Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. september 2025 13:26 Chloe Malle tekur við Vogue veldinu. Jamie McCarthy/Getty Images Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það. Nú er það loks orðið ljóst að hin 39 ára gamla Chloe Malle tekur við keflinu en hún er enginn nýgræðingur í tískuheiminum. Malle hefur unnið í tískublaðamennsku síðastliðin fjórtán ár og var meðal annars orðin ritstjóri vefsíðu Vogue og heldur utan um hlaðvarp tímaritsins sem ber heitið The Run Through. View this post on Instagram A post shared by Chloe Malle 🥐 (@chloemalle) Chloe Malle er nú skipaður ritstjóri blaðagreina eða „head of editorial content“. Wintour er þó ekki að fara langt þar sem hún mun enn vera Vogue innan handar sem alþjóðlegur tengill og efnis-stjóri (e. editorial director) Vogue. Að sögn miðla vestanhafs hefur Malle verið mjög vinsæl innan fyrirtækisins og staðið sig með mikilli prýði. Hún er dóttir franska leikstjórans Louis Malle og leikkonunnar Candice Bergen, sem lék einmitt ritstjóra Vogue í þáttaröðinni Beðmál í borginni eða Sex and The City. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í Instagram tilkynningunni frá Vogue er bein tilvísun í Önnu Wintour varðandi þessi nýju hlutskipti. „Tíska er listform sem fagnar breytingum en sumar breytingar standa manni nær en aðrar. Þegar það kom að því að ráða inn einhvern til að ritstýra bandaríska Vogue vissi ég að ég fengi bara eitt tækifæri til þess að fara rétt að. Ég er gríðarlega spennt að tilkynna að Chloe Malle verður næsti ritstjóri hér hjá okkur í Bandaríkjunum.“ Tíska og hönnun Bandaríkin Tímamót Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Nú er það loks orðið ljóst að hin 39 ára gamla Chloe Malle tekur við keflinu en hún er enginn nýgræðingur í tískuheiminum. Malle hefur unnið í tískublaðamennsku síðastliðin fjórtán ár og var meðal annars orðin ritstjóri vefsíðu Vogue og heldur utan um hlaðvarp tímaritsins sem ber heitið The Run Through. View this post on Instagram A post shared by Chloe Malle 🥐 (@chloemalle) Chloe Malle er nú skipaður ritstjóri blaðagreina eða „head of editorial content“. Wintour er þó ekki að fara langt þar sem hún mun enn vera Vogue innan handar sem alþjóðlegur tengill og efnis-stjóri (e. editorial director) Vogue. Að sögn miðla vestanhafs hefur Malle verið mjög vinsæl innan fyrirtækisins og staðið sig með mikilli prýði. Hún er dóttir franska leikstjórans Louis Malle og leikkonunnar Candice Bergen, sem lék einmitt ritstjóra Vogue í þáttaröðinni Beðmál í borginni eða Sex and The City. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í Instagram tilkynningunni frá Vogue er bein tilvísun í Önnu Wintour varðandi þessi nýju hlutskipti. „Tíska er listform sem fagnar breytingum en sumar breytingar standa manni nær en aðrar. Þegar það kom að því að ráða inn einhvern til að ritstýra bandaríska Vogue vissi ég að ég fengi bara eitt tækifæri til þess að fara rétt að. Ég er gríðarlega spennt að tilkynna að Chloe Malle verður næsti ritstjóri hér hjá okkur í Bandaríkjunum.“
Tíska og hönnun Bandaríkin Tímamót Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira