Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2025 14:45 FH og Víkingur unnu örugga sigra í gærkvöldi. vísir Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gærkvöldi, FH vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í Kaplakrika og Víkingur sótti 5-1 sigur gegn Tindastóli á Sauðarkróki. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan. FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti, jafnt Þrótti og fimm stigum frá Breiðabliki. Thelma Lóa Hermannsdóttir náði forystunni fyrir FH með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH og Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Bergdís Sveinsdóttir átti skalla í stöngina og fylgdi eigin skalla eftir í netið. Bergdís lagði svo annað mark Víkings upp, rétt fyrir hálfleik, þegar hún lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem kláraði frábærlega í fjærhornið. Tindastóll byrjaði seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir stal boltanum á vallarhelmingi Víkings, keyrði í gegnum vörnina og setti skot í stöngina inn. Tindastóll komst síðan nálægt því að jafna en tókst það ekki og Víkingur refsaði. Linda Líf Boama skoraði þriðja markið og lagði svo fjórða markið upp fyrir Shainu Ashouri. Seinasti naglinn í kistu Tindastóls var negldur á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið. Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Sjá meira
FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti, jafnt Þrótti og fimm stigum frá Breiðabliki. Thelma Lóa Hermannsdóttir náði forystunni fyrir FH með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH og Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Bergdís Sveinsdóttir átti skalla í stöngina og fylgdi eigin skalla eftir í netið. Bergdís lagði svo annað mark Víkings upp, rétt fyrir hálfleik, þegar hún lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem kláraði frábærlega í fjærhornið. Tindastóll byrjaði seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir stal boltanum á vallarhelmingi Víkings, keyrði í gegnum vörnina og setti skot í stöngina inn. Tindastóll komst síðan nálægt því að jafna en tókst það ekki og Víkingur refsaði. Linda Líf Boama skoraði þriðja markið og lagði svo fjórða markið upp fyrir Shainu Ashouri. Seinasti naglinn í kistu Tindastóls var negldur á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið.
Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Sjá meira