Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 07:02 Darri og Ritur eru fjöll á Hornströndum á norðanverðum Vestfjörðum. Garpur fór þangað reglulega sem barn og gekk á fjöllin í nýjasta þætti Okkar eigin Íslands. Vísir/Garpur Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. Fjallgöngurnar tværu eru umfjöllunarefni nýjasta þáttar Okkar eigin Íslands en í þeim ferðast Garpur Elísabetarson, dagskrárgerðarmaður vítt og breitt um Ísland og lendir í ýmsum ævintýrum. Hornstrandir eru ansi afskekktar og kemst maður þangað með bát. „Aðalvík á stóran part í mínu hjarta. Hér kom ég sem barn, byrjaði að koma hingað sumarið 1987 og hef komið hér reglulega síðan. Eyddi mörgum vikum í senn, ekkert rafmagn og ekkert símasamband,“ segir Garpur um tengsl sín við Aðalvík sem er á Hornströndum norðarlega á Vestfjörðum. Þeir félagarnir byrjuðu þáttinn á að fara upp á uppáhalds fjall Garps, hinn 495 metra háa Darra, fyrir ofan Sæból í Aðalvík. Garpur og Jökull Elísabetarsynir ungir að árum á Hornströndum. Bretar reistu ratsjárstöð á Darra árið 1943 þegar breski herinn kom til landsins í Seinni heimsstyrjöldinni. Í setuliðinu voru tuttugu menn uppi á fjallinu em stöðinni var lokað í stríðslok. Hins vegar eru enn miklar leifar upp á fjallinu eftir stöðina og skoðuðu Garpur og Þorsteinn sig um þar. „Við sjáum einhvern veginn allt, við sjáum yfir í Hornstrandirnar, svo alveg hinum megin yfir á Austurstrandirnar, svo jökulinn og ef við löbbum þarna sjáum við bara Djúpið þannig að útsýnið er eiginlega galið,“ sagði Garpur þegar þeir komust upp á Darra. Skammt frá rústunum eftir breska herinn á Darra eru rústir eftir bandaríska herinn á Straumnesfjalli fyrir ofan Látra í Aðalvík. Félagarnir gengu síðan í gegnum rústir ratsjárstöðvarinnar og skoðuðu þar misheillega steinveggina sem hafa margir hverjir staðist tímans tönn óvenjuvel og ýmsar gamlar ryðgaðar vélar. Eftir að hafa gengið um Darra fóru þeir félagar upp á Rit sem er einn fáfarnasti tindur Hornstranda. Þar kvað Þorsteinn eina lífsseiga mýtu um tindinn í kútinn en hún tengist Grænlandi. Þáttinn má horfa í heild sinni hér að neðan: Okkar eigið Ísland Hornstrandir Fjallamennska Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Fjallgöngurnar tværu eru umfjöllunarefni nýjasta þáttar Okkar eigin Íslands en í þeim ferðast Garpur Elísabetarson, dagskrárgerðarmaður vítt og breitt um Ísland og lendir í ýmsum ævintýrum. Hornstrandir eru ansi afskekktar og kemst maður þangað með bát. „Aðalvík á stóran part í mínu hjarta. Hér kom ég sem barn, byrjaði að koma hingað sumarið 1987 og hef komið hér reglulega síðan. Eyddi mörgum vikum í senn, ekkert rafmagn og ekkert símasamband,“ segir Garpur um tengsl sín við Aðalvík sem er á Hornströndum norðarlega á Vestfjörðum. Þeir félagarnir byrjuðu þáttinn á að fara upp á uppáhalds fjall Garps, hinn 495 metra háa Darra, fyrir ofan Sæból í Aðalvík. Garpur og Jökull Elísabetarsynir ungir að árum á Hornströndum. Bretar reistu ratsjárstöð á Darra árið 1943 þegar breski herinn kom til landsins í Seinni heimsstyrjöldinni. Í setuliðinu voru tuttugu menn uppi á fjallinu em stöðinni var lokað í stríðslok. Hins vegar eru enn miklar leifar upp á fjallinu eftir stöðina og skoðuðu Garpur og Þorsteinn sig um þar. „Við sjáum einhvern veginn allt, við sjáum yfir í Hornstrandirnar, svo alveg hinum megin yfir á Austurstrandirnar, svo jökulinn og ef við löbbum þarna sjáum við bara Djúpið þannig að útsýnið er eiginlega galið,“ sagði Garpur þegar þeir komust upp á Darra. Skammt frá rústunum eftir breska herinn á Darra eru rústir eftir bandaríska herinn á Straumnesfjalli fyrir ofan Látra í Aðalvík. Félagarnir gengu síðan í gegnum rústir ratsjárstöðvarinnar og skoðuðu þar misheillega steinveggina sem hafa margir hverjir staðist tímans tönn óvenjuvel og ýmsar gamlar ryðgaðar vélar. Eftir að hafa gengið um Darra fóru þeir félagar upp á Rit sem er einn fáfarnasti tindur Hornstranda. Þar kvað Þorsteinn eina lífsseiga mýtu um tindinn í kútinn en hún tengist Grænlandi. Þáttinn má horfa í heild sinni hér að neðan:
Okkar eigið Ísland Hornstrandir Fjallamennska Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira