Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 8. september 2025 18:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Anton Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Ráðherrarnir tveir eru þeir Ben Gvir og Bezalel Smotrich. Gvir er fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael og mikill harðlínumaður þegar kemur að málefnum Palestínu. Smotrich er fjármálaráðherra og lagði á dögunum fram tillögu um að innlima nánast allan Vesturbakkann. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi utanríkismálanefnd Alþingis í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sótti fundinn og kynnti þar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart Ísrael. Það að fríverslunarsamningurinn verði ekki uppfærður þýðir í einföldu máli sagt að nýjar vörur eða þjónusta frá Ísrael falli ekki undir samninginn. Þorgerður Katrín sagði í Kvöldfréttum Sýnar að þegar uppfærsla samningsins hafi komið til umræðu meðal EFTA-ríkjanna hafi Íslendingar beðið um að dokað yrði við. Nú hefði verið ákveðið að fara ekki í þessa uppfærslu. Skýr skilaboð „Það eru mjög skýr skilaboð um það að á meðan ástandið er svona fyrir botni Miðjarðarhafs og mannúðaraðstoð er ekki hleypt inn á svæðið, af því að Ísraelar vilja ekki hleypa henni inn, og hvað þá að stöðva stríðið, þá erum við að beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að þrýsta á Ísrael,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að Íslendingar myndu áfram beita sér á öðrum vettvangi og tala fyrir friði, áframhaldandi mannúðaraðstoð og einnig að Hamas-liðar sleppi gíslum sem þeir eru enn með í haldi og muni ekki koma að uppbyggingu í Palestínu. Þorgerður Katrín sagði Íslendinga ekki vera að fara ótroðnar slóðir. Þær væru svipaðar og önnur líkt þenkjandi ríki hefðu þegar farið og nefndi hún Bretland, Spánn, Noreg og önnur ríki í því samhengi. Hún sagði að snúið yrði í framkvæmd að merkja sérstaklega vörur frá hernumdum svæðum. Annað sem Ísland mun gera er að fara af meiri þunga inn í mál Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum. „Síðan er auðvitað líka það sem við erum að gera, það sem meðal annars Palestínumenn hafa beðið okkur um að gera, halda áfram að tala skýrt fyrir friði og leggja áherslu á að auka mannúðaraðstoðina. Líka að styðja mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu. Það höfum við gert og ætlum að halda áfram að gera.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. 7. september 2025 12:08 „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. 6. september 2025 20:19 Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Ráðherrarnir tveir eru þeir Ben Gvir og Bezalel Smotrich. Gvir er fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael og mikill harðlínumaður þegar kemur að málefnum Palestínu. Smotrich er fjármálaráðherra og lagði á dögunum fram tillögu um að innlima nánast allan Vesturbakkann. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi utanríkismálanefnd Alþingis í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sótti fundinn og kynnti þar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart Ísrael. Það að fríverslunarsamningurinn verði ekki uppfærður þýðir í einföldu máli sagt að nýjar vörur eða þjónusta frá Ísrael falli ekki undir samninginn. Þorgerður Katrín sagði í Kvöldfréttum Sýnar að þegar uppfærsla samningsins hafi komið til umræðu meðal EFTA-ríkjanna hafi Íslendingar beðið um að dokað yrði við. Nú hefði verið ákveðið að fara ekki í þessa uppfærslu. Skýr skilaboð „Það eru mjög skýr skilaboð um það að á meðan ástandið er svona fyrir botni Miðjarðarhafs og mannúðaraðstoð er ekki hleypt inn á svæðið, af því að Ísraelar vilja ekki hleypa henni inn, og hvað þá að stöðva stríðið, þá erum við að beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að þrýsta á Ísrael,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að Íslendingar myndu áfram beita sér á öðrum vettvangi og tala fyrir friði, áframhaldandi mannúðaraðstoð og einnig að Hamas-liðar sleppi gíslum sem þeir eru enn með í haldi og muni ekki koma að uppbyggingu í Palestínu. Þorgerður Katrín sagði Íslendinga ekki vera að fara ótroðnar slóðir. Þær væru svipaðar og önnur líkt þenkjandi ríki hefðu þegar farið og nefndi hún Bretland, Spánn, Noreg og önnur ríki í því samhengi. Hún sagði að snúið yrði í framkvæmd að merkja sérstaklega vörur frá hernumdum svæðum. Annað sem Ísland mun gera er að fara af meiri þunga inn í mál Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum. „Síðan er auðvitað líka það sem við erum að gera, það sem meðal annars Palestínumenn hafa beðið okkur um að gera, halda áfram að tala skýrt fyrir friði og leggja áherslu á að auka mannúðaraðstoðina. Líka að styðja mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu. Það höfum við gert og ætlum að halda áfram að gera.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. 7. september 2025 12:08 „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. 6. september 2025 20:19 Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. 7. september 2025 12:08
„Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. 6. september 2025 20:19
Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49