Veður

Rigning í dag

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ferðamenn í vætuveðri í miðbænum.
Ferðamenn í vætuveðri í miðbænum. Vísir/Vilhelm

Spáð er norðaustan 5-13 metrum á sekúndu og rigningu í dag, talsverðri um tíma suðaustantil, en þurrt um landið vestanvert fram eftir degi.

Hvassara um tíma vestast í nótt, en lægir og styttir upp að mestu í fyrramálið.

Hiti 7 - 14 stig, svalast á Vestfjörðum.

Hugleiðingar veðurfræðings hjá Veðurstofunni:

Rigning yfir austanverðu landinu færast smám saman til vesturs og mun rigna um allt land undir kvöld. Vindur verður norðaustan 5-13 m/s. Úrkoman getur verið talsverð um tíma á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Hiti yfirleitt 7 til 15 stig.

Dregur heldur úr úrkomu á austanverðu landinu um tíma seinnipartinn, en í nótt hvessir og bætir í úrkomu. í nótt og fyrramálið gera spár ráð fyrir austan og norðaustan 10-18 og rigningu, en léttir til og dregur svo vindi vestantil þegar komur fram á morguninn. Hviður á vestanverðu landinu gætu truflað umferð bíla sem taka á sig mikinn vind og því vissara að fara varlega. Mun hægari og úrkomuminna á Norðausturlandi. Hlýnar heldur.

Seint á morgun er svo von á nýrri úrkomu gusu og tekur hún land á svipuðum slóðum og þær fyrri, eða á Suðausturlandi.

Viðbúið er að vatn fari að safnast saman við svona mikla úrkomu á svipuðum slóðum og má því búast við miklum vatnavöxtum um landið suðaustanvert.

Veðurspá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×