Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 09:36 Armand Duplantis er einn af stærstu frjálsíþróttastjörnum heims og virðist duglegur að sinna aðdáendum. Getty/Beata Zawrzel Þegar unga stangarstökkskonan Klaara Kivistö, þá 14 ára gömul, gaf heimsmethafanum Armand Duplantis armband óraði hana ekki fyrir því að hann myndi enn hafa það á úlnliðnum, til heilla, þremur árum síðar. Duplantis hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru á síðustu árum, eða alls þrettán met frá árinu 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra og sló met Renaud Lavillenie. Núna er metið 6,29 metrar. Síðustu þrjú ár hefur hann oftar en ekki verið með armband sem hann fékk að gjöf frá stelpu í Helsinki 2022, í tengslum við árlega frjálsíþróttakeppni á milli Svíþjóðar og Finnlands. Það var svo ekki fyrr en í gær sem að Duplantis komst að því hver stelpan var, þegar Aftonbladet í Svíþjóð lét hann vita en blaðið hafði þá fengið póst frá pabba Kivistö, eftir fyrri frétt um armbandið. „Ég hafði litið upp til hans í mörg ár og datt í hug að gera armband í sænsku fánalitunum og með nafninu hans,“ sagði Kivistö við Aftonbladet. „Hann virtist í alvöru þakklátur og ég var mjög glöð,“ sagði Kivistö en spáði svo ekki mikið meira í það fyrr en þremur árum seinna, þegar hún var að horfa á Duplantis keppa í sjónvarpinu. „Þá sá ég að Mondo var með armbandið „mitt“. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fór svo á Instagram og sá fjölda mynda af honum með armbandið, ekki bara í keppni heldur einnig á öðrum vettvangi. Ég er oft búin að „læka“ myndirnar hans á Instagram en pældi aldrei í armbandinu,“ sagði Kivistö. Ungur aðdáandi Duplantis með skilti á Demantamóti í Póllandi fyrr í þessum mánuði.Getty/Beata Zawrzel Duplantis var fljótur að kveikja þegar Aftonbladet sýndi honum mynd af stelpunni sem gaf honum armbandið, þó að þrjú ár væru liðin. „Var það hún sem gaf mér armbandið?! Já, núna man ég þetta. En ég þarf eiginlega nýtt svo getið þið hjálpað mér að ná sambandi við hana? Þetta var svo fallegt. Ég er búinn að vera með þetta allt þetta ár. Það hefur fært mér mikla lukku,“ sagði Duplantis við Aftonbladet. Kivistö var að sjálfsögðu til í að búa til nýtt armband og hefur Duplantis lofað að gefa henni góða gjöf í staðinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira
Duplantis hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru á síðustu árum, eða alls þrettán met frá árinu 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra og sló met Renaud Lavillenie. Núna er metið 6,29 metrar. Síðustu þrjú ár hefur hann oftar en ekki verið með armband sem hann fékk að gjöf frá stelpu í Helsinki 2022, í tengslum við árlega frjálsíþróttakeppni á milli Svíþjóðar og Finnlands. Það var svo ekki fyrr en í gær sem að Duplantis komst að því hver stelpan var, þegar Aftonbladet í Svíþjóð lét hann vita en blaðið hafði þá fengið póst frá pabba Kivistö, eftir fyrri frétt um armbandið. „Ég hafði litið upp til hans í mörg ár og datt í hug að gera armband í sænsku fánalitunum og með nafninu hans,“ sagði Kivistö við Aftonbladet. „Hann virtist í alvöru þakklátur og ég var mjög glöð,“ sagði Kivistö en spáði svo ekki mikið meira í það fyrr en þremur árum seinna, þegar hún var að horfa á Duplantis keppa í sjónvarpinu. „Þá sá ég að Mondo var með armbandið „mitt“. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fór svo á Instagram og sá fjölda mynda af honum með armbandið, ekki bara í keppni heldur einnig á öðrum vettvangi. Ég er oft búin að „læka“ myndirnar hans á Instagram en pældi aldrei í armbandinu,“ sagði Kivistö. Ungur aðdáandi Duplantis með skilti á Demantamóti í Póllandi fyrr í þessum mánuði.Getty/Beata Zawrzel Duplantis var fljótur að kveikja þegar Aftonbladet sýndi honum mynd af stelpunni sem gaf honum armbandið, þó að þrjú ár væru liðin. „Var það hún sem gaf mér armbandið?! Já, núna man ég þetta. En ég þarf eiginlega nýtt svo getið þið hjálpað mér að ná sambandi við hana? Þetta var svo fallegt. Ég er búinn að vera með þetta allt þetta ár. Það hefur fært mér mikla lukku,“ sagði Duplantis við Aftonbladet. Kivistö var að sjálfsögðu til í að búa til nýtt armband og hefur Duplantis lofað að gefa henni góða gjöf í staðinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira