Lífið

Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af per­sónu­legum á­stæðum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Tinna og Ingólfur „Gói Sportrönd“ eiga tvær dætur og einn son saman og hafa haldið úti Þarf alltaf að vera grín? í sjö ár ásamt vini þeirra, Tryggva.
Tinna og Ingólfur „Gói Sportrönd“ eiga tvær dætur og einn son saman og hafa haldið úti Þarf alltaf að vera grín? í sjö ár ásamt vini þeirra, Tryggva. Skjáskot/Instagram

Hlaðvarpið Þarf alltaf að vera grín, sem parið Tinna Björk Krist­ins­dótt­ir og Ingólf­ur „Gói sportrönd“ Grét­ars­son hefur haldið úti síðustu sjö ár með Tryggva Frey Torfa­syni, hefur hætt göngu sinni. Þríeykið segir það þungt skref en tímabært af persónulegra aðstæðna.

Þríeykið greindi frá fréttunum í nýjasta þætti hlaðvarpsins og í kjölfarið á Instagram-síðu hlaðvarpsins upp úr þrjúleytinu í dag.

„Við erum ykkur ævinlega þakklát fyrir stuðninginn og samfylgdina í gegnum árin. Þetta góða og fallega samfélag sem hefur skapast í kringum þættina er okkur ómetanlegt og við vonum að þið munið áfram fylgja okkur í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur í framtíðinni,“ stendur í færslunni.

Þá þakkar þríeykið fylgjendum fyrir falleg skilaboð, líflegar umræður og hlý orð á förnum vegi.

„Þarf alltaf að vera grín? væri ekkert án ykkar og þið haldið vonandi lífi í öllu góða gríninu. Við elskum að sjá póstana ykkar hér inn á og við stefnum á að vera áfram virk í athugasemdum. Þættirnir verða að sjálfsögðu aðgengilegir á hlaðvarpsveitum en við eigum eftir að útfæra hvernig þið getið haft aðgang að áskriftarþáttunum, látum vita þegar það er komið á hreint,“ stendur jafnframt í færslunni.

„Þessi kveðjustund kallar fram allskonar tilfinningar hjá okkur öllum og kemur kannski eins og tittlingur upp úr öðrum ef þið eruð ekki búin að hlusta á lokaþáttinn,“ segir einnig.

Að lokum þakkar þríeykið hlustendum fyrir að „gefa okkur tíma og rými til að takast á við þessar breytingar í okkar lífi“. Hlusta má á lokaþátt hlaðvarpsins hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.