Andri Lucas flytur til Englands Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. ágúst 2025 10:08 Andri Lucas skrifaði undir þriggja ára samning. blackburn rovers Íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er orðinn leikmaður Blackburn Rovers á Englandi. Hann kemur til félagsins frá KAA Gent í Belgíu og skrifar undir þriggja ára samning. Andri er 23 ára gamall framherji sem sló í gegn hjá Lyngby á þarsíðasta tímabili þegar hann skoraði 15 mörk í 33 leikjum fyrir danska félagið. Hann var síðan keyptur til KAA Gent, þar sem hann skoraði 5 mörk í 46 leikjum á síðasta tímabili. Talið er að Blackburn Rovers hafi borgað um tvær milljónir evra fyrir Andra og hann undirritaði þriggja ára samning, með möguleika á eins árs framlengingu. 🇮🇸 The Iceman cometh ✍️@AndriLucasG | #Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/QMeRcgwZnJ— Blackburn Rovers (@Rovers) August 31, 2025 Blackburn Rovers enduðu í sjöunda sæti ensku Championship deildarinnar í fyrra og misstu af úrslitakeppninni með aðeins tveggja stiga mismun. Liðið stefnir aftur á úrslitakeppnina en hefur ekki farið vel af stað á þessu tímabili og aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjunum. Áður en Andri fer á fullt með nýjum liðsfélögum sínum í Championship deildinni ferðast hann hingað til lands í landsliðsverkefni, fyrstu tvo leikina í undankeppni HM gegn Aserbaísjan heima og Frakklandi ytra. Andri spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2021 og hefur síðan skorað 9 mörk í 34 landsleikjum. Hann hefur áður spilað í íslensku treyjunni með eldri bróður sínum, Sveini Aroni, og gæti í næstu leikjum spilað með yngri bróður sínum, Daníel Guðjohnsen, sem er nýliði í hópnum sem hittist eftir helgi. Þeir eru synir fyrrum landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen. 🗣️ "𝘼𝙨 𝙨𝙤𝙤𝙣 𝙖𝙨 𝙩𝙝𝙚 𝙞𝙣𝙩𝙚𝙧𝙚𝙨𝙩 𝙘𝙖𝙢𝙚, 𝙞𝙩 𝙬𝙖𝙨 𝙖𝙡𝙬𝙖𝙮𝙨 𝙘𝙡𝙚𝙖𝙧 𝙩𝙤 𝙢𝙚 𝙬𝙝𝙚𝙧𝙚 𝙄 𝙬𝙖𝙣𝙩𝙚𝙙 𝙩𝙤 𝙚𝙣𝙙 𝙪𝙥"🇮🇸 Andri Gudjohnsen's first interview as a Rover.@AndriLucasG | #Rovers 🔵⚪️— Blackburn Rovers (@Rovers) August 31, 2025 Andri verður annar Íslendingurinn til að spila með Blackburn Rovers á Englandi. Arnór Sigurðsson var leikmaður liðsins frá 2023 og þangað til fyrr á þessu ári, en var síðan bolað burt. Hann vandaði fyrrum félagi sínu og nýja félagi Andra ekki kveðjurnar þegar hann skipti til Malmö. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Andri er 23 ára gamall framherji sem sló í gegn hjá Lyngby á þarsíðasta tímabili þegar hann skoraði 15 mörk í 33 leikjum fyrir danska félagið. Hann var síðan keyptur til KAA Gent, þar sem hann skoraði 5 mörk í 46 leikjum á síðasta tímabili. Talið er að Blackburn Rovers hafi borgað um tvær milljónir evra fyrir Andra og hann undirritaði þriggja ára samning, með möguleika á eins árs framlengingu. 🇮🇸 The Iceman cometh ✍️@AndriLucasG | #Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/QMeRcgwZnJ— Blackburn Rovers (@Rovers) August 31, 2025 Blackburn Rovers enduðu í sjöunda sæti ensku Championship deildarinnar í fyrra og misstu af úrslitakeppninni með aðeins tveggja stiga mismun. Liðið stefnir aftur á úrslitakeppnina en hefur ekki farið vel af stað á þessu tímabili og aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjunum. Áður en Andri fer á fullt með nýjum liðsfélögum sínum í Championship deildinni ferðast hann hingað til lands í landsliðsverkefni, fyrstu tvo leikina í undankeppni HM gegn Aserbaísjan heima og Frakklandi ytra. Andri spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2021 og hefur síðan skorað 9 mörk í 34 landsleikjum. Hann hefur áður spilað í íslensku treyjunni með eldri bróður sínum, Sveini Aroni, og gæti í næstu leikjum spilað með yngri bróður sínum, Daníel Guðjohnsen, sem er nýliði í hópnum sem hittist eftir helgi. Þeir eru synir fyrrum landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen. 🗣️ "𝘼𝙨 𝙨𝙤𝙤𝙣 𝙖𝙨 𝙩𝙝𝙚 𝙞𝙣𝙩𝙚𝙧𝙚𝙨𝙩 𝙘𝙖𝙢𝙚, 𝙞𝙩 𝙬𝙖𝙨 𝙖𝙡𝙬𝙖𝙮𝙨 𝙘𝙡𝙚𝙖𝙧 𝙩𝙤 𝙢𝙚 𝙬𝙝𝙚𝙧𝙚 𝙄 𝙬𝙖𝙣𝙩𝙚𝙙 𝙩𝙤 𝙚𝙣𝙙 𝙪𝙥"🇮🇸 Andri Gudjohnsen's first interview as a Rover.@AndriLucasG | #Rovers 🔵⚪️— Blackburn Rovers (@Rovers) August 31, 2025 Andri verður annar Íslendingurinn til að spila með Blackburn Rovers á Englandi. Arnór Sigurðsson var leikmaður liðsins frá 2023 og þangað til fyrr á þessu ári, en var síðan bolað burt. Hann vandaði fyrrum félagi sínu og nýja félagi Andra ekki kveðjurnar þegar hann skipti til Malmö.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira