Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 10:31 Alexander Ceferin og Þorvaldur Örlygsson fóru yfir málin í síðustu viku. KSÍ Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), segir Ísland stórkostlegt land og hrósar Knattspyrnusambandi Íslands fyrir þær breytingar sem hafa verið gerðar á Laugardalsvelli. Hann segir hins vegar bráðnauðsynlegt að bæta búningaaðstöðu leikvangsins og fleira sem fyrst. Þetta kemur fram í grein á vef UEFA um fund Ceferin og Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, en þeir ræddu saman í Mónakó í síðustu viku þegar verið var að draga í Evrópukeppnum félagsliða. Er þar tekið sérstaklega fram hve traust og gott sambandið sé þeirra á milli. Miklar breytingar voru gerðar á vellinum sjálfum á Laugardalsvelli í vetur og í júní lék A-landslið kvenna þar vígsluleik gegn Frakklandi, á nýja grasinu sem er blanda af venjulegu grasi og gervigrasi. Hlaupabrautin er horfin, völlurinn hefur verið færður nær stærri stúkunni og hiti lagður undir hann. A-landslið karla spilar svo í fyrsta sinn á nýja vellinum á föstudagskvöld, gegn Aserbaídsjan, þegar undankeppni HM 2026 hefst. Eins og fyrr segir fagnar Ceferin því að nú sé hægt að spila alþjóðlega keppnisleiki mun stærri hluta ársins en áður á Íslandi. „Fótboltinn hefur fest sig rækilega í sessi sem aðalíþrótt Íslendinga, uppspretta þjóðarstolts og frábær sendiherra þessa stórkostlega lands. Þetta verkefni endurspeglar framtíðarsýn, ákveðni og seiglu Íslendinga og leggur góðan grunn fyrir áframhaldandi vöxt fótboltans í landinu,“ er haft eftir Ceferin á vef UEFA. Klefarnir nefndir sérstaklega En þó að nýi völlurinn breyti miklu og Ceferin fagni breytingunum þá eru þeir Þorvaldur sammála um brýna nauðsyn þess að gera breytingar á þjóðarleikvangi Íslendinga. Eru búningsklefar liða þar nefndir sérstaklega enda lengi verið til skammar í alþjóðlegum samanburði. „Þegar fótboltinn blómstrar njóta allir góðs af því – allt frá ungmennum og minni svæðum til samfélagsins í heild. En fótboltinn getur ekki gert allt upp á eigin spýtur,“ sagði Ceferin og hélt áfram: „Áframhaldandi stuðningur frá sveitarfélögum og opinberum aðilum, sem og samstarfsaðilum, er nauðsynlegur til að tryggja bæði nútíð og framtíð leiksins. Og sumu af því sem upp á vantar, eins og keppnisaðstöðu á þjóðarleikvanginum, verður að taka á mjög hratt og örugglega.“ UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Sjá meira
Þetta kemur fram í grein á vef UEFA um fund Ceferin og Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, en þeir ræddu saman í Mónakó í síðustu viku þegar verið var að draga í Evrópukeppnum félagsliða. Er þar tekið sérstaklega fram hve traust og gott sambandið sé þeirra á milli. Miklar breytingar voru gerðar á vellinum sjálfum á Laugardalsvelli í vetur og í júní lék A-landslið kvenna þar vígsluleik gegn Frakklandi, á nýja grasinu sem er blanda af venjulegu grasi og gervigrasi. Hlaupabrautin er horfin, völlurinn hefur verið færður nær stærri stúkunni og hiti lagður undir hann. A-landslið karla spilar svo í fyrsta sinn á nýja vellinum á föstudagskvöld, gegn Aserbaídsjan, þegar undankeppni HM 2026 hefst. Eins og fyrr segir fagnar Ceferin því að nú sé hægt að spila alþjóðlega keppnisleiki mun stærri hluta ársins en áður á Íslandi. „Fótboltinn hefur fest sig rækilega í sessi sem aðalíþrótt Íslendinga, uppspretta þjóðarstolts og frábær sendiherra þessa stórkostlega lands. Þetta verkefni endurspeglar framtíðarsýn, ákveðni og seiglu Íslendinga og leggur góðan grunn fyrir áframhaldandi vöxt fótboltans í landinu,“ er haft eftir Ceferin á vef UEFA. Klefarnir nefndir sérstaklega En þó að nýi völlurinn breyti miklu og Ceferin fagni breytingunum þá eru þeir Þorvaldur sammála um brýna nauðsyn þess að gera breytingar á þjóðarleikvangi Íslendinga. Eru búningsklefar liða þar nefndir sérstaklega enda lengi verið til skammar í alþjóðlegum samanburði. „Þegar fótboltinn blómstrar njóta allir góðs af því – allt frá ungmennum og minni svæðum til samfélagsins í heild. En fótboltinn getur ekki gert allt upp á eigin spýtur,“ sagði Ceferin og hélt áfram: „Áframhaldandi stuðningur frá sveitarfélögum og opinberum aðilum, sem og samstarfsaðilum, er nauðsynlegur til að tryggja bæði nútíð og framtíð leiksins. Og sumu af því sem upp á vantar, eins og keppnisaðstöðu á þjóðarleikvanginum, verður að taka á mjög hratt og örugglega.“
UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn