Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 11:55 Sigfús Aðalsteinsson hefur komið fram sem talsmaður hópsins Íslands þvert á flokka. Vísir Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir hópinn Ísland þvert á flokka. Hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Könnunin var framkvæmd yfir tvær vikur seinni hluta ágúst og var netkönnun með úrtaki upp á tvö þúsund manns átján ára og eldri. Svarhlutfal var 51 prósent. Spurt var hvort fólk vildi að breytingar yrðu gerðar á fjölskyldusameiningum hælisleitenda. Alls svöruðu 82 prósent því játandi en 18 prósent neitandi. Svörin voru svipuð þegar spurt var hvort setja ætti árlegan hámarksfjölda á hælisleitendur sem landið tæki á móti. Alls svöruðu 83 prósent játandi en 17 prósent neitandi. Fram kom að 58 prósent landsmanna telja núverandi útlendingalög of væg, tíu prósent telja þau sanngjörn og sex prósent of ströng. Alls voru 53 prósent óánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda, 24 prósent voru ánægð og 22 prósent hvorki né. Þá sögðust 73 prósent að Ísland ætti að taka á móti færri hælisleitendum en í fyrra en tólf prósent sögðu fleiri. Þá var spurt hvort framfylgja ætti brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið synjun, jafnvel þótt það kalli á samstarf við þriðju ríki - þ.e. landa sem eru hvorki upprunaland hælisleitenda né viðtökulanda. Níu af hverjum tíu svöruðu já en tíu prósent nei. Alls sóttu 1944 einstaklingar um alþjóðlega vernd árið 2024 sem var mikil fækkun frá árinu 2023 þegar 4168 umsóknir bárust. Langflestir umsækjenda það ár voru frá Úkraínu og Venesúela. Árið 2024 voru 3416 umsóknir afgreiddar. Af þeim voru 1443 umsóknir samþykktar sem svarar til rúmlega fjöguríu prósenta, langflestar á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta. 1251 umsókn var synjað, rúmlega fjögur hundruð umsóknir voru ekki teknar til efnismeðferðar og í 34 tilfellum var um endurtekna umsókn að ræða sem vísað var frá. Þá fengu 284 umsóknir önnur málalok. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði yfir hælisleitendur má finna á vef Útlendingastofnunar. Könnun Prósents í heild sinni má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl KönnunPDF2.6MBSækja skjal Hælisleitendur Skoðanakannanir Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir hópinn Ísland þvert á flokka. Hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Könnunin var framkvæmd yfir tvær vikur seinni hluta ágúst og var netkönnun með úrtaki upp á tvö þúsund manns átján ára og eldri. Svarhlutfal var 51 prósent. Spurt var hvort fólk vildi að breytingar yrðu gerðar á fjölskyldusameiningum hælisleitenda. Alls svöruðu 82 prósent því játandi en 18 prósent neitandi. Svörin voru svipuð þegar spurt var hvort setja ætti árlegan hámarksfjölda á hælisleitendur sem landið tæki á móti. Alls svöruðu 83 prósent játandi en 17 prósent neitandi. Fram kom að 58 prósent landsmanna telja núverandi útlendingalög of væg, tíu prósent telja þau sanngjörn og sex prósent of ströng. Alls voru 53 prósent óánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda, 24 prósent voru ánægð og 22 prósent hvorki né. Þá sögðust 73 prósent að Ísland ætti að taka á móti færri hælisleitendum en í fyrra en tólf prósent sögðu fleiri. Þá var spurt hvort framfylgja ætti brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið synjun, jafnvel þótt það kalli á samstarf við þriðju ríki - þ.e. landa sem eru hvorki upprunaland hælisleitenda né viðtökulanda. Níu af hverjum tíu svöruðu já en tíu prósent nei. Alls sóttu 1944 einstaklingar um alþjóðlega vernd árið 2024 sem var mikil fækkun frá árinu 2023 þegar 4168 umsóknir bárust. Langflestir umsækjenda það ár voru frá Úkraínu og Venesúela. Árið 2024 voru 3416 umsóknir afgreiddar. Af þeim voru 1443 umsóknir samþykktar sem svarar til rúmlega fjöguríu prósenta, langflestar á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta. 1251 umsókn var synjað, rúmlega fjögur hundruð umsóknir voru ekki teknar til efnismeðferðar og í 34 tilfellum var um endurtekna umsókn að ræða sem vísað var frá. Þá fengu 284 umsóknir önnur málalok. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði yfir hælisleitendur má finna á vef Útlendingastofnunar. Könnun Prósents í heild sinni má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl KönnunPDF2.6MBSækja skjal
Hælisleitendur Skoðanakannanir Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira