„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. september 2025 22:01 Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls. vísir/vilhelm Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir frá því í desember án árangurs. Vegna þessa hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, segir mikinn samhug vera meðal félagsmanna um næstu skref en undirbúningur að atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir. „Ég á von á því að það verði borin upp tillaga þess efnis, seinni part í vikunni. Sá hópur sem við höfum þegar heyrt í er mjög jákvæður fyrir því að ýta málinu áfram með aðgerðum.“ „Fullreynt án aðgerða“ Hún telur líklegt að niðurstaða um verkfall muni liggja fyrir innan næstu tveggja vikna. Hún segir þolinmæðina vera af skornum skammti. „Það er bara komin sú staða að það virðist vera fullreynt án aðgerða því miður. Það er mjög miður að við séum komin á þennan stað já. Ég sá það aldrei fyrir mér að þetta myndi verða svona þungt. Þetta er auðvitað mjög miður að vera komin í þessa stöðu.“ Vongóð um að samningar náist Stéttarfélögin hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum Alcoa en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Hjördís segir enn nokkuð langt á milli aðila. „Það hefur svo sem ýmsu verið kastað á milli aðila á þessum tíma. Síðasta tilboð var ekki þannig úr garði gert að samninganefndin hefði áhuga fyrir að semja á þeim nótum nei, það er bara þannig.“ Sex mánaða fyrirvari er áður en aðgerðir geta hafist samkvæmt samningi Alcoa. Hjördís kveðst vongóð um að semja áður en verkfall skellur á af fullum þunga. „Það er þessi fyrirvari sem eru sex mánuðir og síðan í framhaldi af því þá fyrst fer niðurkeyrslan að byrja og hún tekur allt að þremur mánuðum. Þetta er níu mánaða ferli. Það er nægur tími til að semja á þeim tíma en það hefur lítið gengið á síðustu, hvað eigum við að segja, níu mánuðum. Það stendur ekki á okkur og við höfum auðvitað væntingar til að ná samningum sem fyrst.“ Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fjarðabyggð Stéttarfélög Stóriðja Áliðnaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir frá því í desember án árangurs. Vegna þessa hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, segir mikinn samhug vera meðal félagsmanna um næstu skref en undirbúningur að atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir. „Ég á von á því að það verði borin upp tillaga þess efnis, seinni part í vikunni. Sá hópur sem við höfum þegar heyrt í er mjög jákvæður fyrir því að ýta málinu áfram með aðgerðum.“ „Fullreynt án aðgerða“ Hún telur líklegt að niðurstaða um verkfall muni liggja fyrir innan næstu tveggja vikna. Hún segir þolinmæðina vera af skornum skammti. „Það er bara komin sú staða að það virðist vera fullreynt án aðgerða því miður. Það er mjög miður að við séum komin á þennan stað já. Ég sá það aldrei fyrir mér að þetta myndi verða svona þungt. Þetta er auðvitað mjög miður að vera komin í þessa stöðu.“ Vongóð um að samningar náist Stéttarfélögin hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum Alcoa en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Hjördís segir enn nokkuð langt á milli aðila. „Það hefur svo sem ýmsu verið kastað á milli aðila á þessum tíma. Síðasta tilboð var ekki þannig úr garði gert að samninganefndin hefði áhuga fyrir að semja á þeim nótum nei, það er bara þannig.“ Sex mánaða fyrirvari er áður en aðgerðir geta hafist samkvæmt samningi Alcoa. Hjördís kveðst vongóð um að semja áður en verkfall skellur á af fullum þunga. „Það er þessi fyrirvari sem eru sex mánuðir og síðan í framhaldi af því þá fyrst fer niðurkeyrslan að byrja og hún tekur allt að þremur mánuðum. Þetta er níu mánaða ferli. Það er nægur tími til að semja á þeim tíma en það hefur lítið gengið á síðustu, hvað eigum við að segja, níu mánuðum. Það stendur ekki á okkur og við höfum auðvitað væntingar til að ná samningum sem fyrst.“
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fjarðabyggð Stéttarfélög Stóriðja Áliðnaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira