Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. september 2025 17:13 Bryndís og Guðmundur Andri veltu málfrelsi fyrir sér í Sprengisandi. Vísir Rithöfundur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu málfrelsi sem mikið hefur verið til umræðu eftir umdeildan Kastljós-þátt. Þau sammælast um að á Íslandi ríki málfrelsi en það þýði ekki að segja ætti allt sem hver maður hugsar. Það að vera ósammála skoðunum annarra sé ekki brot á málfrelsi. „Ég held að klárlega ríki málfrelsi á Íslandi og við erum lýðræðisríki,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi í morgun. Hún, auk Guðmundar Andra Thorsson, rithöfundar og fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, ræddu stöðu málfrelsis á Íslandi. Hann tók undir orð Bryndísar. „Ég er sammála, það ríkir málfrelsi á Íslandi. Ekki nóg með það heldur er það líka eitt af okkar mikilsverðustu réttindum, málfrelsið og má ekki skerða. Það sem ruglar dæmið er að í daglegu lífi okkar erum við alltaf að beita okkur sjálf þöggun og ritskoðun,“ sagði Guðmundur. „Maður segir ekki einhverjar hugsanir sem að skjótast upp í kollinn á manni og hverfa jafn hraðan. Við getum ekki farið að tala öll saman eins og við séum framheilasködduð. Við þurfum alltaf að ritskoða okkur sjálf, velja úr hugsunum okkar, velja úr hugsunum okkar hvað við tjáum og hvað ekki.“ Bryndís segist gera sér grein fyrir því að hún sem stjórnmálamaður fái frekar tækifæri til að deila sínum skoðunum opinberlega heldur en aðrir. Þrátt fyrir að hún segi ekki allt sem kemur upp í huga hennar sé hún ekki beitt þöggun. „Mér finnst að fólk þurfi að hafa ákveðið umburðarlyndi gagnvart fólki sem er ekki í þessari stöðu. Það á að vera þannig að allir eigi að geta tjáð sig, og það er svoleiðis, það eru til samfélagsmiðlar í dag sem eru að taka yfir umræðuna og þar eiga allir að hafa rými til að tjá sig en það eru auðvitað einhver takmörk fyrir því,“ segir hún. Samfélagsmiðlar spili stórt hlutverk í opinberri umræðu í dag og þar á meðal kommentakerfin. Þótt hún segist ekki lesa athugasemdir á Facebook sjálf, jafnvel þótt um sé að ræða fréttaefni um hana, þá geri hún sér grein fyrir að mikil samfélagsleg umræða eigi sér stað þar. Klárt að það sé bakslag í heiminum Það eru, meðal annars, athugasemdakerfin á samfélagsmiðlum sem hafa logað í kjölfar þáttar Kastljóss þar sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskiptastýra Samtakanna 78, tókust á um bakslag í réttindum hinsegin fólks. Eftir viðtalið sagði Snorri að víðsjárverð þöggun hafi grafið um sig í íslensku samfélagi. Vert er að benda á umfjöllun Heimildarinnar, þar sem allt viðtalið var tekið saman. Þar sýnir að Snorri talaði 64 prósent tímans í Kastljós-þættinum og Þorbjörg þrjátíu prósent. „Ég held að þessi Kastljós-þáttur var mjög skrýtinn, ég veit ekki nákvæmlega hver var punkturinn á bak við þáttinn sem slíkan og hverju átti að koma á framfæri en mig langar að segja það, því umræðan hefur verið svo mikið um hinsegin fólk og bakslag, ég hef tekið eftir því að það er svolítil umræða um hvort það sé bakslag á Íslandi eða ekki. Það er klárt að það er bakslag í heiminum og mér finnst það blasa við sem staðreyndir,“ segir Bryndís. Hún telur að hluti af vandamálinu sé aukinn hraði í samfélaginu. „Það er allt orðið svo stutt og snarpt og fólk tekur oft frekar þátt í einhverju svona. Þú getur ekkert rætt af einhverju viti mikilvæg málefni með því að setja þau í eina setningu. Það er svolítið sem er að vinna í hraða samfélagsins.“ Hins vegar segist hún skilja fólk sem spyr hvort að álíka bakslag sé að finna á Íslandi. Hún rifjar upp þegar sett voru lög á Alþingi um kynrænt sjálfstæði. Þar hafi verið mikil samstaða, en jafnframt tekist á um ýmis smáatriði. „Það var mikil samstaða á þingi og ég veit að Miðflokksmenn á þeim tíma, og háttvirtur þingmaður Snorri Másson var ekki kominn á þing þá, voru með spurningar og athugasemdir en ég upplifði það samt ekki að það liti sem athugasemdir að því að við ættum ekki að virða rétt allra til að vera það sem þeir eru. Við vorum svolítið að takast á um aldursbil, á hvaða tímapunkti geta krakkar breytt kynskráningunni, þurfa þau samþykki foreldra,“ segir hún. „Mér finnst allt í lagi að við tökum þá umræðu en umræðan á ekki að snúast um þá hugmyndafræði að ég sé kona og einhver annar hafi fæðst í röngum líkama og skipt um kyn. Heldur einmitt þá þetta, hvernig sem samfélag við ætlum að tryggja réttindi allra.“ Það að vera ósammála sé ekki gegn málfrelsi Guðmundur segir að þrátt fyrir að málfrelsi ríki á Íslandi séu ýmsir hlutir sem eigi ekki að vera til umræðu. „Það eru til dæmis til mannréttindi, mannréttindi annars fólks. Það er ekkert sem við eigum endilega að vera að rökræða, á þessi hópur að njóta mannréttinda, það er ekkert til umræðu,“ segir hann. „Við erum að ræða það núna en það sem ég er að segja að ef við drögum í efa að einhver hópur eigi að njóta mannréttinda erum við komin á þann hála ís að við megum eiga von á því að fá kröftug mótmæli. Þegar einhver mótmælir kröftuglega því sem við erum að segja er hann ekki að taka af mér málfrelsið. Hann er bara einfaldlega að mótmæla því sem maður segir.“ „Sem að fólk hefur rétt á að gera,“ segir Bryndís. Sjálfstæðisflokkurinn Tjáningarfrelsi Sprengisandur Miðflokkurinn Hinsegin Tengdar fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. 5. september 2025 15:36 Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. 4. september 2025 13:24 „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
„Ég held að klárlega ríki málfrelsi á Íslandi og við erum lýðræðisríki,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi í morgun. Hún, auk Guðmundar Andra Thorsson, rithöfundar og fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, ræddu stöðu málfrelsis á Íslandi. Hann tók undir orð Bryndísar. „Ég er sammála, það ríkir málfrelsi á Íslandi. Ekki nóg með það heldur er það líka eitt af okkar mikilsverðustu réttindum, málfrelsið og má ekki skerða. Það sem ruglar dæmið er að í daglegu lífi okkar erum við alltaf að beita okkur sjálf þöggun og ritskoðun,“ sagði Guðmundur. „Maður segir ekki einhverjar hugsanir sem að skjótast upp í kollinn á manni og hverfa jafn hraðan. Við getum ekki farið að tala öll saman eins og við séum framheilasködduð. Við þurfum alltaf að ritskoða okkur sjálf, velja úr hugsunum okkar, velja úr hugsunum okkar hvað við tjáum og hvað ekki.“ Bryndís segist gera sér grein fyrir því að hún sem stjórnmálamaður fái frekar tækifæri til að deila sínum skoðunum opinberlega heldur en aðrir. Þrátt fyrir að hún segi ekki allt sem kemur upp í huga hennar sé hún ekki beitt þöggun. „Mér finnst að fólk þurfi að hafa ákveðið umburðarlyndi gagnvart fólki sem er ekki í þessari stöðu. Það á að vera þannig að allir eigi að geta tjáð sig, og það er svoleiðis, það eru til samfélagsmiðlar í dag sem eru að taka yfir umræðuna og þar eiga allir að hafa rými til að tjá sig en það eru auðvitað einhver takmörk fyrir því,“ segir hún. Samfélagsmiðlar spili stórt hlutverk í opinberri umræðu í dag og þar á meðal kommentakerfin. Þótt hún segist ekki lesa athugasemdir á Facebook sjálf, jafnvel þótt um sé að ræða fréttaefni um hana, þá geri hún sér grein fyrir að mikil samfélagsleg umræða eigi sér stað þar. Klárt að það sé bakslag í heiminum Það eru, meðal annars, athugasemdakerfin á samfélagsmiðlum sem hafa logað í kjölfar þáttar Kastljóss þar sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskiptastýra Samtakanna 78, tókust á um bakslag í réttindum hinsegin fólks. Eftir viðtalið sagði Snorri að víðsjárverð þöggun hafi grafið um sig í íslensku samfélagi. Vert er að benda á umfjöllun Heimildarinnar, þar sem allt viðtalið var tekið saman. Þar sýnir að Snorri talaði 64 prósent tímans í Kastljós-þættinum og Þorbjörg þrjátíu prósent. „Ég held að þessi Kastljós-þáttur var mjög skrýtinn, ég veit ekki nákvæmlega hver var punkturinn á bak við þáttinn sem slíkan og hverju átti að koma á framfæri en mig langar að segja það, því umræðan hefur verið svo mikið um hinsegin fólk og bakslag, ég hef tekið eftir því að það er svolítil umræða um hvort það sé bakslag á Íslandi eða ekki. Það er klárt að það er bakslag í heiminum og mér finnst það blasa við sem staðreyndir,“ segir Bryndís. Hún telur að hluti af vandamálinu sé aukinn hraði í samfélaginu. „Það er allt orðið svo stutt og snarpt og fólk tekur oft frekar þátt í einhverju svona. Þú getur ekkert rætt af einhverju viti mikilvæg málefni með því að setja þau í eina setningu. Það er svolítið sem er að vinna í hraða samfélagsins.“ Hins vegar segist hún skilja fólk sem spyr hvort að álíka bakslag sé að finna á Íslandi. Hún rifjar upp þegar sett voru lög á Alþingi um kynrænt sjálfstæði. Þar hafi verið mikil samstaða, en jafnframt tekist á um ýmis smáatriði. „Það var mikil samstaða á þingi og ég veit að Miðflokksmenn á þeim tíma, og háttvirtur þingmaður Snorri Másson var ekki kominn á þing þá, voru með spurningar og athugasemdir en ég upplifði það samt ekki að það liti sem athugasemdir að því að við ættum ekki að virða rétt allra til að vera það sem þeir eru. Við vorum svolítið að takast á um aldursbil, á hvaða tímapunkti geta krakkar breytt kynskráningunni, þurfa þau samþykki foreldra,“ segir hún. „Mér finnst allt í lagi að við tökum þá umræðu en umræðan á ekki að snúast um þá hugmyndafræði að ég sé kona og einhver annar hafi fæðst í röngum líkama og skipt um kyn. Heldur einmitt þá þetta, hvernig sem samfélag við ætlum að tryggja réttindi allra.“ Það að vera ósammála sé ekki gegn málfrelsi Guðmundur segir að þrátt fyrir að málfrelsi ríki á Íslandi séu ýmsir hlutir sem eigi ekki að vera til umræðu. „Það eru til dæmis til mannréttindi, mannréttindi annars fólks. Það er ekkert sem við eigum endilega að vera að rökræða, á þessi hópur að njóta mannréttinda, það er ekkert til umræðu,“ segir hann. „Við erum að ræða það núna en það sem ég er að segja að ef við drögum í efa að einhver hópur eigi að njóta mannréttinda erum við komin á þann hála ís að við megum eiga von á því að fá kröftug mótmæli. Þegar einhver mótmælir kröftuglega því sem við erum að segja er hann ekki að taka af mér málfrelsið. Hann er bara einfaldlega að mótmæla því sem maður segir.“ „Sem að fólk hefur rétt á að gera,“ segir Bryndís.
Sjálfstæðisflokkurinn Tjáningarfrelsi Sprengisandur Miðflokkurinn Hinsegin Tengdar fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. 5. september 2025 15:36 Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. 4. september 2025 13:24 „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
„Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. 5. september 2025 15:36
Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. 4. september 2025 13:24
„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20