Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 12:06 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. sýn Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir. Greint var frá því í gær að samráðsnefnd fjármálaráðuneytisins hefur ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á innflutningi kísilmálms frá Kína sem PCC segir seldan á undirboðskjörum. PCC lagði fram kæru sína í apríl og hefur ráðuneytið verið með málið til skoðunar síðan þá. Formleg rannsókn er ekki hafin en samkvæmt ráðuneytinu eru vonir bundnar við að hún hefjist fyrir lok september. „Höfum ekkert gríðarlegan tíma“ Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka, fagnar þessu en ef fallist er á kröfu fyrirtækisins verða lagðir tollar á innflutning umrædds kísils. „Við höfðum alltaf trú á því að okkar rök væru sterk og það væri ástæða til að skoða málið frekar. Við fögnum því bara gífurlega að málið sé komið af stað. Þetta er kannski svona fyrsti vonarneistinn í kringum Bakka í nokkra mánuði. Þetta er ákveðinn áfangi í baráttunni hjá okkur á Bakka og samfélaginu í Húsavík og Norðurþingi að geta hafið reksturinn á ný. En engu að síður, við höfum ekkert gríðarlegan tíma.“ Biðlar til stjórnvalda að leggja bráðabirgðatoll á innflutning Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Reksturinn var stöðvaður vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu. „Við vonum bara að nefndin vinni hratt og vel. Sambærileg mál taka um tólf mánuði í Evrópu en það eru þá vanalega af miklu stærri stærðargráðu. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Þetta eru fáir aðilar að málinu. Við vonum bara að þetta takist eins fljótt og hægt er.“ Hann biðlar til stjórnvalda að grípa til ráðstafanna. „Við höfum verið að ræða við þingmenn að samkvæmt tollalögum þá er heimilt samkvæmt 136. grein að setja á bráðabirgðatolla á meðan á rannsókn er í gangi ef hún tekur of langan tíma. Ég vil hvetja alþingismenn til að skoða það og hef bent á það með á fundum mínum með þeim og þingnefndum.“ Kína Norðurþing Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Greint var frá því í gær að samráðsnefnd fjármálaráðuneytisins hefur ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á innflutningi kísilmálms frá Kína sem PCC segir seldan á undirboðskjörum. PCC lagði fram kæru sína í apríl og hefur ráðuneytið verið með málið til skoðunar síðan þá. Formleg rannsókn er ekki hafin en samkvæmt ráðuneytinu eru vonir bundnar við að hún hefjist fyrir lok september. „Höfum ekkert gríðarlegan tíma“ Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka, fagnar þessu en ef fallist er á kröfu fyrirtækisins verða lagðir tollar á innflutning umrædds kísils. „Við höfðum alltaf trú á því að okkar rök væru sterk og það væri ástæða til að skoða málið frekar. Við fögnum því bara gífurlega að málið sé komið af stað. Þetta er kannski svona fyrsti vonarneistinn í kringum Bakka í nokkra mánuði. Þetta er ákveðinn áfangi í baráttunni hjá okkur á Bakka og samfélaginu í Húsavík og Norðurþingi að geta hafið reksturinn á ný. En engu að síður, við höfum ekkert gríðarlegan tíma.“ Biðlar til stjórnvalda að leggja bráðabirgðatoll á innflutning Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Reksturinn var stöðvaður vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu. „Við vonum bara að nefndin vinni hratt og vel. Sambærileg mál taka um tólf mánuði í Evrópu en það eru þá vanalega af miklu stærri stærðargráðu. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Þetta eru fáir aðilar að málinu. Við vonum bara að þetta takist eins fljótt og hægt er.“ Hann biðlar til stjórnvalda að grípa til ráðstafanna. „Við höfum verið að ræða við þingmenn að samkvæmt tollalögum þá er heimilt samkvæmt 136. grein að setja á bráðabirgðatolla á meðan á rannsókn er í gangi ef hún tekur of langan tíma. Ég vil hvetja alþingismenn til að skoða það og hef bent á það með á fundum mínum með þeim og þingnefndum.“
Kína Norðurþing Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda