Lífið

„Guð og karl­menn elska mig“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Aaron er Einhleypan á Vísi.
Aaron er Einhleypan á Vísi.

Hinn 23 ára, Aaron Angelo Labajo Soriano er uppalinn í Filipseyjum en hefur búið hérlendis síðastliðin fjögur ár. Hann starfar á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu og lýsir sjálfum sér sem sjálfsöruggum, áreiðanlegum fullkomnunarsinna sem þykir fátt skemmtilegra en að njóta lífsins í góðum félagsskap, versla og ferðast til framandi staða.

Spurður hvar hann sjái sjálfan sig eftir tíu ár segir Aaron að hann stefni að því að vera kominn í eigin rekstur.

„Ég sé fyrir mér að hafa tryggt mér fjárhagslegt öryggi, eiga íbúð og reka eigið fyrirtæki. Foreldrar mínir hafa alltaf kennt mér og systrum mínum að reyna að vera í eigin rekstri frekar en að vera launþegi alla tíð.“

Hér að neðan svarar Aaron spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan.

Fullt nafn: Aaron Angelo Labajo Soriano.

Aldur: 23 ára

Í hvaða stjörnumerki ertu? Vatnsberi, á afmæli 28. janúar.

Starf: Ég starfa sem þjónn á veitingastaðnum Moss á Retreat-hótelinu við Bláa Lónið.

Menntun: Ég lærði flugvélaverkfræði á Filippseyjum áður en ég flutti til Íslands til að fara í atvinnuflugmannsnám við Keili. Ég lauk því þó ekki á síðasta misseri. Ég lærði íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með diplóma. Síðan lauk ég framreiðslunámi frá Menntaskólanum í Kópavogi í maí og er nú í meistaranámi.

Áhugamál? Að hanga með vinum og ferðast. Ferðalög hafa fylgt mér frá barnæsku þar sem faðir minn vann sem verkfræðingur í Japan. Ég hef meðal annars farið til Dubai, Hong Kong, Malasíu, Singapúr, Taílands, Suður-Kóreu, og fleirri staða.

Gælunafn eða hliðarsjálf? AA-ron eða Bull.

Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, eða ég tala stundum við sjálfan mig fyrir framan spegilinn á morgnana og hvet sjálfan mig:

„Ég er heilbrigður, ég er auðugur, ég er ríkur, I am that bitch. Guð og karlmen elska mig“

Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Ástríðufullur, metnaðarfullur og markmiðadrifinn.

Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Sjálfsöruggur, áreiðanlegur og fullkomnunarsinni.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? 

Ég get farið í handahlaup og splitt eftir nokkur tekílaskot.

Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Panda - þar sem ég er bæði rólegur og sætur.

Ertu A eða B týpa? A-týpa

Hvernig viltu eggin þín? Ekki of hrá og ekki of soðin, steikt á báðum hliðum.

Hvernig viltu kaffið þitt? Alveg eins og ég sjálfur– dökkt, beiskt og of heitt fyrir þig. En að öllu gríni slepptu þá bara með mjólk og smá sykri.

Guilty pleasure kvikmynd? Sex Life á Netflix.

Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Nei ég syng ekki mikið.

Hvaða bók lastu síðast? The Subtle Art of Not Giving a F*ck eftir Mark Manson

Syngur þú í sturtu? Það fer eftir því hvernig skapi ég er í.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vera heima að gera ekki neitt. 

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ég elska að vera með vinum mínum, versla og ferðast. 

Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Kylie Jenner, Kendall Jenner og BLACKPINK.

Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Captain America, algjör daddy!

Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmorískur, mannblendinn og kurteis.

En óheillandi? Ruddalegur, hrokafullur og með lélegan stíl.

Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Petersen og Kjarval.

Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram og Snapchat.

Ertu á stefnumótaforritum?

Draumastefnumótið? Draumastefnumótið myndi fela í sér þyrluferð að glæsilegri penthouse-íbúð, þar sem einkakokkur myndi elda fyrir okkur, og nóttinni yrði eytt þar.

Hvað er ást? Ást er skilyrðislaus. Hún byrjar hjá sjálfum þér og hvetur þig til að vera besta útgáfan af sjálfum þér.

Ertu með einhvern bucket lista? Ég er með langan lista. En það sem er efst á lista um þessar mundir er fallhlífarstökk í Dubai, ferð til Tyrklands og flug með loftbelg.

Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Ég fór á stefnumót nýlega sem var frekar vandræðalegt – strákurinn var að prjóna armbönd þegar ég kom inn á kaffihúsið að hitta hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.