Veður

Víða rigning og hiti að fjór­tán stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu sjö til fjórtán stig.
Hiti á landinu verður á bilinu sjö til fjórtán stig. Vísir/Vilhelm

Skil nálgast nú landið úr suðaustri og fara þau vestur yfir landið í dag. Þeim fylgir austan- og norðaustanátt, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu með rigningu, en hægari vindur og úrkomulítið vestantil á landinu fram eftir degi.

Á vef Veðurstofunnar segir að síðdegis, þegar skilin gangi inn yfir vesturhluta landsins, dragi jafnframt úr vætu á Norður- og Austurlandi.

Hiti verður á bilinu sjö til fjórtán stig.

„Austlæg átt á morgun, 5-15 m/s og dálítil væta með köflum, hvassast allra syðst. Seinnipartinn snýst í hægari norðaustanátt og það bætir í úrkomu um landið norðaustanvert. Milt í veðri.

Á föstudag snýst svo í norðlæga átt og það kólnar með súld eða rigningu um landið norðanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austan og norðaustan 5-15 m/s og dálítil væta með köflum, hvassast syðst. Fer að rigna austanlands síðdegis og á Norðurlandi um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, mildast suðvestantil.

Á föstudag: Norðaustan 8-15 og rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 7 til 16 stig, mildast á Suðurlandi.

Á laugardag: Norðaustlæg eða breytileg átt 5-15, hvassast á Vestfjörðum. Rigning með köflum, en úrkomulítið á Vesturlandi eftir hádegi. Hiti 7 til 15 stig, svalast norðvestantil.

Á sunnudag: Austan- og norðaustanátt og dálítil væta, en lengst af þurrt og bjart á Norður- og Norðvesturlandi. Hiti 8 til 15 stig.

Á mánudag: Norðaustan- og norðanátt og kólnar með dálítilli rigningu, en þurrt og milt á Suður- og Vesturlandi.

Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og stöku skúrir. Kólnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×