Handbolti

Valur meistari meistaranna

Siggeir Ævarsson skrifar
Hafdís Renötudóttir var frábær í markinu í dag (þó þessi mynd sé vissulega úr síðasta einvígi þessara liða)
Hafdís Renötudóttir var frábær í markinu í dag (þó þessi mynd sé vissulega úr síðasta einvígi þessara liða) Vísir/Pawel

Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Hauka mættust í dag í meistarakeppni HSÍ þar sem Íslandsmeistarar fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi 22-15.

Varnarleikur Vals var til fyrirmyndar í dag og Hafdís Renötudóttir tók sig svo til og lokaði markinu fyrir aftan vörnina en hún varði 20 skot í dag. Sóknarmenn Hauka náðu sér aldrei á strik enda skoraði liðið ekki nema 15 mörk alls.

Aðeins munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik en Íslandsmeistararnir settu í gír í seinni og tryggðu sér sigurinn nokkuð örugglega. Bikar á loft hjá Valskonu í dag, alveg eins og þegar liðið mætti Haukum síðast, þá í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Lovísa Thompson og Elísa Elíasdóttir skoruðu báðar fimm mörk fyrir Val en Rut Jónsdóttir og Embla Steindórsdóttir voru markahæstar í liði Hauka með þrjú mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×