Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 4. september 2025 17:02 Um árabil hafa Samtök iðnaðarins ásamt fleiri hagsmunasamtökum kallað eftir breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits. Vegur þar þyngst ósamræmi í framkvæmd eftirlitsaðila milli landssvæða og skortur á yfirsýn. Afleiðingarnar eru að fyrirtæki á landsvísu hafa búið við mismunandi starfs- og rekstrarskilyrði sem skapar ófyrirsjáanleika og ójafnræði milli aðila á markaði. Málið á sér aðdraganda og hefur verið til skoðunar hjá stjórnvöldum síðastliðin ár. Starfshópar hafa verið skipaðir, úttektir lagðar fram, skýrslur eftirlitsstofnana birtar ásamt því að farið hefur fram samráð við hagaðila. Í október 2023 lagði starfshópur þáverandi umhverfisráðherra til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga yrði lagt niður og eftirlitið fært til ríkisins. Lagðar voru fram þrjár sviðsmyndir sem fólu í sér fækkun heilbrigðiseftirlitssvæða ásamt yfirfærslu til ríkisins. Starfshópurinn taldi löngu tímabært að ráðist yrði í heildstæða endurskoðun á kerfinu með vísan í ósamræmi, flókna stjórnsýslu og skort á yfirsýn. Þá sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) formlegt bréf til stjórnvalda í júlí 2024 þar sem fram kom að stjórnsýsla á sviði matvæla- og heilbrigðiseftirlits hérlendis væri hvorki nægjanlega samræmd né stöðug. Þessum athugasemdum ber að taka alvarlega. Ef ekkert er aðhafst getur Ísland talist brotlegt við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins að ótöldum kostnaðarsömum afleiðingum fyrir íslenska framleiðendur. Á meðan hafa aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins mörg hver staðið frammi fyrir ósamræmi í framkvæmd með tilheyrandi óhagræði. Í greiningu Samtaka iðnaðarins frá janúar 2024 kom fram að stjórnendur iðnfyrirtækja töldu nauðsynlegt að skapa einfaldara og samhæfðara kerfi milli sveitarfélaga, auka gagnsæi hvað varðar ferla og stöðu mála ásamt því að auka fyrirsjáanleika við eftirlit. Tvö ráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti, hafa nú svarað ákallinu með áætlun um að eftirlit verði fært frá stofnunum sveitarfélaga til ríkisins. Með breytingunum fækkar framkvæmdaraðilum eftirlits úr ellefu í tvo og verður þannig stuðlað að samræmdu og einfaldara eftirliti um land allt. Samtök iðnaðarins fagna fyrirhugaðri breytingu og telja hana stórt framfaraskref til að tryggja samræmda og skilvirka framkvæmd sem stuðli að auknum fyrirsjáanleika. Að því sögðu þarf að tryggja að sú sérfræðiþekking sem er til staðar á landsbyggðinni haldi og eftirlitsaðilar séu í nálægð við fyrirtækin um land allt. Vonir eru bundnar við að samræmd framkvæmd bæti rekstrarskilyrði og styrki þannig samkeppnishæfni iðnfyrirtækja samfélaginu til heilla, á sama tíma og öryggi neytenda er tryggt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Lilja Björk Guðmundsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Um árabil hafa Samtök iðnaðarins ásamt fleiri hagsmunasamtökum kallað eftir breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits. Vegur þar þyngst ósamræmi í framkvæmd eftirlitsaðila milli landssvæða og skortur á yfirsýn. Afleiðingarnar eru að fyrirtæki á landsvísu hafa búið við mismunandi starfs- og rekstrarskilyrði sem skapar ófyrirsjáanleika og ójafnræði milli aðila á markaði. Málið á sér aðdraganda og hefur verið til skoðunar hjá stjórnvöldum síðastliðin ár. Starfshópar hafa verið skipaðir, úttektir lagðar fram, skýrslur eftirlitsstofnana birtar ásamt því að farið hefur fram samráð við hagaðila. Í október 2023 lagði starfshópur þáverandi umhverfisráðherra til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga yrði lagt niður og eftirlitið fært til ríkisins. Lagðar voru fram þrjár sviðsmyndir sem fólu í sér fækkun heilbrigðiseftirlitssvæða ásamt yfirfærslu til ríkisins. Starfshópurinn taldi löngu tímabært að ráðist yrði í heildstæða endurskoðun á kerfinu með vísan í ósamræmi, flókna stjórnsýslu og skort á yfirsýn. Þá sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) formlegt bréf til stjórnvalda í júlí 2024 þar sem fram kom að stjórnsýsla á sviði matvæla- og heilbrigðiseftirlits hérlendis væri hvorki nægjanlega samræmd né stöðug. Þessum athugasemdum ber að taka alvarlega. Ef ekkert er aðhafst getur Ísland talist brotlegt við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins að ótöldum kostnaðarsömum afleiðingum fyrir íslenska framleiðendur. Á meðan hafa aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins mörg hver staðið frammi fyrir ósamræmi í framkvæmd með tilheyrandi óhagræði. Í greiningu Samtaka iðnaðarins frá janúar 2024 kom fram að stjórnendur iðnfyrirtækja töldu nauðsynlegt að skapa einfaldara og samhæfðara kerfi milli sveitarfélaga, auka gagnsæi hvað varðar ferla og stöðu mála ásamt því að auka fyrirsjáanleika við eftirlit. Tvö ráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti, hafa nú svarað ákallinu með áætlun um að eftirlit verði fært frá stofnunum sveitarfélaga til ríkisins. Með breytingunum fækkar framkvæmdaraðilum eftirlits úr ellefu í tvo og verður þannig stuðlað að samræmdu og einfaldara eftirliti um land allt. Samtök iðnaðarins fagna fyrirhugaðri breytingu og telja hana stórt framfaraskref til að tryggja samræmda og skilvirka framkvæmd sem stuðli að auknum fyrirsjáanleika. Að því sögðu þarf að tryggja að sú sérfræðiþekking sem er til staðar á landsbyggðinni haldi og eftirlitsaðilar séu í nálægð við fyrirtækin um land allt. Vonir eru bundnar við að samræmd framkvæmd bæti rekstrarskilyrði og styrki þannig samkeppnishæfni iðnfyrirtækja samfélaginu til heilla, á sama tíma og öryggi neytenda er tryggt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun