stiga hrúta,” segir Matthías og bætir við. „Hinn flokkurinn, það er flokkur þeirra vönu þar sem þeir, sem eru vanir að stiga hrúta. Þeir stiga þá á hefðbundin hátt eins og ráðunautar gera.” Matthías segir að það sé alltaf mikil og góð stemming á Íslandsmeistaramótinu, þangað komi alltaf mikið af fólki til að fylgjast með og fá sér kjötsúpu eða kaupi sér veitingar af kaffihlaðborðinu. „Það er verðlaunað fyrir þrjú fyrstu sætin í flokki hinna óvönu og þrjú fyrstu sætin hinna vönu en í flokki hinna vönu er sá eða sú, sem ber sigur úr býtum krýnd Íslandsmeistari í hrútadómum og fær til varðveislu í eitt ár verðlaunagrip,” segir Matthías.´ Matthías Sævar Lýðsson, sem er formaður stjórnar Sauðfjársetursins og kynnir dagsins.Aðsend Og eru allir velkomnir að fylgjast með? „Því fleiri, þeimur skemmtilegra. Það eru allir velkomnir. Veðrið verður yndislegt eins og það er reyndar búið að vera í allt sumar,” segir Matthías Sævar að lokum. Margir munu eflaust fylgjast með Íslandsmótinu í Sævangi.Aðsend
Strandabyggð Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira