Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 22:57 Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. Lögreglan hefur á undanförnum misserum unnið að því að bæta skráningu hvað lýtur að hvers kyns fjársvikamálum. Tilkynningum hefur farið fjölgandi og líka þeim tilfellum þar sem svikurum tekst að hafa fé af fólki. „Magnið sem er að berast inn til okkar er að tvöfaldast ef ekki meira. Það er það sem við erum að sjá þessa dagana,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunveruleg upphæð mun hærri „Við getum með nokkurri vissu sagt að það sé hálfur milljarður farinn nú þegar, bara á þessu ári, og það er nú þegar komið yfir það sem var allt árið í fyrra. Og það er bara það sem við vitum,“ segir Guðjón. Þarna eigi eftir að taka tillit til mála sem búið er að tilkynna um en ekki liggur fyrir enn hve mikið svikarar hafi haft af fórnarlömbum sínum. Þar að auki nær þessi tala ekki yfir þau svik sem lögreglu er ekki kunnugt um. „Þessi tala er hærri. Hversu mikið hærri vitum við ekki, en hún er talsvert hærri,“ segir Guðjón. „Samkvæmt áætlunum bæði hér og á Norðurlöndum þá er talið að svona tíu til þrjátíu prósent mála eru tilkynnt til lögreglu. Þannig þá eigum við allt hitt eftir.“ Mannlegt að falla fyrir brögðum atvinnuglæpamanna Brotin geta verið af ýmsum toga. Netsvik í gegnum svikatölvupósta og smáskilaboð eru algeng, en einnig fjárfestinga-, ástarsvik og svokallaðar fyrirframgreiðslur, þar sem vara er ekki afhent eftir að greitt hefur verið fyrir. Mörg þessara mála eru aldrei tilkynnt og í flestum tilfellum reynist nær ómögulegt að endurheimta peningana. „Skömmin er oft og tíðum mikil, að láta plata sig. En það gleymist náttúrlega alltaf að við erum að eiga við atvinnumenn, þetta er þeirra vinna. Þetta gera þeir, og þá eru þeir ekki í átta tíma vinnu heldur jafnvel miklu meira. Kunnáttan þar er gífurleg og það að láta glepjast af einhverju þessu er ekkert óeðlilegt og það er bara mannlegt,“ segir Guðjón. Fjársvikamál eru ekki endilega einkamál þeirra sem verða fyrir barðinu á svikahröppum heldur er um samfélagslegt vandamál að ræða að sögn Guðjóns. Hann hvetur alla til að tilkynna um svik, hvort sem þau heppnast eða ekki, enda geti það hjálpað næsta manni sem lendir í klónum á svikahröppum. „Þetta er samfélagslegt vandamál allan daginn, og það fer stækkandi,“ segir Guðjón. „númer eitt, tvö og þrjú að hafa samband við bankann sinn og númer tvö að hafa samband við okkur,“ segir Guðjón. „Tíminn skiptir einna mestu máli.“ Efnahagsbrot Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Lögreglan hefur á undanförnum misserum unnið að því að bæta skráningu hvað lýtur að hvers kyns fjársvikamálum. Tilkynningum hefur farið fjölgandi og líka þeim tilfellum þar sem svikurum tekst að hafa fé af fólki. „Magnið sem er að berast inn til okkar er að tvöfaldast ef ekki meira. Það er það sem við erum að sjá þessa dagana,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunveruleg upphæð mun hærri „Við getum með nokkurri vissu sagt að það sé hálfur milljarður farinn nú þegar, bara á þessu ári, og það er nú þegar komið yfir það sem var allt árið í fyrra. Og það er bara það sem við vitum,“ segir Guðjón. Þarna eigi eftir að taka tillit til mála sem búið er að tilkynna um en ekki liggur fyrir enn hve mikið svikarar hafi haft af fórnarlömbum sínum. Þar að auki nær þessi tala ekki yfir þau svik sem lögreglu er ekki kunnugt um. „Þessi tala er hærri. Hversu mikið hærri vitum við ekki, en hún er talsvert hærri,“ segir Guðjón. „Samkvæmt áætlunum bæði hér og á Norðurlöndum þá er talið að svona tíu til þrjátíu prósent mála eru tilkynnt til lögreglu. Þannig þá eigum við allt hitt eftir.“ Mannlegt að falla fyrir brögðum atvinnuglæpamanna Brotin geta verið af ýmsum toga. Netsvik í gegnum svikatölvupósta og smáskilaboð eru algeng, en einnig fjárfestinga-, ástarsvik og svokallaðar fyrirframgreiðslur, þar sem vara er ekki afhent eftir að greitt hefur verið fyrir. Mörg þessara mála eru aldrei tilkynnt og í flestum tilfellum reynist nær ómögulegt að endurheimta peningana. „Skömmin er oft og tíðum mikil, að láta plata sig. En það gleymist náttúrlega alltaf að við erum að eiga við atvinnumenn, þetta er þeirra vinna. Þetta gera þeir, og þá eru þeir ekki í átta tíma vinnu heldur jafnvel miklu meira. Kunnáttan þar er gífurleg og það að láta glepjast af einhverju þessu er ekkert óeðlilegt og það er bara mannlegt,“ segir Guðjón. Fjársvikamál eru ekki endilega einkamál þeirra sem verða fyrir barðinu á svikahröppum heldur er um samfélagslegt vandamál að ræða að sögn Guðjóns. Hann hvetur alla til að tilkynna um svik, hvort sem þau heppnast eða ekki, enda geti það hjálpað næsta manni sem lendir í klónum á svikahröppum. „Þetta er samfélagslegt vandamál allan daginn, og það fer stækkandi,“ segir Guðjón. „númer eitt, tvö og þrjú að hafa samband við bankann sinn og númer tvö að hafa samband við okkur,“ segir Guðjón. „Tíminn skiptir einna mestu máli.“
Efnahagsbrot Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira