Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2025 13:56 Landeigendur hafa rekið ferðamenn úr fjörunni í morgun. Vísir Mikið hefur verið um að ferðamenn hafi farið niður í Reynisfjöru í morgun – framhjá hliðinu og viðvörunarskiltum – þrátt fyrir að rauða ljósið hafi logað. Landeigandi segir fólk með því vera að taka mjög meðvitaða ákvörðun um að setja sig í hættu. Mjög hvasst hefur verið á Suðurlandi í dag þar sem leifar fellibylsins Erin hafa herjað á landið. Gul viðvörun er í gildi bæði á Suður- og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru.Vísir/Sigurjón Fjörunni lokað fyrr í dag Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru, segir í samtali við fréttastofu að hliðinu niður í fjöru hafi verið lokað fyrr í dag vegna hættunnar í fjörunni. „Maðurinn minn var þarna og rak fólk til baka. Við erum að reyna að hefta för fólks eins og við getum niður í fjöru, en fólk er þarna að setja sig í mjög meðvitaða hættu þegar það fer þangað niður. Framhjá viðvörunarskiltum, rauðu ljósi og lokuðu hliðinu,“ segir Ragnhildur. Myndband sem leiðsögumaðurinn Roger Niell tók í Reynisfjöru um hálf eitt í dag sýnir lítil viðbrögð ferðamanna við rauðu ljósi. Ljósið á að koma í veg fyrir að fólk komi sér í hættu við erfiðar veðuraðstæður. Aðgerðirnar hafi skilað árangri Ragnhildur Hrund segist viss um að þær aðgerðir sem gripið var til fyrr í sumar að bæta öryggi hafi að einhverju leyti skilað árangi. Ákveðið var að koma fyrir hliði, bæta við vefmyndavélum og þræða göngustíga þannig að fara þurfi framhjá viðvörunarskiltum til að fara niður í fjöruna. Var það gert eftir að níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést eftir að alda í Reynisfjöru hrifsaði hana með sér. Þá var sömuleiðis tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í fjörunni, en þegar það er gert er fjörunni lokað. Ragnhildur Hrund segir að á vefmyndavélunum megi sjá að fjöldinn fyrir neðan lokunina sé síbreytilegur. Flestir fari þó að fyrirmælum og virði fjöruna fyrir sér af pallinum þegar lokað er niður í fjöru. „En ég held að það hafi verið að virka eitthvað – þær aðgerðir sem gripið var til í sumar. Nú þegar hliðið er komið þá er lítið sem fólk getur afsakað sig með. Það er að setja sig í hættu sjálft og taka meðvitaða ákvörðun um að fara þangað,“ segir Ragnhildur Hrund. Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður varð vitni að því klukkan átta í morgun í Reynisfjöru að aðeins blikkaði gult ljós þrátt fyrir úfinn sjó og mikla öldu. Sjá má myndbandið að neðan. Viðvörunarskilti í Reynisfjöru.Hlíf Ingibjörnsdóttir Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Mjög hvasst hefur verið á Suðurlandi í dag þar sem leifar fellibylsins Erin hafa herjað á landið. Gul viðvörun er í gildi bæði á Suður- og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru.Vísir/Sigurjón Fjörunni lokað fyrr í dag Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru, segir í samtali við fréttastofu að hliðinu niður í fjöru hafi verið lokað fyrr í dag vegna hættunnar í fjörunni. „Maðurinn minn var þarna og rak fólk til baka. Við erum að reyna að hefta för fólks eins og við getum niður í fjöru, en fólk er þarna að setja sig í mjög meðvitaða hættu þegar það fer þangað niður. Framhjá viðvörunarskiltum, rauðu ljósi og lokuðu hliðinu,“ segir Ragnhildur. Myndband sem leiðsögumaðurinn Roger Niell tók í Reynisfjöru um hálf eitt í dag sýnir lítil viðbrögð ferðamanna við rauðu ljósi. Ljósið á að koma í veg fyrir að fólk komi sér í hættu við erfiðar veðuraðstæður. Aðgerðirnar hafi skilað árangri Ragnhildur Hrund segist viss um að þær aðgerðir sem gripið var til fyrr í sumar að bæta öryggi hafi að einhverju leyti skilað árangi. Ákveðið var að koma fyrir hliði, bæta við vefmyndavélum og þræða göngustíga þannig að fara þurfi framhjá viðvörunarskiltum til að fara niður í fjöruna. Var það gert eftir að níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést eftir að alda í Reynisfjöru hrifsaði hana með sér. Þá var sömuleiðis tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í fjörunni, en þegar það er gert er fjörunni lokað. Ragnhildur Hrund segir að á vefmyndavélunum megi sjá að fjöldinn fyrir neðan lokunina sé síbreytilegur. Flestir fari þó að fyrirmælum og virði fjöruna fyrir sér af pallinum þegar lokað er niður í fjöru. „En ég held að það hafi verið að virka eitthvað – þær aðgerðir sem gripið var til í sumar. Nú þegar hliðið er komið þá er lítið sem fólk getur afsakað sig með. Það er að setja sig í hættu sjálft og taka meðvitaða ákvörðun um að fara þangað,“ segir Ragnhildur Hrund. Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður varð vitni að því klukkan átta í morgun í Reynisfjöru að aðeins blikkaði gult ljós þrátt fyrir úfinn sjó og mikla öldu. Sjá má myndbandið að neðan. Viðvörunarskilti í Reynisfjöru.Hlíf Ingibjörnsdóttir
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24
Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44
Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42