Lífið

Hug­rún kveður Reykja­vík síð­degis

Atli Ísleifsson skrifar
Hugrún Halldórsdóttir.
Hugrún Halldórsdóttir. Vísir/Vilhelm

Hugrún Halldórsdóttir útvarpskona er hætt störfum hjá Bylgjunni þar sem hún hefur verið í hópi umsjónarmanna þáttarins Reykjavík síðdegis.

Hugrún greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í dag, meðal annars með orðunum: „Verið hress, ekkert stress, bless bless.“

Hugrún segir að sér hafi alltaf fundist 1. september táknrænn fyrir kaflaskil og þykir henni því tilvalið að segja frá því að nýr kafli sé að hefjast í „þessari bók lífs míns (uppástungur að titli óskast)“.

„Eftir rúm tvö ár í Reykjavík síðdegis kveð ég Bylgjuna Þakklát fyrir einstakt samstarfsfólk, hlustendur og allt sem viðmælendur gáfu af sér í þeim mörg þúsund viðtölum sem fæddust á þessum tíma.

Ég hlakka til að fylla komandi tíma með nýjum litum, fólki og verkefnum. Fyrst á dagskrá er þó síðbúið sumarfrí í september. Þaaaaar á meðal ferð til Madridar þar hjartahleðslustöðin mín er staðsett,“ segir í færslu Hugrúnar. 

Umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vetur verða þeir Kristófer Helgason, Páll Sævar Guðjónsson og Auðun Georg Ólafsson. 

Vísir er í eigu Sýnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.