Sport

Halda mara­þon­hlaup ellefu hundruð metrum undir sjávar­máli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlaupararnir mun keppa í algjöru myrkri og algjörri stillu en verða með höfuðljós.
Hlaupararnir mun keppa í algjöru myrkri og algjörri stillu en verða með höfuðljós. worldsdeepestmarathon

Mjög óvenjulegt maraþonhlaup mun fara fram í Svíþjóð í október næstkomandi.

Svíarnir kalla þetta heimsins dýpsta maraþonhlaup og ekki af ástæðulausu.

Sextíu maraþonhlauparar munu fá að taka þátt en þeir munu þá hlaupa 42,2 kílómetra í Garpenberg sinknámunni. Hlaupið fer fram 25. október 2025.

Hlaupararnir munu þar hlaupa 1120 metrum undir sjávarmáli en náman er staðsett norður af Stokkhólmi.

Enginn hefur reynt að hlaupa maraþon í þessum aðstæðum áður en það má búast við því að hitinn inn í námunni verði allt að þrjátíu gráðum.

Það verður einnig algjör þögn í námunni og algjört myrkur fyrir utan höfuðljós keppenda til að sjá hvert þeir eru að hlaupa.

Boliden, eigendur Garpenberg námunnar, halda hlaupið og hafa fullvissað alla um það að öll öryggisatriði verði fyrsta flokks.

Hlaupararnir verða líka allir vel búnir með hjálma og þeir hafa aðgengi að sérstökum öryggisklefum komi eitthvað fyrir.

Það er ljóst að þetta hlaup munu reyna mikið á keppendur ekki aðeins að þurfa að hlaupa alla þessa kílómetra heldur að gera það í þessum hita og í þessu myrkri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×