Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2025 13:04 Ólafur Þór, sem afhenti feðgunum formlega nýju bílana á þriðjudaginn en báðir áttu þeir afmæli þá, 2. september. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var merkilegur dagur hjá þeim feðgum, Auðberti Vigfússyni og Vigfúsi Pál Auðbertssyni þriðjudaginn 2. september, því báðir átti þeir afmæli en Auðbert varð þá 85 ára en hann hefur gert út vörubíla í 53 ár og nú er hann að upplifa enn eina stór breytinguna og þróunina, rafmagn, sem orkugjafa í stað olíu. Afhending nýja rafmagnsvörubílsins fór fram hjá fyrirtækinu Landfara í Mosfellsbæ en það má geta þess að fyrst feðgarnir voru á annað borð að kaupa sér rafmagnsvörubíl þá skelltu þeir sér líka á einn nýjan átta hjóla olíubíl í leiðinni. Sem sagt, tveir splunkunýir vörubílar í Vík í Mýrdal. Fengu tvo nýja bíla á afmælisdaginn sinn Það var merkilegur dagur hjá þeim feðgum, Auðberti Vigfússyni og Vigfúsi Pál Auðbertssyni þriðjudaginn 2. september, því báðir átti þeir afmæli en Auðbert varð þá 85 ára en hann hefur gert út vörubíla í 53 ár og nú er hann að upplifa enn eina stór breytinguna og þróunina, rafmagn, sem orkugjafa í stað olíu. Afhending nýja rafmagnsvörubílsins fór fram hjá fyrirtækinu Landfara í Mosfellsbæ en það má geta þess að fyrst feðgarnir voru á annað borð að kaupa sér rafmagnsvörubíl þá skelltu þeir sér líka á einn nýjan átta hjóla olíubíl í leiðinni. Sem sagt, tveir splunkunýir vörubílar í Vík í Mýrdal. Varð fótaskortur á tungunni Við sögðum frá þessu í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Fram kom að þetta hefði verið fyrst rafmagnsvörubíll landsins en það er ekki alls kostar rétt því staðreyndin er sú að Volvo hefur nú þegar verið með nokkra rafmagnsvörubíla á götunum í um tvö ár og Benz hefur verið með minni rafmagnsvörubíla í umferð hér á landi í um eitt og hálft ár. „Hérna undir eru þrjár stórar rafhlöður, sem samtals eru 600 kílóvatt stundir og þær knýja þennan bíl í fullum þunga 40 tonnum um 500 kílómetra á einni hleðslu. Þetta er fyrsti alvöru rafmagnsvörubílinn á Íslandi og við hlökkum bara mikið til að halda áfram að selja þessa frábæru bíla og bara heiður að fá að afhenda þeim Auðbert og Vigfúsi þennan bíl,” sagði Ólafur Þór Þórðarson, sölustjóri vörubíla hjá Landfara í Mosfellsbæ í kvöldfréttum. En það er ekki rétt að þetta hafi verið fyrsti rafmagnsvörubílinn. „Nei, mér varð heldur betur fótaskortur á tungunni þegar ég sagði að þetta væri fyrsti rafmagnsvörubíll landsins og biðst ég innilegar afsökunar á því. Ég var stressaður fyrir framan myndavélina og því fór, sem fór segir Óli Þór og bætir við. „Þessi rafmagnsbíll, sem sagt var frá í fréttinni í gærkvöldi er bíll númer tvö hér á landi af þessari gerð Mercedes-Benz rafmagnsvörubíla. Fyrsti bíllinn af þessari tegund hefur nú þegar verið á ferðinni, m.a. í flutningum á vörum milli Reykjavíkur og Selfoss og víðar en hann hefur komið gríðarlega vel út. En þetta er fyrsti rafmagnsvörubíll þeirra feðga í Vík,”. Vigfús Páll segir ótrúlega gott að keyra rafmagnsvörubílinn og það sem sé kannski mesti kosturinn að það heyrist ekkert í honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ánægðir feðgar Og feðgarnir eru að sjálfsögðu ánægðir með nýju bílana. „Já, þetta er vissulega stór stund og þetta var skemmtilegur dagur. Svona er þróunin, hún stefnir í þessa átt. Það þarf líka að koma vörunum austur á sem mestu kolefnisspori, það skiptir miklu máli og sem á minnstum kostnaði og innlendri orku,” segir þeir Vigfús Páll og Auðbert Vigfússon, feðgarnir úr Vík. Vigfús Páll segir ótrúlega gott að keyra rafmagnsvörubílinn og það sem sé kannski mesti kosturinn að það heyrist ekkert í honum. „Það er náttúrulega stóra breytingin að keyra þessa bíla á móti dísel. Hér bara heyrist ekkert, engin mótorhljóð, engin gírkassi, engar skiptingar, það er rosalega mikil breyting,” segir Vigfús. Eiginkonur feðganna með þeim við nýju bílana, Anna S. Pálsdóttir og Auðbert Vigfússon og Vigfús Páll og Eva Dögg Þorsteinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju vörubílarnir, sex hjóla rafmagnsvörubíll til vinstri og svo átta hjóla olíu vörubílinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Bílar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Fengu tvo nýja bíla á afmælisdaginn sinn Það var merkilegur dagur hjá þeim feðgum, Auðberti Vigfússyni og Vigfúsi Pál Auðbertssyni þriðjudaginn 2. september, því báðir átti þeir afmæli en Auðbert varð þá 85 ára en hann hefur gert út vörubíla í 53 ár og nú er hann að upplifa enn eina stór breytinguna og þróunina, rafmagn, sem orkugjafa í stað olíu. Afhending nýja rafmagnsvörubílsins fór fram hjá fyrirtækinu Landfara í Mosfellsbæ en það má geta þess að fyrst feðgarnir voru á annað borð að kaupa sér rafmagnsvörubíl þá skelltu þeir sér líka á einn nýjan átta hjóla olíubíl í leiðinni. Sem sagt, tveir splunkunýir vörubílar í Vík í Mýrdal. Varð fótaskortur á tungunni Við sögðum frá þessu í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Fram kom að þetta hefði verið fyrst rafmagnsvörubíll landsins en það er ekki alls kostar rétt því staðreyndin er sú að Volvo hefur nú þegar verið með nokkra rafmagnsvörubíla á götunum í um tvö ár og Benz hefur verið með minni rafmagnsvörubíla í umferð hér á landi í um eitt og hálft ár. „Hérna undir eru þrjár stórar rafhlöður, sem samtals eru 600 kílóvatt stundir og þær knýja þennan bíl í fullum þunga 40 tonnum um 500 kílómetra á einni hleðslu. Þetta er fyrsti alvöru rafmagnsvörubílinn á Íslandi og við hlökkum bara mikið til að halda áfram að selja þessa frábæru bíla og bara heiður að fá að afhenda þeim Auðbert og Vigfúsi þennan bíl,” sagði Ólafur Þór Þórðarson, sölustjóri vörubíla hjá Landfara í Mosfellsbæ í kvöldfréttum. En það er ekki rétt að þetta hafi verið fyrsti rafmagnsvörubílinn. „Nei, mér varð heldur betur fótaskortur á tungunni þegar ég sagði að þetta væri fyrsti rafmagnsvörubíll landsins og biðst ég innilegar afsökunar á því. Ég var stressaður fyrir framan myndavélina og því fór, sem fór segir Óli Þór og bætir við. „Þessi rafmagnsbíll, sem sagt var frá í fréttinni í gærkvöldi er bíll númer tvö hér á landi af þessari gerð Mercedes-Benz rafmagnsvörubíla. Fyrsti bíllinn af þessari tegund hefur nú þegar verið á ferðinni, m.a. í flutningum á vörum milli Reykjavíkur og Selfoss og víðar en hann hefur komið gríðarlega vel út. En þetta er fyrsti rafmagnsvörubíll þeirra feðga í Vík,”. Vigfús Páll segir ótrúlega gott að keyra rafmagnsvörubílinn og það sem sé kannski mesti kosturinn að það heyrist ekkert í honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ánægðir feðgar Og feðgarnir eru að sjálfsögðu ánægðir með nýju bílana. „Já, þetta er vissulega stór stund og þetta var skemmtilegur dagur. Svona er þróunin, hún stefnir í þessa átt. Það þarf líka að koma vörunum austur á sem mestu kolefnisspori, það skiptir miklu máli og sem á minnstum kostnaði og innlendri orku,” segir þeir Vigfús Páll og Auðbert Vigfússon, feðgarnir úr Vík. Vigfús Páll segir ótrúlega gott að keyra rafmagnsvörubílinn og það sem sé kannski mesti kosturinn að það heyrist ekkert í honum. „Það er náttúrulega stóra breytingin að keyra þessa bíla á móti dísel. Hér bara heyrist ekkert, engin mótorhljóð, engin gírkassi, engar skiptingar, það er rosalega mikil breyting,” segir Vigfús. Eiginkonur feðganna með þeim við nýju bílana, Anna S. Pálsdóttir og Auðbert Vigfússon og Vigfús Páll og Eva Dögg Þorsteinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju vörubílarnir, sex hjóla rafmagnsvörubíll til vinstri og svo átta hjóla olíu vörubílinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Bílar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira