Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2025 16:13 Elon Musk í Hvíta húsin fyrr á árinu. AP/Alex Brandon Stjórn Tesla hefur beðið hluthafa um að samþykkja launapakka fyrir Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins og stærsta hluthafa, sem hljómar upp á allt að billjón dala yfir næsta áratuginn. Musk er þegar auðugasti maður heimsins. Greiðslurnar færu fram í áföngum, eftir velgengni fyrirtækisins, og yrðu í formi hlutafjár. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er jákvæðasta sviðsmyndin í pakkanum á þann veg að fyrirtækið yrði metið á 8,5 billjónir dala. Þá fengi Musk um tólf prósent hlut í félaginu og yrði sá hlutur metið á rétt rúmlega billjón dala. Í heildina myndi Musk eiga um 29 prósent í félaginu. Billjón dala samsvarar um 122 billjónum króna (122.000.000.000.000) og er markaðsvirði Tesla þessa dagana rétt yfir einni billjón dala. Í bréfi til hluthafa sagði Robyn Denholm, stjórnarformaður Tesla, að það væri gífurlega mikilvægt fyrir fyrirtækið að halda Musk í starfi forstjóra. Sérstaklega ef Tesla ætti að verða verðmætasta fyrirtæki heimsins. Hún sagði launapakkann sniðinn í samræmi við „langtímahagnað hluthafa með hvötum sem munu ná fram því besta hjá okkar framsýna leiðtoga“. Háleit markmið Meðal markmiða sem Tesla þyrfti að ná undir stjórn Musks eru, auk markaðsvirðisins sem nefnt er hér ofar, að afhenda tuttugu milljónir bíla og milljón vélmenni til viðskiptavina og að koma milljón sjálfkeyrandi leigubílum í umferð. Fyrirtækið þyrfti einnig að hafa tíu milljónir eigenda í áskrift að þjónustu sem gerir bíla þeirra sjálfkeyrandi. Þar að auki þyrftu árstekjur félagsins að verða fjögur hundruð milljarðar dala, fyrir skatta og önnur gjöld. Í fyrra voru þær tekjur eingöngu 16,6 milljarðar. Denholm lagði einnig til við hluthafa að samþykkja að Tesla fjárfesti í xAI, sem er gervigreindarfyrirtæki Musks. Atkvæðagreiðslan mun fara fram þann 6. nóvember. Fyrri samningur ólöglegur Musk hefur að miklu leyti starfað launalaust fyrir Tesla á undanförnum árum eftir að umfangsmikill kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 var dæmdur ólöglegur. Úrskurðurinn fól í sér að Musk varð af fúlgum fjár, eða allt að 7,5 billjónum króna. Sjá einnig: Vill færa skráningu Tesla til Texas Stjórnin samþykkti þó í síðasta mánuði hlutafjárgreiðslu til Musks sem metin var á um 23,7 milljarða dala, eða tæpar þrjár billjónir króna. Hann á einnig fyrirtæki eins og xAI og SpaceX, auk annarra. Í frétt WSJ segir að hluthafar í Tesla hafi á undanförnum árum efast um það hversu mikið Musk einbeitti sér í raun að rekstri Tesla. Hann hefur meðal annars lagt mikla áherslu á pólitík á undanförnum árum og árið 2022 varði hann fúlgum fjár og miklum tíma í að kaupa og taka yfir Twitter, sem nú heitir X, og er hann mjög duglegur við að birta færslur þar. Vörumerkið Tesla hefur beðið mikla hnekki af bandalagi Musks við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vinstri sinnað fólk í Bandaríkjunum og í Evrópu dró úr kaupum á bílum frá Tesla og það sama gerðist á hægri vængnum í Bandaríkjunum, þegar allt fór í háaloft milli Musks og Trumps. Sjá einnig: Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump Aukinn markaðshlutdeild kínverskra fyrirtækja á sviði rafmagnsbíla hefur einnig komið niður á rekstri Tesla. Á fyrsta fjórðungi þessa árs dróst sala Tesla saman um 71 prósent, samanborið við sama fjórðung í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi var samdrátturinn sextán prósent. Tesla Elon Musk Bandaríkin Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Greiðslurnar færu fram í áföngum, eftir velgengni fyrirtækisins, og yrðu í formi hlutafjár. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er jákvæðasta sviðsmyndin í pakkanum á þann veg að fyrirtækið yrði metið á 8,5 billjónir dala. Þá fengi Musk um tólf prósent hlut í félaginu og yrði sá hlutur metið á rétt rúmlega billjón dala. Í heildina myndi Musk eiga um 29 prósent í félaginu. Billjón dala samsvarar um 122 billjónum króna (122.000.000.000.000) og er markaðsvirði Tesla þessa dagana rétt yfir einni billjón dala. Í bréfi til hluthafa sagði Robyn Denholm, stjórnarformaður Tesla, að það væri gífurlega mikilvægt fyrir fyrirtækið að halda Musk í starfi forstjóra. Sérstaklega ef Tesla ætti að verða verðmætasta fyrirtæki heimsins. Hún sagði launapakkann sniðinn í samræmi við „langtímahagnað hluthafa með hvötum sem munu ná fram því besta hjá okkar framsýna leiðtoga“. Háleit markmið Meðal markmiða sem Tesla þyrfti að ná undir stjórn Musks eru, auk markaðsvirðisins sem nefnt er hér ofar, að afhenda tuttugu milljónir bíla og milljón vélmenni til viðskiptavina og að koma milljón sjálfkeyrandi leigubílum í umferð. Fyrirtækið þyrfti einnig að hafa tíu milljónir eigenda í áskrift að þjónustu sem gerir bíla þeirra sjálfkeyrandi. Þar að auki þyrftu árstekjur félagsins að verða fjögur hundruð milljarðar dala, fyrir skatta og önnur gjöld. Í fyrra voru þær tekjur eingöngu 16,6 milljarðar. Denholm lagði einnig til við hluthafa að samþykkja að Tesla fjárfesti í xAI, sem er gervigreindarfyrirtæki Musks. Atkvæðagreiðslan mun fara fram þann 6. nóvember. Fyrri samningur ólöglegur Musk hefur að miklu leyti starfað launalaust fyrir Tesla á undanförnum árum eftir að umfangsmikill kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 var dæmdur ólöglegur. Úrskurðurinn fól í sér að Musk varð af fúlgum fjár, eða allt að 7,5 billjónum króna. Sjá einnig: Vill færa skráningu Tesla til Texas Stjórnin samþykkti þó í síðasta mánuði hlutafjárgreiðslu til Musks sem metin var á um 23,7 milljarða dala, eða tæpar þrjár billjónir króna. Hann á einnig fyrirtæki eins og xAI og SpaceX, auk annarra. Í frétt WSJ segir að hluthafar í Tesla hafi á undanförnum árum efast um það hversu mikið Musk einbeitti sér í raun að rekstri Tesla. Hann hefur meðal annars lagt mikla áherslu á pólitík á undanförnum árum og árið 2022 varði hann fúlgum fjár og miklum tíma í að kaupa og taka yfir Twitter, sem nú heitir X, og er hann mjög duglegur við að birta færslur þar. Vörumerkið Tesla hefur beðið mikla hnekki af bandalagi Musks við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vinstri sinnað fólk í Bandaríkjunum og í Evrópu dró úr kaupum á bílum frá Tesla og það sama gerðist á hægri vængnum í Bandaríkjunum, þegar allt fór í háaloft milli Musks og Trumps. Sjá einnig: Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump Aukinn markaðshlutdeild kínverskra fyrirtækja á sviði rafmagnsbíla hefur einnig komið niður á rekstri Tesla. Á fyrsta fjórðungi þessa árs dróst sala Tesla saman um 71 prósent, samanborið við sama fjórðung í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi var samdrátturinn sextán prósent.
Tesla Elon Musk Bandaríkin Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira