Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 12:30 Eiríkur og Hulda fara yfir sögu Julians Assange í Skuggavaldinu frá stóra leka Wikileaks árið 2010 og þar til hann varð frjáls maður 2024. EPA/Getty Eftir sjö ár Julians Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvadors í Lundúnum var hann fluttur árið 2019 í Belmarsh-fangelsið sem venjulega hýsir hættulegustu ofbeldismenn Bretlands. Þar sat Assange í fimm ár meðan Bandaríkin reyndu á bak við tjöldin að fá hann framseldan. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins rekja Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann sögu Julian Assange og WikiLeaks frá sögulegum lekum Wikileaks árið 2010 til lausnar hans árið 2024. Fyrir tilstuðlan Chelsea Manning hafði Wikileaks birt skjöl árið 2010 sem afhjúpuðu stríðsglæpi og leyndarmál Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Síðar komu minnisblöð og samskipti bandarískra diplómata í ljós sem leiddu til vandræðagangs og diplómatískra krísa. Lekarnir gerðu Assange að táknmynd frjálsra upplýsinga en jafnframt að skotmarki stórveldanna. Flúði í sendiráð Ekvadors og kynntist þar Stellu Vendipunktur varð þegar Assange var sakaður um kynferðisbrot í Svíþjóð. Málið dróst á langinn og lauk án ákæru, en ýtti undir vangaveltur um hvort ásakanirnar væru réttmætar eða hluti af stærri aðför gegn honum. Svíar kröfðust framsals, en Assange treysti því ekki og var sannfærður um að það myndi leiða til framsals til Bandaríkjanna. Hann flúði því í sendiráð Ekvadors og sat þar fastur í sjö ár undir stöðugu eftirliti, á meðan stjórnvöld og réttarkerfi deildu um örlög hans. Stofufangelsið var þó ekki samfellt volæði, þar kynntist hann mannréttindalögfræðingnum Stellu sem síðar varð eiginkona hans. Þau eignuðust tvö börn árin 2017 og 2019 en Stella hélt faðerni þeirra leyndu fram til ársins 2020. Fórnarlamb kerfisbundinnar aðfarar eða Íkarus anarkistanna? Við handtökuna í London 2019 lögðu bandarísk yfirvöld fram ákæru á hendur Assange. Upphaflega var hún fyrir samsæri um tölvuinnbrot, en innan mánaðar bættust við sautján ákæruatriði undir hinum umdeildu njósnalögum. Í versta falli hefði Assange getað átt yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm. Mannréttindasamtök víða um heim fordæmdu málið sem árás á blaðamennsku og Nils Melzer, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, kallaði málsmeðferðina „fáránlega“ því um væri að ræða rannsókn sem hefði staðið í nær áratug án formlegrar ákæru. Sjá einnig: Assange sagður játa sök til að ganga laus Málinu lauk á endanum ekki með dómi. Í júní 2024, eftir tólf ár í stofufangelsi og fangelsi, lét bandaríska réttarkerfið undan alþjóðlegum þrýstingi, einkum frá Ástralíu, og Assange var leystur úr haldi og fluttur til eyjunnar Saipan á Kyrrahafi. Þar játaði hann eitt brot gegn njósnalögunum í skiptum fyrir að teljast hafa þegar setið af sér refsingu sína. Hann var í kjölfarið sendur heim til Ástralíu. Út frá sögu og örlögum Assange hafa spunnist miklar umræður um það hvort hann sé fórnarlamb kerfisbundinnar aðfarar stórvelda að uppljóstrara eða stjórnlaus anarkisti sem flaug of nálægt sólinni. Í næstu tveimur þáttum Skuggavaldsins verður sagan rakin enn frekar í ítarlegu viðtali við Kristinn Hrafnsson, ritstjóra WikiLeaks, sem hefur fylgt málinu frá upphafi og er einn nánasti samstarfsmaður Assange um margra ára skeið. Skuggavaldið Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Á hráslagalegum vetri árið 2009 í djúpri efnahagskreppu varð Reykjavík óvæntur vettvangur einnar umtöluðustu uppljóstrunar 21. aldar. 18. ágúst 2025 12:53 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins rekja Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann sögu Julian Assange og WikiLeaks frá sögulegum lekum Wikileaks árið 2010 til lausnar hans árið 2024. Fyrir tilstuðlan Chelsea Manning hafði Wikileaks birt skjöl árið 2010 sem afhjúpuðu stríðsglæpi og leyndarmál Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Síðar komu minnisblöð og samskipti bandarískra diplómata í ljós sem leiddu til vandræðagangs og diplómatískra krísa. Lekarnir gerðu Assange að táknmynd frjálsra upplýsinga en jafnframt að skotmarki stórveldanna. Flúði í sendiráð Ekvadors og kynntist þar Stellu Vendipunktur varð þegar Assange var sakaður um kynferðisbrot í Svíþjóð. Málið dróst á langinn og lauk án ákæru, en ýtti undir vangaveltur um hvort ásakanirnar væru réttmætar eða hluti af stærri aðför gegn honum. Svíar kröfðust framsals, en Assange treysti því ekki og var sannfærður um að það myndi leiða til framsals til Bandaríkjanna. Hann flúði því í sendiráð Ekvadors og sat þar fastur í sjö ár undir stöðugu eftirliti, á meðan stjórnvöld og réttarkerfi deildu um örlög hans. Stofufangelsið var þó ekki samfellt volæði, þar kynntist hann mannréttindalögfræðingnum Stellu sem síðar varð eiginkona hans. Þau eignuðust tvö börn árin 2017 og 2019 en Stella hélt faðerni þeirra leyndu fram til ársins 2020. Fórnarlamb kerfisbundinnar aðfarar eða Íkarus anarkistanna? Við handtökuna í London 2019 lögðu bandarísk yfirvöld fram ákæru á hendur Assange. Upphaflega var hún fyrir samsæri um tölvuinnbrot, en innan mánaðar bættust við sautján ákæruatriði undir hinum umdeildu njósnalögum. Í versta falli hefði Assange getað átt yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm. Mannréttindasamtök víða um heim fordæmdu málið sem árás á blaðamennsku og Nils Melzer, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, kallaði málsmeðferðina „fáránlega“ því um væri að ræða rannsókn sem hefði staðið í nær áratug án formlegrar ákæru. Sjá einnig: Assange sagður játa sök til að ganga laus Málinu lauk á endanum ekki með dómi. Í júní 2024, eftir tólf ár í stofufangelsi og fangelsi, lét bandaríska réttarkerfið undan alþjóðlegum þrýstingi, einkum frá Ástralíu, og Assange var leystur úr haldi og fluttur til eyjunnar Saipan á Kyrrahafi. Þar játaði hann eitt brot gegn njósnalögunum í skiptum fyrir að teljast hafa þegar setið af sér refsingu sína. Hann var í kjölfarið sendur heim til Ástralíu. Út frá sögu og örlögum Assange hafa spunnist miklar umræður um það hvort hann sé fórnarlamb kerfisbundinnar aðfarar stórvelda að uppljóstrara eða stjórnlaus anarkisti sem flaug of nálægt sólinni. Í næstu tveimur þáttum Skuggavaldsins verður sagan rakin enn frekar í ítarlegu viðtali við Kristinn Hrafnsson, ritstjóra WikiLeaks, sem hefur fylgt málinu frá upphafi og er einn nánasti samstarfsmaður Assange um margra ára skeið.
Skuggavaldið Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Á hráslagalegum vetri árið 2009 í djúpri efnahagskreppu varð Reykjavík óvæntur vettvangur einnar umtöluðustu uppljóstrunar 21. aldar. 18. ágúst 2025 12:53 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Á hráslagalegum vetri árið 2009 í djúpri efnahagskreppu varð Reykjavík óvæntur vettvangur einnar umtöluðustu uppljóstrunar 21. aldar. 18. ágúst 2025 12:53