Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2025 14:37 Fossinn Dynjandi er meðal helstu ferðamannastaða á Vestfjörðum. Lengi hefur verið ófært um Dynjandisheiði á veturna, sem tengir sunnanverða og norðanverða Vestfirði. Þegar úrbætur vegagerðarinnar á veginum klárast næsta haust opnast ýmsar dyr. Vísir/Anton Brink Vestfjarðarstofa hefur hrundið af stað átaki til að auka vetrarferðamennsku á svæðinu. Verkefnisstjóri segir fjölmörg tækifæri birtast með vegabótum en framkvæmdir standa yfir víða á vegaköflum sem hingað til hafa verið lokaðir á veturna. Framkvæmdir við endurbætur á Dynjandisvegi hófst í byrjun júní og eru verklok áætluð í september á næsta ári. Með endurbótunum verður hægt að ferðast um Dynjandisveg allan ársins hring, ekki bara á sumrin eins og verið hefur. „Sumrin eru feykigóð og hér er hægt að njóta þess að koma og skoða Látrabjarg eða fara upp í Árneshrepp eða skoða Dynjanda og bara njóta svæðisins á sumrin en það er vissulega hægt að sækja þetta heim á veturna,“ segir Sölvi Guðmundsson verkefnisstjóri markaðsmála hjá Vestfjarðarstofu. Aðgengi batni enn meira með brúargerð yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og Dýrafjarðargöngum. Vestfjarðarstofa er nú í sérstöku átaki til að efla vetrarferðaþjónustu á svæðinu enn frekar. Er ekki færðin á veturna þannig að það er ekkert vit fyrir þá sem ekki þekkja til að fara þarna um á veturna? „Þarna talarðu um þessa gömlu góðu mýtu að það sé alltaf ófært á Vestfirði. Það er alltaf áskorun að ferðast á vetrartímanum á Íslandi, sama hvort þú ætlar norður, austur eða hingað vestur á firði. Auðvitað þarf maður alltaf að passa færð og veður þegar maður ferðast.“ Verkefnið sé til þess gert að auka framboðið og laða að fleira fólk. „Hér er ferðaþjónusta á veturna og hefur verið. Til dæmis eru norðurljósaferðir í Heydal, sleðaferðir í Djúpavík og ljósmyndaferðir á Hornstrandir yfir háveturinn. Hér er alþjóðlegt gönguskíðamót og gönguskíðaferðir eru vinsælar á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Það eru hátíðir eins og Galdrafár, heimildamyndahátíðir og Aldrei fór ég suður.“ Ísafjarðarbær Vesturbyggð Ásahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Framkvæmdir við endurbætur á Dynjandisvegi hófst í byrjun júní og eru verklok áætluð í september á næsta ári. Með endurbótunum verður hægt að ferðast um Dynjandisveg allan ársins hring, ekki bara á sumrin eins og verið hefur. „Sumrin eru feykigóð og hér er hægt að njóta þess að koma og skoða Látrabjarg eða fara upp í Árneshrepp eða skoða Dynjanda og bara njóta svæðisins á sumrin en það er vissulega hægt að sækja þetta heim á veturna,“ segir Sölvi Guðmundsson verkefnisstjóri markaðsmála hjá Vestfjarðarstofu. Aðgengi batni enn meira með brúargerð yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og Dýrafjarðargöngum. Vestfjarðarstofa er nú í sérstöku átaki til að efla vetrarferðaþjónustu á svæðinu enn frekar. Er ekki færðin á veturna þannig að það er ekkert vit fyrir þá sem ekki þekkja til að fara þarna um á veturna? „Þarna talarðu um þessa gömlu góðu mýtu að það sé alltaf ófært á Vestfirði. Það er alltaf áskorun að ferðast á vetrartímanum á Íslandi, sama hvort þú ætlar norður, austur eða hingað vestur á firði. Auðvitað þarf maður alltaf að passa færð og veður þegar maður ferðast.“ Verkefnið sé til þess gert að auka framboðið og laða að fleira fólk. „Hér er ferðaþjónusta á veturna og hefur verið. Til dæmis eru norðurljósaferðir í Heydal, sleðaferðir í Djúpavík og ljósmyndaferðir á Hornstrandir yfir háveturinn. Hér er alþjóðlegt gönguskíðamót og gönguskíðaferðir eru vinsælar á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Það eru hátíðir eins og Galdrafár, heimildamyndahátíðir og Aldrei fór ég suður.“
Ísafjarðarbær Vesturbyggð Ásahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira