Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. september 2025 19:49 Óskar Hallgrímsson hefur búið í Úkraínu í um fimm ár þar sem hann rekur lítið listastúdíó ásamt konunni sinni og flytur fréttir af stríðinu. vísir/elín margrét Íslendingur sem býr skammt frá aðsetri ríkisstjórnar Úkraínu, sem stóð í ljósum logum í morgun, segist hafa sofið í gegnum hvelli og sprengingar. Árásir á Kænugarð séu orðnar daglegt brauð en reiði og sorg einkenni borgarbúa eftir að móðir og kornungt barn hennar lést í árásinni í nótt. Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás sína frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt og í morgun. Um er að ræða þrettán flugskeyti og fleiri en 800 dróna. Mikill reykur steig upp frá aðsetri ríkisstjórnarinnar í morgun og börðust slökkviliðsmenn við að ráða niðurlögum eldsins. Óskar Hallgrímsson, blaðamaður og ljósmyndari, sem býr skammt frá húsakynnum ríkisstjórnarinnar segist ekki hafa kippt sér mikið upp við sprengingarnar. „Ég varð var við þegar árásirnar byrjuðu og síðan fór ég bara að sofa. Síðan vaknaði ég bara í morgun og las í fréttunum að það hafi verið svakalega árás. Konan mín er í Ódessa svo ég er með allt rúmið þannig ég greinilega sef fastar en vanalega. Það er daglegt brauð að það séu árásir á Kænugarð og Þegar það eru drónaárásir sem er bara mjög algengt að maður sofni út frá.“ Evrópa vaknar upp við vondan draum Minnst fjórir eru látnir og enn fleiri særðir eftir árásir næturnar, þar á meðal eru ungbarn og móðir þess í Kænugarði. Óskar segir reiði frekar einkenna borgarbúa en sorg. „Það er enginn glaður yfir því að móðir með ungbarn sé að láta lífið og það er í rauninni eitthvað sem maður finnur fyrir. Það sem maður finnur mest fyrir er svona innri reiði frekar en sorg að þessir hlutir fái að halda áfram án afskipta vesturlanda á nokkurn hátt. Það er ekkert plan, engin lausn.“ Töluvert hefur bætt í loftárásir Rússa undanfarið. Óskar segir vendingarnar skýrt merki til bandamanna sem vakni nú upp við vondan draum. „Það er vont þegar það venst eins og Megas sagði en síðan sagði hann líka það er vont þegar það versnar. Það er eiginlega tilfinningin hjá okkur að við erum löngu búin að átta okkur á því að hlutirnir eru á leiðinni og mjög slæman veg og Evrópa er fyrst almennilega að átta sig á því núna.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. 27. mars 2025 21:32 Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Tveir eru látnir eftir að Rússlandsher gerði eldflaugaárás á athafnasvæði danskra samtaka nærri Tsjerníhív í Úkraínu þar sem starfsfólk var að aftengja jarðsprengjur. 4. september 2025 19:48 Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. 2. september 2025 17:33 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás sína frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt og í morgun. Um er að ræða þrettán flugskeyti og fleiri en 800 dróna. Mikill reykur steig upp frá aðsetri ríkisstjórnarinnar í morgun og börðust slökkviliðsmenn við að ráða niðurlögum eldsins. Óskar Hallgrímsson, blaðamaður og ljósmyndari, sem býr skammt frá húsakynnum ríkisstjórnarinnar segist ekki hafa kippt sér mikið upp við sprengingarnar. „Ég varð var við þegar árásirnar byrjuðu og síðan fór ég bara að sofa. Síðan vaknaði ég bara í morgun og las í fréttunum að það hafi verið svakalega árás. Konan mín er í Ódessa svo ég er með allt rúmið þannig ég greinilega sef fastar en vanalega. Það er daglegt brauð að það séu árásir á Kænugarð og Þegar það eru drónaárásir sem er bara mjög algengt að maður sofni út frá.“ Evrópa vaknar upp við vondan draum Minnst fjórir eru látnir og enn fleiri særðir eftir árásir næturnar, þar á meðal eru ungbarn og móðir þess í Kænugarði. Óskar segir reiði frekar einkenna borgarbúa en sorg. „Það er enginn glaður yfir því að móðir með ungbarn sé að láta lífið og það er í rauninni eitthvað sem maður finnur fyrir. Það sem maður finnur mest fyrir er svona innri reiði frekar en sorg að þessir hlutir fái að halda áfram án afskipta vesturlanda á nokkurn hátt. Það er ekkert plan, engin lausn.“ Töluvert hefur bætt í loftárásir Rússa undanfarið. Óskar segir vendingarnar skýrt merki til bandamanna sem vakni nú upp við vondan draum. „Það er vont þegar það venst eins og Megas sagði en síðan sagði hann líka það er vont þegar það versnar. Það er eiginlega tilfinningin hjá okkur að við erum löngu búin að átta okkur á því að hlutirnir eru á leiðinni og mjög slæman veg og Evrópa er fyrst almennilega að átta sig á því núna.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. 27. mars 2025 21:32 Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Tveir eru látnir eftir að Rússlandsher gerði eldflaugaárás á athafnasvæði danskra samtaka nærri Tsjerníhív í Úkraínu þar sem starfsfólk var að aftengja jarðsprengjur. 4. september 2025 19:48 Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. 2. september 2025 17:33 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. 27. mars 2025 21:32
Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Tveir eru látnir eftir að Rússlandsher gerði eldflaugaárás á athafnasvæði danskra samtaka nærri Tsjerníhív í Úkraínu þar sem starfsfólk var að aftengja jarðsprengjur. 4. september 2025 19:48
Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. 2. september 2025 17:33