Innlent

Allt til­tækt slökkvi­lið kallað út vegna elds í í­búð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Slökkviliðsstarf gekk að sögn varðstjóra greiðlega.
Slökkviliðsstarf gekk að sögn varðstjóra greiðlega. Vísir/Vilhelm

Allar fjórar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út vegna elds í íbúð við Sóleyjarhlíð í Hafnarfirði á áttunda tímanum. Slökkvistarfi er lokið. 

Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Hann segir að greiðlega hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins og engum hafi orðið meint af. Eldsupptök eru ókunn. 

Tilkynning barst slökkviliði klukkan 19:25 en slökkvistarfi og reykræstingu var þegar lokið og þegar blaðamaður náði tali af Lárusi skömmu fyrir klukkan átta. 

Sem fyrr segir var allt tiltækt slökkvilið kallað út en síðasti bíllinn var að sögn Lárusar afturkallaður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×