Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. september 2025 14:54 Halla Benediktsdóttir fór á fund Friðriks X Danakonungs í morgun. Samsett/Facebook/AP Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn, heimsótti Friðrik X Danakonung í dag og færði honum þakkir fyrir orðuna sem kóngur sæmdi hana í tilefni af heimsókn hans og íslensku forsetahjónanna í Jónshús fyrra. Í dag eru jafnframt tíu ár síðan Halla tók við starfinu í Jónshúsi en á fundi hennar með konungi í dag bað hann fyrir kveðju til Íslendinga. Frá þessum tímamótum er greint á Facebook-síðu Jónshúss í dag. Sjá einnig: Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús „Í dag eru 10 ár síðan ég, Halla Benediktsdóttir, tók við starfinu sem umsjónarmaður Jónshúss. Tíminn hefur verið viðburðarríkur og mjög margt áhugavert og skemmtilegt gerst,“ segir í færslunni. „Dagurinn í dag var engin undantekning, en hann hófst með heimsókn minni til kóngsins, Friðriks tíunda, þar sem ég þakkaði honum fyrir að veita mér Dannebrogsorðuna síðastliðið haust, í tengslum við heimsókn íslensku forsetahjónanna og dönsku konungshjónanna í Jónshús,“ segir ennfremur í færslunni. Fréttastofa fylgdist náið með heimsókninni á sínum tíma en Friðrik X heimsótti Jónshús ásamt Maríu drottningu eiginkonu sinni í október í fyrra, fyrstur danskra þjóðhöfðingja, til að heimsækja menningarmiðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn í Jónshúsi. Heimsókn forsetahjónanna Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar til Danmerkur var jafnframt fyrsta opinbera heimsóknin þar sem Friðrik X var í hlutverki gestgjafa eftir að hann tók við krúnunni af Margréti móður sinni Danadrottningu í janúar 2024. „Við spjölluðum stuttlega saman um heimsóknina og sagði hann að hún hefði verið lærdómsrík. Hann bað síðan fyrir kærri kveðju til notenda Jónshúss og annarra Íslendinga og er henni hér með komið á framfæri,“ skrifar Halla í færslu Jónshúss sem birt er ásamt mynd frá Kristjánsborgarhöll í morgun. Facebook Kóngafólk Danmörk Íslendingar erlendis Friðrik X Danakonungur Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Frá þessum tímamótum er greint á Facebook-síðu Jónshúss í dag. Sjá einnig: Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús „Í dag eru 10 ár síðan ég, Halla Benediktsdóttir, tók við starfinu sem umsjónarmaður Jónshúss. Tíminn hefur verið viðburðarríkur og mjög margt áhugavert og skemmtilegt gerst,“ segir í færslunni. „Dagurinn í dag var engin undantekning, en hann hófst með heimsókn minni til kóngsins, Friðriks tíunda, þar sem ég þakkaði honum fyrir að veita mér Dannebrogsorðuna síðastliðið haust, í tengslum við heimsókn íslensku forsetahjónanna og dönsku konungshjónanna í Jónshús,“ segir ennfremur í færslunni. Fréttastofa fylgdist náið með heimsókninni á sínum tíma en Friðrik X heimsótti Jónshús ásamt Maríu drottningu eiginkonu sinni í október í fyrra, fyrstur danskra þjóðhöfðingja, til að heimsækja menningarmiðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn í Jónshúsi. Heimsókn forsetahjónanna Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar til Danmerkur var jafnframt fyrsta opinbera heimsóknin þar sem Friðrik X var í hlutverki gestgjafa eftir að hann tók við krúnunni af Margréti móður sinni Danadrottningu í janúar 2024. „Við spjölluðum stuttlega saman um heimsóknina og sagði hann að hún hefði verið lærdómsrík. Hann bað síðan fyrir kærri kveðju til notenda Jónshúss og annarra Íslendinga og er henni hér með komið á framfæri,“ skrifar Halla í færslu Jónshúss sem birt er ásamt mynd frá Kristjánsborgarhöll í morgun. Facebook
Kóngafólk Danmörk Íslendingar erlendis Friðrik X Danakonungur Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira