Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 13:04 Saddur köttur og óhrædd rotta? Eða kannski bara tveir góðir félagar? Vesturbæingar sem áttu ferð um Hofsvallagötuna síðdegis í gær ráku eflaust upp stór augu þegar við blasti friðsæll fundur kattar og rottu. Kötturinn virtist saddur og rottan óhrædd. En hvað entist friðurinn lengi? Sunna Guðnadóttir birti mynd af fundi dýranna á Vesturbæjar-grúppunni á Facebook rétt fyrir sex í gær. Myndin vakti skiljanlega mikil viðbrögð, grínistar fóru á stjá og ýmsar kenningar spunnar um fundinn. „Þarna er örugglega verið að taka upp einhverja Hollywood- eða Disneymynd!“ skrifaði Bryndís Björgvins við færsluna. Atli Björnsson tók í svipaðan streng: „Íslensku Tommi og Jenni á ferð um Reykjavíkina.“ „Rottan er eins og hún sé að kalla á félaga sína að koma,“ skrifaði Egill Helgason, menningarspekúlant, sem hafði greinilega rýnt í líkamstjáninguna. Eiríkur Garðar Einarsson hafði séð rottu og kött á Hofsvallagötu nema hvað hlutverkin voru þar öfugsnúin: „Ég sá einu sinni risastóra rottu hlaupa á eftir ketti á harðahlaupum niður þessa götu, var alveg mögnuð sjón.“ Linda Jóhannsdottir var með svör á reiðum höndum um af hverju kisinn óð ekki í rottuna: „Kettir veiða ekki fullvaxnar rottur, þær eru of óhræddar og kötturinn ekki svangur. No worries nema ef manneskja skyldi keyra yfir rottugreyið.“ Ekki með neitt „brjálað veiðieðli“ Stóra spurningin er: Hvað varð um félagana tvo eftir að myndin var tekin? Fréttastofa heyrði hljóðið í Vesturbæingnum Sunnu Guðnadóttur sem sagði fósturmóður sína, sem er í heimsókn frá Kanada, hafði fangað þessa skemmtilegu sýn þar sem þær voru á göngu um hverfið. „Rottuunginn hljóp inn í garð og kisa reyndi að elta hann en stoppaði við garðvegginn,“ sagði Sunna um hvað gerðist næst og bætti við: „Kisinn virtist ekki vera með neitt brjálað veiðieðli.“ Og þannig fór um sjóferð þá. Umferð stöðvuð á Snorrabraut Í miðjum skrifum um vinina í Vesturbæ heyrði blaðamaður af annarri skemmtilegri uppákomu sem tengdist rottu og ketti á Snorrabraut. Þar hafði rólyndisrotta plantað sér milli akreina á miðri götunni, vakið forvitni kattar í hverfinu og um leið stöðvað ferð sjúkrabíls. Kötturinn beið og beið eftir því að bílarnir keyrðu framhjá og rottan ætlaði ekki að haggast. Á endanum ákvað rottan að flýja af vettvangi og fylgdi kötturinn á hæla hennar eins og sjá má hér að neðan: Dýr Umferð Reykjavík Kettir Grín og gaman Tengdar fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Sunna Guðnadóttir birti mynd af fundi dýranna á Vesturbæjar-grúppunni á Facebook rétt fyrir sex í gær. Myndin vakti skiljanlega mikil viðbrögð, grínistar fóru á stjá og ýmsar kenningar spunnar um fundinn. „Þarna er örugglega verið að taka upp einhverja Hollywood- eða Disneymynd!“ skrifaði Bryndís Björgvins við færsluna. Atli Björnsson tók í svipaðan streng: „Íslensku Tommi og Jenni á ferð um Reykjavíkina.“ „Rottan er eins og hún sé að kalla á félaga sína að koma,“ skrifaði Egill Helgason, menningarspekúlant, sem hafði greinilega rýnt í líkamstjáninguna. Eiríkur Garðar Einarsson hafði séð rottu og kött á Hofsvallagötu nema hvað hlutverkin voru þar öfugsnúin: „Ég sá einu sinni risastóra rottu hlaupa á eftir ketti á harðahlaupum niður þessa götu, var alveg mögnuð sjón.“ Linda Jóhannsdottir var með svör á reiðum höndum um af hverju kisinn óð ekki í rottuna: „Kettir veiða ekki fullvaxnar rottur, þær eru of óhræddar og kötturinn ekki svangur. No worries nema ef manneskja skyldi keyra yfir rottugreyið.“ Ekki með neitt „brjálað veiðieðli“ Stóra spurningin er: Hvað varð um félagana tvo eftir að myndin var tekin? Fréttastofa heyrði hljóðið í Vesturbæingnum Sunnu Guðnadóttur sem sagði fósturmóður sína, sem er í heimsókn frá Kanada, hafði fangað þessa skemmtilegu sýn þar sem þær voru á göngu um hverfið. „Rottuunginn hljóp inn í garð og kisa reyndi að elta hann en stoppaði við garðvegginn,“ sagði Sunna um hvað gerðist næst og bætti við: „Kisinn virtist ekki vera með neitt brjálað veiðieðli.“ Og þannig fór um sjóferð þá. Umferð stöðvuð á Snorrabraut Í miðjum skrifum um vinina í Vesturbæ heyrði blaðamaður af annarri skemmtilegri uppákomu sem tengdist rottu og ketti á Snorrabraut. Þar hafði rólyndisrotta plantað sér milli akreina á miðri götunni, vakið forvitni kattar í hverfinu og um leið stöðvað ferð sjúkrabíls. Kötturinn beið og beið eftir því að bílarnir keyrðu framhjá og rottan ætlaði ekki að haggast. Á endanum ákvað rottan að flýja af vettvangi og fylgdi kötturinn á hæla hennar eins og sjá má hér að neðan:
Dýr Umferð Reykjavík Kettir Grín og gaman Tengdar fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08