Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 23:12 Magnús segir að með aðild komi tækifæri til að móta reglur Evrópusambandsins. Aðsend og Vísir/EPA Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir enn nokkuð stóran hóp eiga eftir að gera upp hug sinn hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og það sé til því fullt tilefni til að ræða Evrópumálin. Hann fór yfir þau í Reykjavík síðdegis í dag. Í stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er fjallað um að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um það eigi síðar en árið 2027 hvort Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Evrópuhreyfingin eru frjáls félagasamtök fólks sem hefur áhuga á því að Ísland verði fullvalda Evrópuþjóð að sögn Magnúsar. Þannig geti Íslendingar orðið „alvöru þátttakendur“ í því verkefni að ráðfæra sig hvernig á að halda best á málunum í álfunni. Hann segir Evrópusambandið ekki eiga neina aðkomu að þessum félagasamtökum. Helsta áhersla samtakanna sé núna að hvetja þjóðina til að segja já í boðaðri atkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður. Magnús segir það misskilning að Evrópusambandið sé eitthvað apparat sem Íslendingar gefi eitthvað með aðild. Evrópusambandið sé samtök 27 fullvalda Evrópuríkja sem hafi sammælst um að deila fullveldi sínu innan samtakanna í ýmsu skyni, og þá sérstaklega til að búa til innri markað. Íslendingar hafi tekið þátt í honum, í gegnum EES-samninginn, frá árinu 1994. Vandamálið sé, að mati samtakanna, það að með því að vera ekki aðili að Evrópusambandinu hafi Ísland ekki aðkomu að því að móta þær reglur sem við þurfum þó að lúta. „Það er auðvitað það sem myndi gerast með aðild að Evrópusambandinu. Við yrðum auðvitað þátttakendur í þeim ákvörðunum sem eru teknar á innri markaði Evrópusambandinu,“ segir hann. Sex þingmenn af 720 Fram hefur komið í umræðu um aðild að vegna smæðar Íslands myndi Ísland aðeins fá um sex þingmenn á Evrópuþinginu af þeim 720 sem eru kjörnir. Magnús segir fjöldann þó ekki endilega aðalmálið. Þingmennirnir starfi allar innan flokka og áhrif þeirra á þinginu fari eftir því hversu duglegir þeir eru að vinna að sínum málefnum. Þingmennirnir myndu væntanlega einbeita sér að þeim málum sem snerti sérstaklega Ísland og yrðu áberandi í til dæmis umræðu um orku- eða fiskveiðimál eða jafnréttismál í stað þess að hella sér út í umræðu um járnbrautalestir. Hann segir Ísland eins fá aðgang að ráðherraráðinu og þar myndi íslenski ráðherrann vera einn af 28. Þar séu greidd atkvæði og atkvæðin telji í hlutfalli við mannfjölda. Þá myndi Ísland fá starfsmenn í allar stofnanir sambandsins og því líklegt að hundruð Íslendinga myndu taka við störfum hjá ýmsum stofnunum sambandsins yrði af aðild. Því geti fylgt mikill kostnaður en slíkri aðild fylgi alltaf kostnaður. Greiðir enginn í Evrópusambandinu lánið upp fjórum sinnum Magnús ræddi einnig vexti og gjaldmiðillinn í viðtalinu. Evrusvæðið sé með evrópskan seðlabanka og hann gefi út sína stýrivexti en ólíkir bankar séu með ólíka vexti. „Það er enginn húsnæðislán sem ég þekki til í Evrópusambandinu sem eru með ámóta vexti og við erum með hér á Íslandi. Það eru engir borgarar Evrópusambandsins sem taka lán í evrum sem eru að borga húsnæðið sitt upp fjórum sinnum yfir líftíma lánsins eins og við erum að gera hér.“ Hvað varðar verðlag segir Magnús allan gang á því hvað myndi gerast. Það sé erfitt að spá fyrir en að með fullum aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins sé líklegt að aðild myndi hafa áhrif á vöruverð á einhverjum flokkum. Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Félagasamtök Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. 14. maí 2025 09:27 Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. 8. apríl 2025 07:52 Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Alls eru 45 prósent hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58 prósent hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024. 9. janúar 2025 08:43 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er fjallað um að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um það eigi síðar en árið 2027 hvort Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Evrópuhreyfingin eru frjáls félagasamtök fólks sem hefur áhuga á því að Ísland verði fullvalda Evrópuþjóð að sögn Magnúsar. Þannig geti Íslendingar orðið „alvöru þátttakendur“ í því verkefni að ráðfæra sig hvernig á að halda best á málunum í álfunni. Hann segir Evrópusambandið ekki eiga neina aðkomu að þessum félagasamtökum. Helsta áhersla samtakanna sé núna að hvetja þjóðina til að segja já í boðaðri atkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður. Magnús segir það misskilning að Evrópusambandið sé eitthvað apparat sem Íslendingar gefi eitthvað með aðild. Evrópusambandið sé samtök 27 fullvalda Evrópuríkja sem hafi sammælst um að deila fullveldi sínu innan samtakanna í ýmsu skyni, og þá sérstaklega til að búa til innri markað. Íslendingar hafi tekið þátt í honum, í gegnum EES-samninginn, frá árinu 1994. Vandamálið sé, að mati samtakanna, það að með því að vera ekki aðili að Evrópusambandinu hafi Ísland ekki aðkomu að því að móta þær reglur sem við þurfum þó að lúta. „Það er auðvitað það sem myndi gerast með aðild að Evrópusambandinu. Við yrðum auðvitað þátttakendur í þeim ákvörðunum sem eru teknar á innri markaði Evrópusambandinu,“ segir hann. Sex þingmenn af 720 Fram hefur komið í umræðu um aðild að vegna smæðar Íslands myndi Ísland aðeins fá um sex þingmenn á Evrópuþinginu af þeim 720 sem eru kjörnir. Magnús segir fjöldann þó ekki endilega aðalmálið. Þingmennirnir starfi allar innan flokka og áhrif þeirra á þinginu fari eftir því hversu duglegir þeir eru að vinna að sínum málefnum. Þingmennirnir myndu væntanlega einbeita sér að þeim málum sem snerti sérstaklega Ísland og yrðu áberandi í til dæmis umræðu um orku- eða fiskveiðimál eða jafnréttismál í stað þess að hella sér út í umræðu um járnbrautalestir. Hann segir Ísland eins fá aðgang að ráðherraráðinu og þar myndi íslenski ráðherrann vera einn af 28. Þar séu greidd atkvæði og atkvæðin telji í hlutfalli við mannfjölda. Þá myndi Ísland fá starfsmenn í allar stofnanir sambandsins og því líklegt að hundruð Íslendinga myndu taka við störfum hjá ýmsum stofnunum sambandsins yrði af aðild. Því geti fylgt mikill kostnaður en slíkri aðild fylgi alltaf kostnaður. Greiðir enginn í Evrópusambandinu lánið upp fjórum sinnum Magnús ræddi einnig vexti og gjaldmiðillinn í viðtalinu. Evrusvæðið sé með evrópskan seðlabanka og hann gefi út sína stýrivexti en ólíkir bankar séu með ólíka vexti. „Það er enginn húsnæðislán sem ég þekki til í Evrópusambandinu sem eru með ámóta vexti og við erum með hér á Íslandi. Það eru engir borgarar Evrópusambandsins sem taka lán í evrum sem eru að borga húsnæðið sitt upp fjórum sinnum yfir líftíma lánsins eins og við erum að gera hér.“ Hvað varðar verðlag segir Magnús allan gang á því hvað myndi gerast. Það sé erfitt að spá fyrir en að með fullum aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins sé líklegt að aðild myndi hafa áhrif á vöruverð á einhverjum flokkum.
Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Félagasamtök Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. 14. maí 2025 09:27 Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. 8. apríl 2025 07:52 Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Alls eru 45 prósent hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58 prósent hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024. 9. janúar 2025 08:43 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. 14. maí 2025 09:27
Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. 8. apríl 2025 07:52
Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Alls eru 45 prósent hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58 prósent hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024. 9. janúar 2025 08:43