Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2025 11:58 Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Vilhelm Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að nítján rússneskum drónum hafi verið flogið inn í pólska lofthelgi í nótt og að fjórir hafi verið skotnir niður. Á blaðamannafundi í morgun benti hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem rússneskir drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki. Atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og þjóðin hafi raunar ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, kallaði ríkisstjórn sína auk fulltrúa hersins saman í morgun í kjölfar atburða næturinnar.vísir/AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig efnislega um málið. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir of snemmt að segja hvort um viljaverk hafi verið að ræða og þá mögulegar afleiðingar. „Ef þetta er viljandi þá vaknar auðvitað spurningin hvað Rússum gengur til. Er hugsanlega verið að prófa viðbrögð og staðfestu Póllands og NATO líka, ekki síst þá pólitísk viðbrögð og hvort það megi lesa eitthvað nýtt um einingu eða óeiningu innan bandalagsins,“ segir Albert. „Viðbrögðin á þessu stigi benda til þess að það sé óljóst hvort þetta sé viljandi eða óvart og enn sem komið er eru það getgátur. En það sem eru ekki getgátur er að þetta mál er enn ein birtingarmynd þess hversu óvæginn og harðneskjulegur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu er og áhættusamur auðvitað.“ Hann bendir á að bein árás á NATO-ríki myndi þó hafa annan og lengri aðdraganda og telur útilokað að NATO bregðist við með hernaðarlegum hætti þó svo að ekki hafi verið um mistök eða bilun í búnaði að ræða. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, fordæmir atvikið og segir framgöngu Rússa vítaverða.vísir/AP Ráðamenn í Evrópu hafa sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar í morgun og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO segir atvikið vítavert, hvort sem um vilja- eða óviljaverk sé að ræða. Pólverjar hafa kallað eftir því að fjórða grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð en hún felur í sér formlegt samráð bandalagsríkja telji ríki að friðhelgi þeirra sé ógnað. „Það eru þá formleg viðbrögð og undirstrika alvarleika þess, hver svo sem ástæðan er, að það rata drónar inn í NATO-ríki. Það er full ástæða fyrir bandalagið til að undirstrika að það er ekki í lagi,“ segir Albert. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að nítján rússneskum drónum hafi verið flogið inn í pólska lofthelgi í nótt og að fjórir hafi verið skotnir niður. Á blaðamannafundi í morgun benti hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem rússneskir drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki. Atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og þjóðin hafi raunar ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, kallaði ríkisstjórn sína auk fulltrúa hersins saman í morgun í kjölfar atburða næturinnar.vísir/AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig efnislega um málið. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir of snemmt að segja hvort um viljaverk hafi verið að ræða og þá mögulegar afleiðingar. „Ef þetta er viljandi þá vaknar auðvitað spurningin hvað Rússum gengur til. Er hugsanlega verið að prófa viðbrögð og staðfestu Póllands og NATO líka, ekki síst þá pólitísk viðbrögð og hvort það megi lesa eitthvað nýtt um einingu eða óeiningu innan bandalagsins,“ segir Albert. „Viðbrögðin á þessu stigi benda til þess að það sé óljóst hvort þetta sé viljandi eða óvart og enn sem komið er eru það getgátur. En það sem eru ekki getgátur er að þetta mál er enn ein birtingarmynd þess hversu óvæginn og harðneskjulegur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu er og áhættusamur auðvitað.“ Hann bendir á að bein árás á NATO-ríki myndi þó hafa annan og lengri aðdraganda og telur útilokað að NATO bregðist við með hernaðarlegum hætti þó svo að ekki hafi verið um mistök eða bilun í búnaði að ræða. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, fordæmir atvikið og segir framgöngu Rússa vítaverða.vísir/AP Ráðamenn í Evrópu hafa sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar í morgun og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO segir atvikið vítavert, hvort sem um vilja- eða óviljaverk sé að ræða. Pólverjar hafa kallað eftir því að fjórða grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð en hún felur í sér formlegt samráð bandalagsríkja telji ríki að friðhelgi þeirra sé ógnað. „Það eru þá formleg viðbrögð og undirstrika alvarleika þess, hver svo sem ástæðan er, að það rata drónar inn í NATO-ríki. Það er full ástæða fyrir bandalagið til að undirstrika að það er ekki í lagi,“ segir Albert.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira