Upp­gjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gauti Gunnarsson var iðinn við kolann hjá Stjörnuliðinu í dag. 
Gauti Gunnarsson var iðinn við kolann hjá Stjörnuliðinu í dag.  Vísir/Anton Brink

Stjarnan fékk rúmenska liðið Minaur Baia Mare í heimsókn í Hekluhöllina í Mýrina í Garðabænum í dag í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninnar í Evrópudeildinni í handbolta karla.

Fyrri leikur liðanna liðanna ytra endaði með 26-26 jafntefli þar sem Ísak Logi Einarsson jafnaði metin með marki sínu undir lok leiksins. Stjarnan var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli sínum.

Það var þó nokkur taugaspenna sem einnkendi fyrstu mínútur leiksins lítið var skorað en sterkar varnir í fyrirrúmi. Staðan var jöfn 2-2 þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum en þá jafnaði Gauti Gunnarsson með marki úr hraðaupphlaupi.

Áfram var jafnræði með liðunum og um miðjan fyrri hálfleikinn náði Gauti forystunni fyrir Stjörnuna, 7-6, með frábæru marki úr hraðaupphlaupi. Þá tók við slæmur kafli hjá Stjörnunni og gestirnir komust 11-8 yfir. Stjarnan tók þá við sér og lagaði stöðuna en Minaur Baia Mare var 14-13 yfir í hálfleik.

Títtnefndur Gauti skoraði síðasta mark fyrri hálfleiksins en hægri hornamaðurinn var kominn með sex mörk í hálfleik og var markahæstur á vellinum.

Sigurður Dan Óskarsson var stór partur af því að Stjarnan náði að komast í vítakastkeppnina. Vísir/Anton Brink

Minaur Baia Mare var áfram að yfirhöndina í leiknum fram eftir seinni hálfleiknum og leiddu með einu til þremur mörkum. Frábær lokasprettur Stjörnunnar með Sigurð Dan Óskarsson í banastuði í markinu varð til þess að liðið náði að jafna metin, 23-23, Barnabás Rea sem gerði það með lokakasti venjulegs leiktíma.

Úrslitin réðust í vítakastkeppni þar sem Starri Gunnarsson og Jóhannes Bjørgvin brenndu úr sínum vítaköstum en Minaur Baia Mare skoraði fjórum vítaköstum. Þar með var ljóst að Evrópuævintýri Stjörnunnar er lokið að þessu sinni. 

Barnabás Rea skoraði markið sem kom Stjörnunni í vítakastkeppina. Vísir/Anton Brink

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira