Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. september 2025 15:02 Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands. Vísir/epa Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni. Foreldrar sextán ára drengs frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn gervigreindarrisanum Open AI sem á og rekur gervigreindar mállíkanið ChatGPT. Gervigreindin á að hafa hvatt drenginn til að svipta sig lífi og boðist til þess að skrifa fyrir hann sjálfsvígsbréf að sögn foreldranna. Samkvæmt stefnu á forritið að hafa þakkað drengnum fyrir þegar hann viðraði hugsanir sínar um sjálfsvíg og sagst ekki munu líta undan. Sama dag kom móðir drengsins að honum látnum. Borið hefur á því að fólk hafi nýtt gervigreind til sálfræðiþjónustu hér á landi og jafnvel verið hvatt til þess. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður sálfræðingafélags Íslands, segir það geta verið óheppilegt að leita til gervigreindar eftir sálfræðiþjónustu þar sem hún segir þér gjarnan það sem þú villt heyra frekar en það sem þú þarft að heyra. „Það sem við vitum er að þetta hefur verið ráðlagt á svona hópum á Facebook. Þar er fólk að deila reynslu sinni og segjast fá ágætisráð frá spjallmennum. Rannsakandi við Stanford sem setti upp, ef ég man rétt var það fjórtán ára unglingur, sem að hann bjó til og fór svo að tala sem slíkur við Chat GPT og út úr því kemur þetta vandamál að mállíkanið tekur undir til þess að halda samtalinu áfram. Það kemur ekki með ögrandi innskot eins og meðferðaraðili myndi gera.“ Forritin séu gerð til að halda notendum í samskiptum frekar en að raunverulega hjálpa með sérhæfðum ráðum. Gervigreindin greini ekki á milli staðreynda og falskra gagna á netinu. Hana skorti næmni og lesi iðulega ekki á milli línanna. „Þetta er hluti af einni af þessum rannsóknum. Hann segir, ég missti vinnuna. Býr þannig til dæmi og spyr síðan um háar brýr í borginni og fær lista yfir þrjár hæstu. Það er þetta innsæisleysi sem er vandinn. Það er tekið undir hugmyndir þeirra. Það er tekið undir góðar hugmyndir en það er líka tekið undir ranghugmyndir. Þá virðist fólk leiðast jafnvel mjög langt niður einhverjar blindgötur.“ Gervigreind Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Foreldrar sextán ára drengs frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn gervigreindarrisanum Open AI sem á og rekur gervigreindar mállíkanið ChatGPT. Gervigreindin á að hafa hvatt drenginn til að svipta sig lífi og boðist til þess að skrifa fyrir hann sjálfsvígsbréf að sögn foreldranna. Samkvæmt stefnu á forritið að hafa þakkað drengnum fyrir þegar hann viðraði hugsanir sínar um sjálfsvíg og sagst ekki munu líta undan. Sama dag kom móðir drengsins að honum látnum. Borið hefur á því að fólk hafi nýtt gervigreind til sálfræðiþjónustu hér á landi og jafnvel verið hvatt til þess. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður sálfræðingafélags Íslands, segir það geta verið óheppilegt að leita til gervigreindar eftir sálfræðiþjónustu þar sem hún segir þér gjarnan það sem þú villt heyra frekar en það sem þú þarft að heyra. „Það sem við vitum er að þetta hefur verið ráðlagt á svona hópum á Facebook. Þar er fólk að deila reynslu sinni og segjast fá ágætisráð frá spjallmennum. Rannsakandi við Stanford sem setti upp, ef ég man rétt var það fjórtán ára unglingur, sem að hann bjó til og fór svo að tala sem slíkur við Chat GPT og út úr því kemur þetta vandamál að mállíkanið tekur undir til þess að halda samtalinu áfram. Það kemur ekki með ögrandi innskot eins og meðferðaraðili myndi gera.“ Forritin séu gerð til að halda notendum í samskiptum frekar en að raunverulega hjálpa með sérhæfðum ráðum. Gervigreindin greini ekki á milli staðreynda og falskra gagna á netinu. Hana skorti næmni og lesi iðulega ekki á milli línanna. „Þetta er hluti af einni af þessum rannsóknum. Hann segir, ég missti vinnuna. Býr þannig til dæmi og spyr síðan um háar brýr í borginni og fær lista yfir þrjár hæstu. Það er þetta innsæisleysi sem er vandinn. Það er tekið undir hugmyndir þeirra. Það er tekið undir góðar hugmyndir en það er líka tekið undir ranghugmyndir. Þá virðist fólk leiðast jafnvel mjög langt niður einhverjar blindgötur.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Gervigreind Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira