„Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. september 2025 08:40 Leikkonan Þórey sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Ljósmynd/Dóra Dúna „Ég held framtíðarplönum og áætlunum fyrir sjálfa mig, þar sem ég skipti um skoðun eins og nærbuxur,“ segir Þórey Birgisdóttir leikkona, spurð hvar hún sjái sjálfa sig eftir tíu ár. Þegar hún var lítil dreymdi hana um að verða umhverfisráðherra eftir vettvangsferð með skólanum á Sorpu – eða leikkona, dansari eða arkitekt. Þóret útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands 2018 og hóf þá störf hjá Þjóðleikhúsinu. Ásamt því að hafa leikið þar þá lék hún einn vetur hjá Leikfélagi Akureyrar og með svo með ýmsum sjálfstæðum leikhópum. Í vor fór hún á samning hjá Borgarleikhúsinu og mun leika í sýningunni Ífigeníu í Ásbrú en fyrir það hlutverk hlaut hún einmitt Grímutilnefningu sem besta leikkona í aðalhlutverki í vor. Þórey er rísandi stjarna í íslensku leiklistarsenunni. Þá fer hún með hlutverk í söngleiknum Moulin Rouge, þar sem hún dustar rykið af dansskónum, og eftir áramót mun hún fara með aðalhlutverkið í Galdrakarlinum í Oz sem hin undurfagra Dóróthea. En það má segja að Þórey hafi einmitt byrjað sinn leikhúsferil í Galdrakarlinum í Oz árið 2011, þegar hún var partur af krakkahópnum í þeirri uppsetningu og hafði þau áhrif að Þórey ákvað að láta reyna á leiklistardrauminn. Þórey sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Fullt nafn? Þórey Birgisdóttir Aldur? 31 árs Starf? Leikkona Lífið og tilveran Lýstu sjálfri þér í þremur orðum?Súr, sæt og sölt. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa alist upp í öruggu umhverfi. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Það er leyndó. Ég held framtíðarplönum og áætlunum fyrir sjálfa mig þar sem ég skipti um skoðanir eins og nærbuxur. Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að upplifa áður en þú deyrð? Langar að verða amma sem er alltaf að baka fyrir barnabörnin og segja þeim að fá sér meiri rjóma. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Allt er hægt bara ef þú trúir á það“ Hvað hefur mótað þig mest í lífinu? Foreldrar mínir. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Horfi á heiladautt efni í sjónvarpinu til að fá frí frá hugsunum mínum, fer í bað, og ef ég hef tíma finnst mér voða gott að fara út úr bænum. Hvert er þitt stærsta afrek? Núna nýlega var það að bæði að framleiða og leika í sýningunni, Ífigeníu í Ásbrú. Það tók sinn tíma að koma verkinu á svið og ég er stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi? Ég er voða dugleg að fylla dagskránna mína svo að hafa ekkert plan er eiginlega draumadagur fyrir mér. Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu? Stofan, hún er voðalega kósý. Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Siglufjörður En úti í heimi? Katalónía er í miklu uppáhaldi. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Hleypi hundinum út að pissa, geri slíkt hið sama og fæ mér svo cappuccino og stari útum gluggann eins og í rómantískri bíómynd. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Hleypi hundinum aftur út að pissa. Hugar þú vel að heilsunni? – og ef svo er, hvernig? Það er rosalega mismunandi eftir tímabilum. En svefninn er mér heilagur, ég þarf 8-9 tíma svefn til að vera í mínu besta formi. Það var aldrei vandamál þegar ég var yngri að fá mig til að fara að sofa, ég fór bara sjálf snemma í háttinn og var fljót að átta mig á því að ég þyrfti minn svefn til þess að hafa orkuna í lagi. Ég mætti alveg bæta mig í mataræðinu en ég hef alltaf elskað sætindi, eftirréttur er minn uppáhalds réttur. Sem betur fer er vinnan mín þess eðlis að ég hreyfi mig mikið yfir daginn, svo það er ágætis jafnvægi á þessu öllu saman. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona, dansari, arkitekt, umhverfisráðherra(eftir vettvangsferð á sorpu með skólanum) og svo ætlaði ég að eiga mína eigin brúðarkjólaleigu. Ég á heila möppu af teikningum bæði af húsum og magakjóla-brúðarkjólum. Ég sá að það var vöntun á slíkum kjólum á sínum tíma. Þórey fer hlutverk Dórótheu í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu sem verður frumsýnt eftir áramót. Manstu hvenær þú grést síðast – og af hverju? Já, ég var að hlusta á lagið Already Home úr Galdrakarlinum í Oz og fór að skæla af hrifningu. