Lífið

Ætt­leiða tvö börn á sama ári

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Lítill drengur bættist í fjölskylduna í gær.
Lítill drengur bættist í fjölskylduna í gær.

Listahjónin María Birta Fox og Elli Egilsson Fox urðu í gær þriggja barna foreldrar þegar lítill drengur bættist í fjölskylduna. María greindi frá gleðitíðindunum á Instagram.

Í maí bættist litla stúlkan Naja einnig við fjölskylduna en fyrir áttu þau dótturina Ignaciu sem verður fjögurra ára í september.

Sjá: Elli og María Birta eru stoltir fósturforeldrar í Las Vegas

„Við erum að sækja lítinn strák eftir tvær klukkustundir. Naja er spennt að verða stóra systir,“ skrifaði María á Instagram.

María Birta og Elli hafa síðustu fjögur ár tekið börn að sér í tímabundið fóstur, eftir að þau fluttu frá Los Angeles til Las Vegas í Bandaríkjunum. Þar búa þau nú ásamt börnunum þremur.

Í júní í fyrra ræddi Elli í fyrsta sinn opinberlega um foreldrahlutverkið í hlaðvarpsþættinum Tölum um hjá Gumma kíró.

„Við erum stolt fósturforeldrar og tökum að okkur börn sem vantar heimili – oftast í stuttan tíma,“ sagði Elli í þættinum.

Hann bætti við að Maríu hafi dreymt um að ættleiða og hjálpa börnum frá því hún sjálf var barn.

„Í Las Vegas kynntist hún yfirmanni sínum sem vissi allt um ættleiðingarkerfið. Þetta er eitthvað sem maður heyrir ekki mikið um sérstaklega ekki á Íslandi. Það er svo mikið af börnum sem vantar hjálp. Við erum með opið heimili fyrir börn, sérstaklega lítil börn,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

María Birta og Elli tóku upp nýtt eftirnafn

Listahjónin María Birta og Elli Egilsson ákvaðu að taka upp nýtt eftirnafn eftir að þau fengu bandarískan ríkisborgararétt og bera nú nafnið Fox. Ástæðan var til að tengja fjölskylduna saman, en hjónin og dóttir þeirra Ingacia báru öll sitt hvort eftirnafnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.