Enski boltinn

Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander skrifar undir sex ára samning við Liverpool eftir að hafa verið keyptur á metupphæð.
Alexander skrifar undir sex ára samning við Liverpool eftir að hafa verið keyptur á metupphæð. Getty/Nikki Dyer

Liverpool átti að flestra mati sögulegan félagsskiptaglugga og það vantaði ekki eyðsluna í nýja leikmenn á Anfield.

Glugginn lokaði á mánudagskvöldið og það kemur margt athyglisvert í ljós þegar allt er gert upp.

Liverpool eyddi nefnilega 420 milljónum í nýja leikmenn þar af átti félagið tvo dýrustu leikmennina í glugganum í þeim Alexander Isak frá Newcastle (125 milljónir punda) og Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen (100 milljónir punda).

Enska úrvalsdeildin eyddi langmestu af öllum deildum heimsins en aðeins eyðsla Liverpool ein og sér væri í sjötta sætinu á þeim lista.

Auk ensku úrvalsdeildarinnar eru Sería A á Ítalíu, þýska Bundesligan, La Liga á Spáni og Ligue 1 í Frakklandi þær einu sem eyddu samanlagt meira en Liverpool.

Það þýðir að Liverpool eitt eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans.

Sádi-arabíska hefur eytt stórum upphæðum í leikmenn síðustu misseri en liðin þar náðu ekki að slá út Liverpool í þessum glugga eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×