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Ég elska morgnanna en lífstíllinn minn býður ekki alltaf uppá það að ég sé morgunmanneskja, sérstaklega þegar ég er í sýningartörn og að vinna seint á kvöldin. Hver er þinn helsti kostur? Glasið mitt er alltaf hálffullt. Er fljót að finna jákvæðu hliðarnar í lífinu, jafnvel í glötuðum aðstæðum. Annað er bara svo leiðinlegt og ég er með ofnæmi fyrir leiðindum. En ókostur? Ég borða allt allt of hratt. Það er bæði óhollt og ekki smart en þetta hef ég frá pabba mínum. Uppáhalds maturinn þinn? Tengdapabbi minn er stórkostlegur kokkur, allt sem hann eldar er uppáhalds. Svo er jólamaturinn heima alltaf klassík. Hvað veitir þér innblástur? Fólk sem er framkvæmda glatt og gengur beint í verkin. Ásta Jónína, Anna María, Þórey og Gíga Hilmars. Ljósmynd/Saga Sig Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og markmiðið er að ná tökum á spænskunni í framtíðinni. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Það er kannski ekki leyndur hæfileiki en ég hugsa mjög hratt og get því verið mjög snögg að hinum ýmsu hlutum. Vinir mínir geta vottað fyrir það að innra tempóið mitt er oft á yfirsnúningi fyrir þeim, en sjálf finn ég ekki fyrir því. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Að geta hoppað á milli staða á núll einni. Finnst leiðinlegt að koma mér á milli staða og þetta myndi spara mikinn tíma. Hælar eða strigaskór? Ég kýs hælana þó svo ég nenni þeim sjaldnast. Manstu eftir fyrsta kossinum þínum? Því miður þá er ég rosalega gleymin sem vonandi er merki um að ég lifi í núinu. Ætli það hafi ekki verið rosalega flottur SPK mömmukoss í hoppukastala. Er eitthvað sem þú óttast? Eg er frekar dugleg að ögra óttanum. Ég var td. eldhrædd en nú er ég með arin heima, hef verið bílhrædd og ákvað þá að taka mótorhjólapróf sem var einhvernveginn ennþá hræðilegra. Fór í fallhlífarstökk þó svo að ég var að skíta á mig. Ég veit ekki alveg hvað þetta er í mér en þetta geri ég. Svo kannski get ég alveg sagt að svarið sé nei. Hræðist ekkert. Þórey segir framkvæmdaglatt fólk veiti henni innblástur í lífinu.Ljósmynd/Eva Schram Hvað ertu að hámhorfa á núna? Ég og maðurinn byrjuðum að horfa á 24 þáttaseríurnar frá byrjun. Gott nostalgíukast, Jack Bauer er rosalegur. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Stanslaust stuð með Palla okkar allra besta. Hin hliðin er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem er rætt við fólk úr ýmsum áttum í samfélaginu. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Hinni hliðinni á svavam@syn.is. Hin hliðin Leikhús Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Sjá meira
Þóret útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands 2018 og hóf þá störf hjá Þjóðleikhúsinu. Ásamt því að hafa leikið þar þá lék hún einn vetur hjá Leikfélagi Akureyrar og með svo með ýmsum sjálfstæðum leikhópum. Í vor fór hún á samning hjá Borgarleikhúsinu og mun leika í sýningunni Ífigeníu í Ásbrú en fyrir það hlutverk hlaut hún einmitt Grímutilnefningu sem besta leikkona í aðalhlutverki í vor. Þórey er rísandi stjarna í íslensku leiklistarsenunni. Þá fer hún með hlutverk í söngleiknum Moulin Rouge, þar sem hún dustar rykið af dansskónum, og eftir áramót mun hún fara með aðalhlutverkið í Galdrakarlinum í Oz sem hin undurfagra Dóróthea. En það má segja að Þórey hafi einmitt byrjað sinn leikhúsferil í Galdrakarlinum í Oz árið 2011, þegar hún var partur af krakkahópnum í þeirri uppsetningu og hafði þau áhrif að Þórey ákvað að láta reyna á leiklistardrauminn. Þórey sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Fullt nafn? Þórey Birgisdóttir Aldur? 31 árs Starf? Leikkona Lífið og tilveran Lýstu sjálfri þér í þremur orðum?Súr, sæt og sölt. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa alist upp í öruggu umhverfi. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Það er leyndó. Ég held framtíðarplönum og áætlunum fyrir sjálfa mig þar sem ég skipti um skoðanir eins og nærbuxur. Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að upplifa áður en þú deyrð? Langar að verða amma sem er alltaf að baka fyrir barnabörnin og segja þeim að fá sér meiri rjóma. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Allt er hægt bara ef þú trúir á það“ Hvað hefur mótað þig mest í lífinu? Foreldrar mínir. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Horfi á heiladautt efni í sjónvarpinu til að fá frí frá hugsunum mínum, fer í bað, og ef ég hef tíma finnst mér voða gott að fara út úr bænum. Hvert er þitt stærsta afrek? Núna nýlega var það að bæði að framleiða og leika í sýningunni, Ífigeníu í Ásbrú. Það tók sinn tíma að koma verkinu á svið og ég er stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi? Ég er voða dugleg að fylla dagskránna mína svo að hafa ekkert plan er eiginlega draumadagur fyrir mér. Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu? Stofan, hún er voðalega kósý. Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Siglufjörður En úti í heimi? Katalónía er í miklu uppáhaldi. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Hleypi hundinum út að pissa, geri slíkt hið sama og fæ mér svo cappuccino og stari útum gluggann eins og í rómantískri bíómynd. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Hleypi hundinum aftur út að pissa. Hugar þú vel að heilsunni? – og ef svo er, hvernig? Það er rosalega mismunandi eftir tímabilum. En svefninn er mér heilagur, ég þarf 8-9 tíma svefn til að vera í mínu besta formi. Það var aldrei vandamál þegar ég var yngri að fá mig til að fara að sofa, ég fór bara sjálf snemma í háttinn og var fljót að átta mig á því að ég þyrfti minn svefn til þess að hafa orkuna í lagi. Ég mætti alveg bæta mig í mataræðinu en ég hef alltaf elskað sætindi, eftirréttur er minn uppáhalds réttur. Sem betur fer er vinnan mín þess eðlis að ég hreyfi mig mikið yfir daginn, svo það er ágætis jafnvægi á þessu öllu saman. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona, dansari, arkitekt, umhverfisráðherra(eftir vettvangsferð á sorpu með skólanum) og svo ætlaði ég að eiga mína eigin brúðarkjólaleigu. Ég á heila möppu af teikningum bæði af húsum og magakjóla-brúðarkjólum. Ég sá að það var vöntun á slíkum kjólum á sínum tíma. Þórey fer hlutverk Dórótheu í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu sem verður frumsýnt eftir áramót. Manstu hvenær þú grést síðast – og af hverju? Já, ég var að hlusta á lagið Already Home úr Galdrakarlinum í Oz og fór að skæla af hrifningu. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Ég elska morgnanna en lífstíllinn minn býður ekki alltaf uppá það að ég sé morgunmanneskja, sérstaklega þegar ég er í sýningartörn og að vinna seint á kvöldin. Hver er þinn helsti kostur? Glasið mitt er alltaf hálffullt. Er fljót að finna jákvæðu hliðarnar í lífinu, jafnvel í glötuðum aðstæðum. Annað er bara svo leiðinlegt og ég er með ofnæmi fyrir leiðindum. En ókostur? Ég borða allt allt of hratt. Það er bæði óhollt og ekki smart en þetta hef ég frá pabba mínum. Uppáhalds maturinn þinn? Tengdapabbi minn er stórkostlegur kokkur, allt sem hann eldar er uppáhalds. Svo er jólamaturinn heima alltaf klassík. Hvað veitir þér innblástur? Fólk sem er framkvæmda glatt og gengur beint í verkin. Ásta Jónína, Anna María, Þórey og Gíga Hilmars. Ljósmynd/Saga Sig Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og markmiðið er að ná tökum á spænskunni í framtíðinni. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Það er kannski ekki leyndur hæfileiki en ég hugsa mjög hratt og get því verið mjög snögg að hinum ýmsu hlutum. Vinir mínir geta vottað fyrir það að innra tempóið mitt er oft á yfirsnúningi fyrir þeim, en sjálf finn ég ekki fyrir því. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Að geta hoppað á milli staða á núll einni. Finnst leiðinlegt að koma mér á milli staða og þetta myndi spara mikinn tíma. Hælar eða strigaskór? Ég kýs hælana þó svo ég nenni þeim sjaldnast. Manstu eftir fyrsta kossinum þínum? Því miður þá er ég rosalega gleymin sem vonandi er merki um að ég lifi í núinu. Ætli það hafi ekki verið rosalega flottur SPK mömmukoss í hoppukastala. Er eitthvað sem þú óttast? Eg er frekar dugleg að ögra óttanum. Ég var td. eldhrædd en nú er ég með arin heima, hef verið bílhrædd og ákvað þá að taka mótorhjólapróf sem var einhvernveginn ennþá hræðilegra. Fór í fallhlífarstökk þó svo að ég var að skíta á mig. Ég veit ekki alveg hvað þetta er í mér en þetta geri ég. Svo kannski get ég alveg sagt að svarið sé nei. Hræðist ekkert. Þórey segir framkvæmdaglatt fólk veiti henni innblástur í lífinu.Ljósmynd/Eva Schram Hvað ertu að hámhorfa á núna? Ég og maðurinn byrjuðum að horfa á 24 þáttaseríurnar frá byrjun. Gott nostalgíukast, Jack Bauer er rosalegur. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Stanslaust stuð með Palla okkar allra besta. Hin hliðin er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem er rætt við fólk úr ýmsum áttum í samfélaginu. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Hinni hliðinni á svavam@syn.is.
Hin hliðin Leikhús Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Sjá meira