„Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 08:48 Friðrika Ragna Magnúsdóttir er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. @fridrika.ragna Íslenska landsliðskonan Friðrika Ragna Magnúsdóttir er á leiðinni vestur um haf til að spila íshokkí í Kanada. Friðrika Ragna mun spila með skólaliði Ste-Cécile Stallion í borginni Windsor sem er vissulega í Ontario fylki í Kanda en hinum megin við ánna á móti Detroit.. Friðrika Ragna er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. Lengi með þetta markmið Skautafélag Reykjavikur sagði frá ævintýri Friðriku á miðlum sínum og þar má fræðast meira um hvað bíður hennar í vetur. „Ég hef lengi verið með það markmið að fara erlendis eftir grunnskóla til að spila íshokkí og fara í framhaldsskóla,“ sagði Friðrika Ragna. Góð frammistaða hennar á U18 heimsmeistaramótinu í Tyrklandi í janúar þýddu að Kim McCullough landsliðsþjálfari fór að tala um tækifæri í boði í Kanada. „Við fjölskyldan fórum að skoða þá möguleika í samráði við landsliðsþjálfarann. Hún þekkir vel til kvennaíshokkís í Kanada og hefur þjálfað mig í tvö ár svo það var mikils virði að fá hennar aðstoð við að finna lið við hæfi,“ sagði Friðrika. Vildi fara í góðan skóla „Þegar ég var að skoða íshokkílið þá lagði ég líka mikla áherslu á að ég hefði aðgang að góðum skóla. Ég var ekki bara að horfa til þessa að hokkíið væri gott heldur þurfti skólinn að vera góður líka. Þessi skóli útskrifar nemendur úr framhaldsskóla sem hafa fengið góða styrki til náms víða um heim. Langtíma markmið mitt er einmitt að reyna að komast á íshokkístyrk í háskóla í Kanada eða Bandaríkjunum,“ sagði Friðrika. „Ég er að fara út til að reyna að bæta mig sem leikmann, verða hraðari og öðlast betri leikskilning. Ég hlakka til að kynnast því hvernig hokkí er spilað í Kanada og Ameríku. Hér eru fleiri tækifæri til að bæta sig, aðbúnaðurinn er góður og samkeppnin um stöður er meiri, sem er frábært,“ sagði Friðrika. Lærir eitthvað nýtt á hverjum degi „Það er stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára. Það er ein vika síðan ég kom og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi! Bæði inn á svellinu og einnig utan þess. Skólinn er krefjandi svo ég þarf að skipuleggja tíma minn mjög vel til að ná að sinna öllu vel, bæði skólanum og hokkíinu,“ sagði Friðrika en það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by SR Íshokkí (@srishokki) Íshokkí Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Sjá meira
Friðrika Ragna mun spila með skólaliði Ste-Cécile Stallion í borginni Windsor sem er vissulega í Ontario fylki í Kanda en hinum megin við ánna á móti Detroit.. Friðrika Ragna er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. Lengi með þetta markmið Skautafélag Reykjavikur sagði frá ævintýri Friðriku á miðlum sínum og þar má fræðast meira um hvað bíður hennar í vetur. „Ég hef lengi verið með það markmið að fara erlendis eftir grunnskóla til að spila íshokkí og fara í framhaldsskóla,“ sagði Friðrika Ragna. Góð frammistaða hennar á U18 heimsmeistaramótinu í Tyrklandi í janúar þýddu að Kim McCullough landsliðsþjálfari fór að tala um tækifæri í boði í Kanada. „Við fjölskyldan fórum að skoða þá möguleika í samráði við landsliðsþjálfarann. Hún þekkir vel til kvennaíshokkís í Kanada og hefur þjálfað mig í tvö ár svo það var mikils virði að fá hennar aðstoð við að finna lið við hæfi,“ sagði Friðrika. Vildi fara í góðan skóla „Þegar ég var að skoða íshokkílið þá lagði ég líka mikla áherslu á að ég hefði aðgang að góðum skóla. Ég var ekki bara að horfa til þessa að hokkíið væri gott heldur þurfti skólinn að vera góður líka. Þessi skóli útskrifar nemendur úr framhaldsskóla sem hafa fengið góða styrki til náms víða um heim. Langtíma markmið mitt er einmitt að reyna að komast á íshokkístyrk í háskóla í Kanada eða Bandaríkjunum,“ sagði Friðrika. „Ég er að fara út til að reyna að bæta mig sem leikmann, verða hraðari og öðlast betri leikskilning. Ég hlakka til að kynnast því hvernig hokkí er spilað í Kanada og Ameríku. Hér eru fleiri tækifæri til að bæta sig, aðbúnaðurinn er góður og samkeppnin um stöður er meiri, sem er frábært,“ sagði Friðrika. Lærir eitthvað nýtt á hverjum degi „Það er stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára. Það er ein vika síðan ég kom og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi! Bæði inn á svellinu og einnig utan þess. Skólinn er krefjandi svo ég þarf að skipuleggja tíma minn mjög vel til að ná að sinna öllu vel, bæði skólanum og hokkíinu,“ sagði Friðrika en það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by SR Íshokkí (@srishokki)
Íshokkí Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Sjá meira