Fótbolti

Crouch tapaði í Fanta­sy og tók út refsingu í utan­deildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Crouch tók refsingunni með bros á vör
Crouch tók refsingunni með bros á vör Twitter@Football__Tweet

Börnin sem leiddu leikmenn út á völlinn í leik utandeildarliðsins Farnham Town í dag fengu heldur betur óvæntan „liðsstyrk“ þegar Peter Crouch bættist í hópinn og leiddi leikmann inn á völlinn.

Uppákoman var hluti af refsingu Crouch fyrir að enda neðstur í Fantasy deildinni sinni en Crouch lét engan bilbug á sér finna heldur tók hlutverki sínu mjög alvarlega og stillti sér að sjálfsögðu upp fyrir framan leikmanninn sem hann leiddi út á völl, sem hvarf á bakvið tveggja metra slánann Crouch.

Refsingar eins og þessar eiga það oft sameiginlegt að eiga að gera lítið úr þeim sem þurfa að taka þær út eða gera viðkomandi vandræðalegan. Crouch aftur á móti virðist hafa ákveðið að lifa sínu besta lífi í dag. Hann stillti sér upp í myndatökur, gaf eiginhandaráritanir og henti svo í róbótann til að fagna marki í hálfleik. Allt eins og það á að vera þegar Peter Crouch á í hlut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×