Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2025 09:58 Þórdís Björk gerði stólpagrín að Birni bróður sínum á TikTok og hefur myndbandið af kaffimáli hans vakið gríðarlega athygli. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, lenti í óheppilegu atviki um helgina þegar hann fékk sér þrjá kaffibolla úr „skringilega stórri“ krús. Bollinn reyndist þegar á daginn kom vera fyrir klósettbursta en ekki kaffi. Björn Þorfinnsson greindi frá atvikinu á Facebook og deildi á sama tíma TikTok-myndbandi frá systur sinni, leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. „Sunnudaginn 7. september átti sér stað sár hversdagslegur ósigur sem ég verð einhvern tíma að jafna mig á. Ég vaknaði snemma morguns til að undirbúa mig fyrir mikilvæga skák síðar þennan dag og naut mín með rjúkandi kaffibolla í þögninni á meðan annað heimilisfólk svaf. Meira að segja Bangsi minn lá við fætur mínar og þagði,“ skrifar Björn í færslunni. Björn Þorfinnsson er mikill skákmaður. „Það eina sem truflaði þögnina var nautnafullt sötur mitt. Kaffisopinn var óvenju ljúfur þennan morguninn,“ bætir hann við. „Þegar líf færðist í húsið og næðið á enda þá skreið ég aftur upp í rúm í stuttan lúr, þannig finnst mér jú gott að láta skákstúderingarnar síast inn. Nokkru síðar vakna ég síðan upp við öskurhlátur af neðri hæðinni,“ skrifar hann. „Þegar ég kem niður situr mín heittelskaða Kristín Erla Jóhannsdóttir, helsti aðdáandi ósigra minna, í andnauð og hafði ekki undan að svara vinum og ættingjum sem höfðu þegar fengið senda skýrslu í formi myndbands á meðan ég svaf.“ „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn“ Myndbandið hafi orðið „efniviður í Tiktok-myndband hjá ófétinu henni systur minni í hvers augum ég er fyrst og fremst gott content!“ skrifar Björn. Myndbandið sé í mikilli dreifingu og verði ekki stöðvað úr þessu. Hér fyrir neðan má sjá það og hvað Þórdís segir í myndbandinu. „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn. Það var verið að þrífa heima hjá honum og krúsin undan klósettburstanum var semsagt tekin og þrifin, svo var hún skilin eftir uppi á borði og svo var einhver meistarinn sem fer með þessa krús niður í eldhús og hún endar í bollaskápnum,“ segir Þórdís í myndbandinu. „Og hann fékk sér kaffi úr henni í morgun,“ segir hún svo áður en hún orgar af hlátri yfir bróður sínum. @thordisbjork ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA fyi. 🤠 @IKEA #fyp #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #foryoupagе ♬ original sound - Dísa „Enn kvarnast úr orðspori mínu. Ég get ekkert sagt mér til varnar annað en að ég er með læknisvottorð fyrir hvatvísi og hugsunarleysi. Vissulega staldraði ég aðeins við hvað þetta var skringilega stór kaffibolli en hvað veit ég um nýjustu strauma og stefnur í þessum geira,“ skrifar Björn. „Það var nóg af öðrum valkostum í bollaskápnum… Ég drakk þrjá bolla…. Ég verð aldrei aftur hreinn….“ Grín og gaman Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Björn Þorfinnsson greindi frá atvikinu á Facebook og deildi á sama tíma TikTok-myndbandi frá systur sinni, leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. „Sunnudaginn 7. september átti sér stað sár hversdagslegur ósigur sem ég verð einhvern tíma að jafna mig á. Ég vaknaði snemma morguns til að undirbúa mig fyrir mikilvæga skák síðar þennan dag og naut mín með rjúkandi kaffibolla í þögninni á meðan annað heimilisfólk svaf. Meira að segja Bangsi minn lá við fætur mínar og þagði,“ skrifar Björn í færslunni. Björn Þorfinnsson er mikill skákmaður. „Það eina sem truflaði þögnina var nautnafullt sötur mitt. Kaffisopinn var óvenju ljúfur þennan morguninn,“ bætir hann við. „Þegar líf færðist í húsið og næðið á enda þá skreið ég aftur upp í rúm í stuttan lúr, þannig finnst mér jú gott að láta skákstúderingarnar síast inn. Nokkru síðar vakna ég síðan upp við öskurhlátur af neðri hæðinni,“ skrifar hann. „Þegar ég kem niður situr mín heittelskaða Kristín Erla Jóhannsdóttir, helsti aðdáandi ósigra minna, í andnauð og hafði ekki undan að svara vinum og ættingjum sem höfðu þegar fengið senda skýrslu í formi myndbands á meðan ég svaf.“ „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn“ Myndbandið hafi orðið „efniviður í Tiktok-myndband hjá ófétinu henni systur minni í hvers augum ég er fyrst og fremst gott content!“ skrifar Björn. Myndbandið sé í mikilli dreifingu og verði ekki stöðvað úr þessu. Hér fyrir neðan má sjá það og hvað Þórdís segir í myndbandinu. „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn. Það var verið að þrífa heima hjá honum og krúsin undan klósettburstanum var semsagt tekin og þrifin, svo var hún skilin eftir uppi á borði og svo var einhver meistarinn sem fer með þessa krús niður í eldhús og hún endar í bollaskápnum,“ segir Þórdís í myndbandinu. „Og hann fékk sér kaffi úr henni í morgun,“ segir hún svo áður en hún orgar af hlátri yfir bróður sínum. @thordisbjork ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA fyi. 🤠 @IKEA #fyp #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #foryoupagе ♬ original sound - Dísa „Enn kvarnast úr orðspori mínu. Ég get ekkert sagt mér til varnar annað en að ég er með læknisvottorð fyrir hvatvísi og hugsunarleysi. Vissulega staldraði ég aðeins við hvað þetta var skringilega stór kaffibolli en hvað veit ég um nýjustu strauma og stefnur í þessum geira,“ skrifar Björn. „Það var nóg af öðrum valkostum í bollaskápnum… Ég drakk þrjá bolla…. Ég verð aldrei aftur hreinn….“
Grín og gaman Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira