Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Siggeir Ævarsson skrifar 6. september 2025 18:16 Fjölnismenn í Grindavík í sumar, þegar allt lék í lyndi Vísir/Hulda Margrét Fjölnismenn eru fallnir úr Lengjudeild karla eftir 2-1 tap gegn Þór á Akureyri. Heil umferð var leikin í dag og er óhætt að segja að mjög spennandi lokaumferð sé framundan. Fjölnismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda fyrir norðan í dag en á 84. mínútu fengu heimamenn víti sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr. Það reyndist sigurmark leiksins. Á sama tíma tóku Leiknismenn á móti Selfossi og hirtu öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Leiknir fer þá í 20 stig og úr fallsæti, einu stigi á undan Selfossi sem sígur niður í 11. sætið með 19 stig. Grindvíkingar, sem eru einnig í bullandi fallhættu, léku sinn fyrsta leik undir nýrri stjórn eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn taka pokann sinn á dögunum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍR á heimavelli 3-1. Markahrókurinn Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga og lagði upp það þriðja. Hann er þá kominn með 14 mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Oumar Diouck. Með sigrinum fara Grindvíkingar í 21 stig, stigi á undan Leikni en ennþá í fallhættu enda aðeins tveimur stigum á undan Selfyssingum. Fylkir fékk Völsung í heimsókn þar sem Húsvíkingarnir björguðu sér endanlega frá falli með 1-2 sigri. Staðan í neðri hlutanum fyrir lokaumferðina er þá svona: 8. sæti - Grindavík 21 stig9. sæti - Fylkir 20 stig10. sæti - Leiknir 20 stig 11. sæti - Selfoss 19 stig12. sæti - Fjölnir 15 stig Liðin í 8. - 11. sæti geta því öll ennþá fallið. Grindavík tekur á móti Njarðvík í lokaumferðinni, Fylkir sækir ÍR heim, Leiknir sækir Fjölni heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Hart barist á toppnum líka Á toppi deildarinnar er spennan ekki minni en Þórsarar sitja á toppnum eftir úrslit dagsins með 42 stig. Þróttarar koma þar strax á eftir með 41 og Njarðvík er með 40, svo að þessi þrjú lið eiga öll möguleika á að taka toppsætið í lokaumferðinni og fara beint upp. Þróttarar töpuðu þremur stigum í dag þegar liðið steinlá á útivelli gegn HK, 5-2 þar sem Jóhann Þór Arnarsson skoraði þrennu. Njarðvíkingar töpuðu einnig þremur stigum þegar liðið tapaði gegn Keflavík, 2-1. Þróttur og Þór mætast einmitt í lokaumferðinni en Njarðvíkingar verða að stóla á að þeim leik ljúki með jafntefli ef þeir ætla sér að eiga möguleika á toppsætinu. Þeir þurfa þá að vinna Grindavík og vona að markatalan dugi þeim í toppsætið. Lengjudeild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Sjá meira
Fjölnismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda fyrir norðan í dag en á 84. mínútu fengu heimamenn víti sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr. Það reyndist sigurmark leiksins. Á sama tíma tóku Leiknismenn á móti Selfossi og hirtu öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Leiknir fer þá í 20 stig og úr fallsæti, einu stigi á undan Selfossi sem sígur niður í 11. sætið með 19 stig. Grindvíkingar, sem eru einnig í bullandi fallhættu, léku sinn fyrsta leik undir nýrri stjórn eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn taka pokann sinn á dögunum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍR á heimavelli 3-1. Markahrókurinn Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga og lagði upp það þriðja. Hann er þá kominn með 14 mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Oumar Diouck. Með sigrinum fara Grindvíkingar í 21 stig, stigi á undan Leikni en ennþá í fallhættu enda aðeins tveimur stigum á undan Selfyssingum. Fylkir fékk Völsung í heimsókn þar sem Húsvíkingarnir björguðu sér endanlega frá falli með 1-2 sigri. Staðan í neðri hlutanum fyrir lokaumferðina er þá svona: 8. sæti - Grindavík 21 stig9. sæti - Fylkir 20 stig10. sæti - Leiknir 20 stig 11. sæti - Selfoss 19 stig12. sæti - Fjölnir 15 stig Liðin í 8. - 11. sæti geta því öll ennþá fallið. Grindavík tekur á móti Njarðvík í lokaumferðinni, Fylkir sækir ÍR heim, Leiknir sækir Fjölni heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Hart barist á toppnum líka Á toppi deildarinnar er spennan ekki minni en Þórsarar sitja á toppnum eftir úrslit dagsins með 42 stig. Þróttarar koma þar strax á eftir með 41 og Njarðvík er með 40, svo að þessi þrjú lið eiga öll möguleika á að taka toppsætið í lokaumferðinni og fara beint upp. Þróttarar töpuðu þremur stigum í dag þegar liðið steinlá á útivelli gegn HK, 5-2 þar sem Jóhann Þór Arnarsson skoraði þrennu. Njarðvíkingar töpuðu einnig þremur stigum þegar liðið tapaði gegn Keflavík, 2-1. Þróttur og Þór mætast einmitt í lokaumferðinni en Njarðvíkingar verða að stóla á að þeim leik ljúki með jafntefli ef þeir ætla sér að eiga möguleika á toppsætinu. Þeir þurfa þá að vinna Grindavík og vona að markatalan dugi þeim í toppsætið.
Lengjudeild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn