Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2025 14:37 Félagsheimilið á Flateyri færist í hendur sérstakra hollvinasamtaka þess ef bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur blessun sína yfir afsal og samkomulag þess efnis á morgun. Facebook-síðan Samkomuhúsið á Flateyri Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að bærinn afsali sér félagsheimilinu á Flatey til hollvinasamtaka. Samtökin eiga jafnframt að fá styrk frá sveitarfélaginu til þess að lappa upp á húsið. Samkomulag bæjarins við Hollvinasamtök samkomuhússins felur í sér að Ísafjarðarbær afsali sér félagsheimilinu endurgjaldslaust. Í staðinn sjái samtökin um allan rekstur fasteignarinnar, stjórnun og utanumhald viðburða, útleigu og viðhald með þeim tilgangi að efla og auka félags- og menningarlíf í Önundarfirði. Ísafjarðarbær skuldbindur sig til þess að styrkja hollvinasamtökin til þess að reka húsið, meðal annars til þess að mæta kaupum á orku og trygginga auk ýmissa gjalda, fyrir utan fasteignagjöld. Rekstur hússins kostaði Ísafjarðarbæ rúmar 1,2 milljónir króna í fyrra. Þá styrkir bærinn samtökin um sjö milljónir króna á næsta ári til þess að standa straum af kostnaði við viðhald og endurbætur á félagsheimilinu. Samkomulagið veitir sveitarfélaginu rétt til þess að rifta því ef hollvinasamtökin vanrækja skyldur sínar og þá heldur það forkaupsrétti á húsinu. Allur hugsanlegur rekstrarafgangur á að renna óskiptur til viðhalds og endurbóta. Núllast út í bókhaldi bæjarins Bæjarráð leggur einnig til viðauka við fjárhagsáætlun þessa árs vegna sölunnar á félagsheimilinu. Sölutap vegna þess er talið nema 2,1 milljón króna sem sé bókfært virði hússins. Á móti lækki gjöld eignasjóðs sveitarfélagsins og því núllist salan út í bókhaldslegum skilningi. Ekki er þannig reiknað með því að afsalið hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins á þessu ári. Afsalið og samkomulagið við hollvinasamtökin verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á morgun. Ísafjarðarbær Félagsmál Sveitarstjórnarmál Menning Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Samkomulag bæjarins við Hollvinasamtök samkomuhússins felur í sér að Ísafjarðarbær afsali sér félagsheimilinu endurgjaldslaust. Í staðinn sjái samtökin um allan rekstur fasteignarinnar, stjórnun og utanumhald viðburða, útleigu og viðhald með þeim tilgangi að efla og auka félags- og menningarlíf í Önundarfirði. Ísafjarðarbær skuldbindur sig til þess að styrkja hollvinasamtökin til þess að reka húsið, meðal annars til þess að mæta kaupum á orku og trygginga auk ýmissa gjalda, fyrir utan fasteignagjöld. Rekstur hússins kostaði Ísafjarðarbæ rúmar 1,2 milljónir króna í fyrra. Þá styrkir bærinn samtökin um sjö milljónir króna á næsta ári til þess að standa straum af kostnaði við viðhald og endurbætur á félagsheimilinu. Samkomulagið veitir sveitarfélaginu rétt til þess að rifta því ef hollvinasamtökin vanrækja skyldur sínar og þá heldur það forkaupsrétti á húsinu. Allur hugsanlegur rekstrarafgangur á að renna óskiptur til viðhalds og endurbóta. Núllast út í bókhaldi bæjarins Bæjarráð leggur einnig til viðauka við fjárhagsáætlun þessa árs vegna sölunnar á félagsheimilinu. Sölutap vegna þess er talið nema 2,1 milljón króna sem sé bókfært virði hússins. Á móti lækki gjöld eignasjóðs sveitarfélagsins og því núllist salan út í bókhaldslegum skilningi. Ekki er þannig reiknað með því að afsalið hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins á þessu ári. Afsalið og samkomulagið við hollvinasamtökin verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á morgun.
Ísafjarðarbær Félagsmál Sveitarstjórnarmál Menning Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira